Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 27
/et'
— En hvernig er það með flugur,
þær eru naskar að leita uppi mat-
væli og úrgang?
— Jó, þær mundu kannske koma
hvort sem er. Flugurnar ráða svo
lítið ferðum sínum, þær berast með
vindinum. Það er geysimikið af
flugum í Surtsey. Og við höfum
fundið fleiri dýr en flugur, t.d.
bjölIur, og við höfum fundið þar
könguló, og þá kemur spurningin:
Hvernig hefur könguláin komið?
Hefur hún komið með reka af sjó,
eða er möguleiki á þvi að hún
hafi borizt með mönnum, truflar
þetta biologiuna, það kemur ekki
rétt niðurstaða. En ef hún hefur
komið með reka, þá kemur hún án
hjálpar mannanna, og það er það,
sem verið er að kanna.
— Það er auðvitað útilokað að
hún hafi borizt með loftinu.
— Já, það er útilokað. En hún
getur borizt með fuglum, og það er
geysimikið af fuglum þarna. Við
höfum talið um 6000 ritur í einum
hóp. Auðvitað skilja þessar ritur eft-
ir mikinn áburð fyrir komandi fræ.
— Það hefur eitthvað komið af
fræjum líka?
— Jú, það hafa vafalaust komið
nokkur fræ, en það hafa fundizt
nokkrar plöntur. Núna í sumar
fundust fimm plöntur, sem voru
melgrasj fjörukál og túnvingull, en
náðu sér ekki upp; þær fóru í fár-
virðrinu, sem gekk yfir eyjuna.
— Hefur verið mikill reki?
— Já, það hefur verið slangur.
Það hafa t.d. rekið fiskhræ og þeg-
ar þetta sezt í fjöruna, sækja skor-
dýrin í það. Við höfum líka fundið
egg, og allt þetta er tekið til rann-
sókna, sent bæði til Svíþjóðar og
Ameríku, að ég held, t.d. skordýr-
in. Svo er þessi venjulegi reki, þ.e.
fimbrið, það er töluvert af því. Við
liöfum notað rekavið í húsgagna-
smíðina þarna, við erum t.d. með
eitt borð þarna sem er maghoný-
drumbur, um 300 kg. á þyngd.
— Þetta er allt óunnið timbur?
— Já, allt óunnið. Við höfum
smíðað borð úr sandblásnum viði,
beint úr fjörunni. Við notum það
sem til fellur.
— Þetta er náttúrlega alveg orð-
ið steindautt og ekkert á því.
— Jú, það er ýmislegt á því. A
sumum trjánum eru helsingjanef og
á sumum eru flær, og það er alltaf
möguleiki á einhverju lifandi.
— Nú er þetta komið langar leið-
ir að?
— Jú, það getur verið frá Norð-
ur-Evrópu og einnig frá Ameríku.
Og er líka helzt von til þess að
það séu einhver sjávardýr á því,
ormar og flær, sem lifa aðeins í
sjó. En þá er maður kominn út í
haffræðina.
— En svo við snúum okkur aftur
að matnum-. Þú hefur fengið birgð-
ir við og við?
— Já, við fáum allan mat frá
Heimaey, mest dósamat. Annars er
stundum hægt að ná í dálítið ný-
meti, bæði með því að fara út á
sjó og meira að segja við eyjuna;
það hefur verið veitt á stöng af
klöppunum.
— Hvað veiðist af klöppunum?
— Það er smáufsi, stútungur og
koli. Ágætis fiskur. Annars fáum
við langmestan hluta matarbirgða
frá Heimaey, meira að segja vatn-
ið.
— Já, þig hafið auðvitað ekki
dropa af vatni?
— Nei, og það var ekki fyrr en
síðast i sumar, sem hægt var að
taka vatn af húsinu. Það var alltaf
svo mikið sandfok og svo meðan
Jólnir var að gjósa, var svo mikið
öskufall að það var ekki hægt að
hirða vatnið af húsinu.
— Það hefur verið rólegt þarna,
þegar þú hefur verið einn?
— Já, og þá gat maður unnið al-
veg stöðugt í sambandi við húsið.
Eg hef unnið að því að innrétta
þetta allt saman.
- Húsið?
— Já, úr þvi maður var kominn á
staðinn, varð maður að gerast bæði
arkitekt og smiður, enda kölluðum
við húsið Klömbru. Bæði er að
það er eins og Klambra í lag-
inu og svo hefur ýmislegt verið
klambrað í því.
— Hvernig hefurðu háttað deg-
inum hjá þér? Hvað ferðu snemma
á fætur?
— Það er ákaflega misjafnt. Yf-
irleitt fer maður svona skikkanlega
á fætur.
— Og hvað er skikkanlegt?
— Ja, svona sjö til átta. En það
er aldrei farið að sofa fyrr en eft-
ir miðnætti. Ég hef auðvitað reynt
að fara fyrr á fætur, þegar ég hefi
verið að vinna eitthvað sérstakt,
t.d. í sambandi við dýptarmæling-
ar, sem voru gerðar þarna og fleira.
— Hvar er húsið á eynni?
— Húsið er norðanmegin á eynni.
47. tbh VIKAN 27