Vikan - 24.11.1966, Blaðsíða 37
einmitt samskonar áhyggjur sem
hún hafði.
— Ég get ekki hugsað um neitt
annað en þig, sagði hann til skýr-
ingar.
— Er það satt? sagði hún.
— Hvað segirðu um það að við
giftum okkur í miðjum nóvember,
við getum tekið okkur nokkra vikna
frí, farið til Miðjarðarhafsins, eða
eitthvert annað. Ég þekki náunga,
sem gæti séð um fuglana og blóm-
in.
— En, ég veit ekki, það er ekki
svo gott að taka svona ákvörðun (
fljótheitum.
— Þetta er ósköp einfalt. Það er
aðeins spurningin, hvort við eigum
að flytja Alexander og geraníuna
þína yfir til mín, eða Heilagan Jó-
hannes og morgunfrúna mína yfir
til þín. Persónulega hallast ég frek-
ar að þinni íbúð, hún er stærri og
sólríkari.
— Er þetta það eina sem þú hef-
ur í huga? sagði Katie, vonsvikin.
— Nei, alls ekki, sagði John
Graham fastmæltur, þreif utan um
han og kyssti hana. Enginn virtist
taka neitt eftir því.
19. nóvember, þegar Katie var
ýmist rjóð af hamingju, eða föl af
áhyggjum, hringdi sfminn. Hún
greip hann í þeirri von að þetta
væri John.
— Fröken McTavish? sagði rödd
sem hún kannaðist hálfpartinn við.
— Já, sagði hún.
— Þetta er Griffith lögreglufor-
ingi; þér munið kannske eftir mér?
— Já, ég man eftir yður.
— Við höfum náð í manninn,
þennan sem brauzt inn hjá herra
Oliver, og sem þér gáfuð svo góða
lýsingu af. Hann viðurkenndi allt
og við tókum hann fastan í dag.
— Ég óska yður til hamingju,
sagði Katie, dálítið veiklulega.
— Þakka yður fyrir. En nú verð-
um við að biðja yður um að koma
og staðfesta að það sé sami mað-
urinn.
— O, sagði Katie vesældarlega.
— Þér þurfið ekkert að vera
hrædd, þetta er bara formsatriði,
það tekur ekki nema fáeinar mín-
útur. Það er líka yður að þakka að
við náðum í hann, þér lýstuð hon-
um svo vel.
— En ég ætla að fara að gifta
mig ...
— Ekki þó á næsta hálftíma?
Oska yður til hamingju.
— Nei, það er ekki fyrr en á
morgun.
— Þá ætti það ekki að stangast
á.
— Ég veit það. Hvernig átti hún
að skýra það fyrir þessum leiðin-
lega lögregluforingja, að þetta setti
óneitanlega blett á hátíðisdag henn-
ar. Meðan hún var að reyna að
koma orðum að því, hélt hann
áfram.
— Yður hefur þó tæplega snúizt
hugur. Herra Oliver var ekkert
áfjáður, þegar þetta skeði, en mér
fannst að þér legðuð mikið upp úr
því að ná i manninn. Hversvegna
eruð þér hikandi núna. Hefur yð-
ur snúizt hugur?
— Nei, nei, mér finnst að það eigi
að refsa þeim, sem brjóta af sér.
— Þá er þetta allt í lagi, fröken
McTavish, ég sé yður þá eftir hálf-
tíma ........
Hún þekkti hann strax. — Þér
gáfuð svo góða lýsingu, sagði lög-
regluforinginn.
Hann stóð fyrir framan hana.
Hún starði aftur inn í grá augu
hans og horfði á djúpa skarðið (
höku hans. Hann var í svörtum
vinnubuxum, köflóttri skyrtu og
stuttum leðurjakka, sem var opinn
að framan. Greinilega lánlaus ung-
lingur, sem mundi lenda f fangelsi
fyrr en seinna, þótt hann slyppi
núna. En hún gat ekki fengið af
sér að verða til þess að koma hon-
um þangað. Það var honum að
þakka að hún hafði kynnzt John.
An hans væri enginn John, enginn
Heilagur Jóhannes, eða morgunfrú
í potti.
— Jæja, fröken? sagði lögreglu-
foringinn.
— Mér þykir það leiðinlegt, sagði
Katie McTavish, en þetta er ekki
maðurinn.
— Er þetta ekki maðurinn? Það
er ómögulegt; það var lýsing yðar,
sem kom okkur á sporið.
— Mér þykir þetta ákaflega leið-
inlegt, en þetta er alls ekki sami
maðurinn.
Hún horfði á unga manninn, áð-
ur en hún gekk út. Hann virti hana
fyrir sér og henni fannst það votta
aðeins fyrir brosi í gráum augun-
um . . . . ☆
Þeir voru ekki mat-
vandir á kútter Haraldi
Framhald af bls. 17
öllu öðru sem við mig var sagt. Ég
var ráðinn sem kokkur.
Ég var 14 ára og kunni ekki að
elda graut. Hinsvegar gat ég soðið
vatn áfallalaust. Einu sinni fór
skipstjóri f land að sækja vistir og
kom aftur um borð með hálfa kú.
Karlarnir röðuðu sér á lunninguna
og bauluð allir í einum kór. En það
var ekki hlaupið að því að ná belj-
unni sundur, það var ekki til nema
kolaöxin um borð og svo var barið
á henni með hamri svo úr þessu
varð bankabuff. Og allt var það
étið. Þeir voru ekki matvandir á
kútter Haraldi. Og bragurinn, þessi
sem allir kunna, han var ortur
þennan vetur sem ég var á kútt-
ernum ,hann ortu þeir sér til gam-
ans Geir skipstjóri og Nikulás
frændi minn og kannski fleiri hafi
lagt orð í belg. Þetta var bara
kátlna f körlunum í lúkarnum, stund-
um héldu þeir álfadans og drógu
þá blikkfötur stafna á milli svo
engin leið var að sofa niðri.
Svo var það eitt sinn að við vor-
um sunnan við Eldey að skipið sló
úr sér kalfattina og innan skamms
var það orðið hálf-fullt af sjó. Við
Ronson
EINKAUMBOÐ:
I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. REYKJAVÍK
47. tbi. VIKAN 37