Vikan - 24.11.1966, Side 35
að fá mér duftkaffi í undirskálalaus-
um bolla. Hann tók koniakið upp
úr vasanum. — Áttu glös?
Katie sótti þau; þau voru líka
dýrmæt og höfðu verið þó nokkuð
dýr hjá herra Oliver.
— Hve lengi höfum við verið ná-
búar. Ég hefi oft verið að furða mig
á því hvað þú gætir alltaf verið að
skrifa, en ef ég hefi reynt að kom-
ast að því, hefur þú alltaf komið
þér undan.
Bak við þau mældi Alexander
Heilagan Jóhannes með augunum
og Jóhannes var sýnilega afbrýðis-
samur út af f jaðraskrauti Alexand-
ers, sem honum hefur líklega fund-
ist Ijómandi laglegt.
En einhversstaðar nálægt Kings
Cross, lá ungur maður, með djúpt
skarð í hökuna, og steinsvaf í fata-
hrúgu. í buxnavasa hans voru
nokkrir þvældir seðlar, sem hann
hafði fengið í skiptum fyrir þrjá
hringi, af þeim var aðeins einn
verðmætur ....
Á næstu sex vikum breyttust lifn-
aðarhættir Katie töluvert, þó var
það allt á mjög reglubundinn hátt.
John Graham kom í kaffi til henn-
ar á hverjum morgni, klukkan hálf
tólf, og hún fór yfir götuna, til hans
á hverju kvöldi, klukkan hálf tíu,
og drakk súkkulaðibolla. John var
búinn að fá sér morgunfrú í pofti,
til að skreyta hfá sér anddyrið.
Heilagur Jóhannes var ekkert hrif-
inn af þessum breytingum, það var
eins og hann fyndi á sér að þetta
kynni ekki góðri lukku að stýra
fyrir hann.
Sama var að segja um Alexand-
er, hann leit hornauga til vatns-
litamyndarinnar, sem nú skreytti
einn vegginn hjá Katie.
Katie sjálf, sem aldrei hafði ver-
ið hrædd við einmanaleikann, var
aftur á móti hrædd við ástina. Hún
var búin að vera svo lengi ein, að
hún var hrædd um að hún kynni
hvorki að gefa eða þiggja á þeim
vettvangi. Hún sem skrifaði um all-
ar hliðar ástarinnar, var sjálf dauð-
hrædd við hana.
Katie flögraði kringum John
Graham, eins og mölfluga sem leit-
ar Ijóssins. Hún var farin að hafa
áhyggjur af því að hann fyllti svo
út í tilveru hennar að henni yrði
ekkert úr verki við ritstörfin, og
þá yrði endirinn sá að hún gæti
ekki einu sinni borgað húsaleig-
una.
Svo var það einn laugardags-
morgun að þau voru bæði úti að
verzla, og á ekki rómantfskari stað
en hjá grænmetissalanum, þegar
John sneri sér allt í einu að henni
og sagði: — Hvenær eigum við að
gifta okkur?
— Gifta okkur? hafði hún eftir
honum.
— Já, gifta okkur. Með þessum
lifnaðarháttum okkar kem ég engu
í verk.
— Er það það, sem þú hefur
áhyggjur af? spurði hún, hálfmóðg-
uð, en gleymdi því að það voru
Firir 500.oo króoor ó oióooði
ootið bór oiooozt stóro
ALFRJEDIORDADOKINA
NORDISK
KONVERSATION
LEKSIKON
sem nú kemur út að nýju á svo
ótrúlega lágu verði ásamt svo
hagstæðum greiðsluskilmálum,
að allir hafa efni á að eignast
hana.
Verkið samanstendur af:
Stórum bindum í skrautlegasta
bandi, sem völ er á. Hvert bindi
er yfir 500 síður, innbundið í
ekta „Fabela", prýtt 22 karata
gulli og búið ekta gullsniði. f
bókina rita um 150 þekktustu
vísindamenn og ritsnil I ingar
Danmerkur.
Stór rafmagnaður Ijóshnöttur
með ca. 5000 borga- og staðar-
nöfnum, fljótum, fjöllum, haf-
djúpum, hafstraumum o.s.frv.,
fylgir bókinni, en það er hlutur
sem hvert heimili þarf að eign-
ast. Auk þess er slíkur Ijóshnött-
ur vegna hinna fögru lita mesta
stofuprýði.
VIÐBÆTIR: Nordisk Konversa-
tions Leksikon fylgist ætíð með
tímanum og því verður að sjálf-
sögðu framhald á þessari út-
gáfu.
Verð alls verksins er aðeins kr.
6.700,00. Ljóshnötturinn innifal-
inn.
GREIÐSLUSKILMÁLAR: Við mót-
töku bókarinnar skulu greiddar
kr. 700,00 en síðan kr. 500,00
mánaðarlega ,unz verkið er að
fullu greitt. Gegn staðgreiðslu
er gefinn 10% afsláttur, kr.
670,00.
Bókabúð
N0RÐRA
Hafnarstræti 4, sfmi 14281.
Undirrit., sem er 21 árs og
fjárráða óskar að gerast kaup-
andi að Nordisk Konversations
Leksikon — með afborgunum —
gegn staðgreiðslu.
Dags........
Nafn ..................
Heimili ...............
............ sfmi .....
47. tw. VIKAN 35