Vikan - 24.11.1966, Qupperneq 29
Til jólagjafa,
tækifæris- og vinagjafa
Handavinnustóll Innskotsborð
Saumaborð
Skatthol
VALIN
★ í S L E N Z K
★ D Ö N S K
★ NORSK
HOSGOGN
A TVEIM HJEDOM
GREIÐSLUSKILMÁLAR
SÍMIÐ, SKRIFIÐ, LÍTIÐ INN
SENDUM HVERT SEM ER
BÓLSTRUN HARÐAR PÉTURSSONAR
Laugaveg 58 - Sími 13896
Þrettóndi kafli
Grierson hafði áhyggiur af Craig.
Hann hafði verið of lengi í burtu,
og líka Andrews, sem hann hafði
sent til að fylgja stóra höfðingjan-
um. Honum flaug í hug, að ef til
vill væri betra að fara upp, en á
leiðinni þangað þvældust stríðs-
mennirnir þrír fyrir honum og
vörnuðu honum vegarins, og tvær
fallegar stúlkur gripu um hendurn-
ar á honum og drógu hann með sér
í langa danskeðju grímuklæddra
manna, meðan blöðrur sigu niður
frá loftinu eins og atóm úr regn-
boga og fólkið greip þær og þrýsti
til að sprengja fegurð þeirra, svo
Grierson komst ekki til stjarnanna,
og að lokum var hann staddur við
herbergið, sem Craig hafði sagt að
væri handa þeim, og datt í hug að
líta eftir Nikka.
Hann fór inn, og þar var allt
hljótt, og Nikki myndi aldrei vita
neitt framar, sem ekki væri hljótt.
Hann lá á bakinu, í óhreinum og
ódýrum nærfötum og glæsilegur
rýtingur djúpt í bringu hans. Rýt-
ingurinn kom Grierson kunnuglega
fyrir. Skaftið var úr silfri, greipt
með rauðu, feneysku gleri. Rýting-
urinn átti heima á hægri lend hans
í mjúkum leiðurskeiðum, en skeið-
arnar voru tómar. Grierson fór nær
honum og dyrnar opnuðust fyrir
aftan hann, stúlkurnar fallegu tvær
sáu Kkið og tóku að æpa. Hann
hefði átt að taka til fótanna þá, en
það var tilgangslaust. Eina leiðin
lá fram í danssalinn, og hún var
þegar tekin að fyllast af fólki, sem
þyrptist að til að hlusta á ópin í
stúlkunum. Grierson stóð bara
þarna og sagði .Skil ekki, og var
bölvað hrint, stundum sleginn, það
voru þjónar, sjómenn, gestir og
lögregluþjónar. Að lokum kom
Naxos, sagði hver Nikki hefði ver-
ið og leit spyrjandi á Grierson.
— Hver er þessi maður? spurði
hann.
— Nafn mitt er Grierson, sagði
Grierson. — Craig hlýtur að hafa
sagt yður, að mín væri von.
— Craig?
— Já, Craig. Maðurinn, sem sér
um öryggismál yðar.
Naxos sneri sér að lögreglu-
mönnunum.
— Hann lýgur, sagði Naxos. —
Eg þekki engan, sem heitir Craig.
— Hlustið á mig, sagði Grierson
í örvæntingu. — Eg kom hingað til
að hafa gætur á ákveðnu fólki. Þú
getur spurt ...
— Já? sagði Naxos.
Grierson gat ekki nefnt Andrews.
Craig kynni að þurfa á honum að
halda.
— Engan, sagði Grierson. — En
ég drap hann ekki.
— Nei? sagði lögreglumaðurinn.
— Hvers vegna þá er hann með
rýtinginn þinn?
Hann sneri sér að Naxos. — Mér
þykir það leitt, sir, en ég verð að
fá lista yfir alla hina gestina og
enginn má fara.
— Þeir geta það ekki, sagði
Naxos. — Engir gondólar fyrr en
klukkan fjögur. Hvað um hann?
Hann hnykkti höfðinu í áttina til
Grierson.
— Við förum með hann á lög-
reglustöðina, sagði. lögreglumaður-
inn, dró upp handjárn og skellti
öðru armbandinu um úlnlið Grier-
sons, hinum um sinn eiginn. Þeir
höfðu nóg rúm, þegar þeir gengu
yfir danssalinn, Grierson og lög-
reglumaðurinn í fararbroddi, Nax-
os rétt á eftir en hinn lögreglumað-
urinn fullvissaði hann um, að málið
skyldi rannsakað þegar í stað og
eins hljóðlega og hægt væri.
Þegar þeir komu að dyrunum,
sá Grierson hraðbát, sem var bú-
inn til brottfarar, og ungan mann,
klæddan sem Mefístóteles, sem beið
með samanbitinni þolinmæði, með-
an tveir sjómenn bjuggust til að
leysa festar fyrir hann. Grierson
hikaði, en það var ekki um neitt
að velja. Hann hafði handleikið
þennan rýting; fingraför hans voru
um allt, en stríðsmennirnir voru með
glófa. Nú átti hann ekkert eftir
nema ofbeldið, hrottafengið, leið-
inlegt, og, að hann vonaði, gagn-
legt. Hann hrasaði á þrepunum af
ásettu ráði, svo lögreglumaðurinn
missti jafnvægið, þá sló Grierson
hann niður með hnitmiðuðu júdó-
höggi, rétt sem Meflstóteles, guð
blessi hann, gaf vélinni ofsalega
inn, svo öll hróp drukknuðu. Hann
lét koma slaka á handjárnin og
slengdi stálinu að súlunni eins og
honum hafði verið kennt. Þegar
armbandið opnaðist tók hann þrep-
in niður í þremur stórum stökkum,
safnaði krafti og ferð, og fjórða
stökkið sendi hann út á sundið svo
hann lenti með dynk á botnfjölum
bátsins. Hann fann högg eins og af
hnefa, neðarlega á bringunni, og
minntist þess þá fyrst, að hann var
með byssu. Lögreglunni hafði orðið
of mikið um til að leita almenni-
lega á honum, og hann hafði ekki
gert sér grein fyrir því að hann
hefði neitt að fela. Hraðbáturinn
ruggaði og eigandinn leit niður til
Griersons. Framhald í næsta blaði.
John Lennon
Framhald af bls. 14.
Blaðamenn eru vanir að spyrja
um afstöðu hans til striðsins í Víet
Nam, atómsprengjunnar osfrv., því
að hann er álitinn gáfumaðurinn í
Bítlahópnum. En John kærir sig ekk-
ert um slíkar spurningar.
— Haldið þið í raun og veru að
ég geti leyst heimsvandamálin að-
eins af því að ég er Bítill?
John er elztur Bítlanna. Hann er
líka sá þeirra, serri er sjálfstæðast-
ur, sem sjá má af því, að hann
er byrjaður að fást við ritstörf og
kvikmyndaleik. Hann hefur lýst því
yfir, að honum finnst nú tími til
kominn, að þeir félagar fari að
skapa sér orð — hver í sínu lagi.
47. tw. VTKAN 29