Vikan


Vikan - 24.11.1966, Qupperneq 41

Vikan - 24.11.1966, Qupperneq 41
þangað til vísarnir ó klukkunni eru komnir ó tiltekinn stað. Ferð í strætisvagni, stuttrar stundar bið eftir viðtali eða eftir matnum ætti að nota til hvíldar. Einhver bezta aðferðin til hvíld- ar, andlegrar og líkamlegrar, er reglubundin hreyfing, eins og gönguferð, sund, dans eða hjól- reiðar. Sumt fólk gengur um til að njóta litbrigðanna úti í náttúrunni, sumir elta lítinn hvítan bolta til að slá hann smáspöl í einu. Göngu- ferð fyrir svefninn er eitthvert ör- uggasta ráðið við svefnleysi. Þú hefur e.t.v. heyrt hent gaman að því, að sumt fólk geti ekki sofið fyrir áhyggjum af svefnleysi sínu. I þessu felst nokkur sannleikur. Svefntöflur hafa orðið tízkufyrir- brigði á síðustu árum. Aður komst fólk af án þeirra. Og við vissum ekki til þess að það háði neinum að ráði. Það gæti verið, að fólk hafi þá fundið, að stundir nætur- innar gátu verið góður tími til ró- legrar íhugunar, — ekki til að hafa áhyggjur af því, að það svæfi ekki. Rannsóknir á fólki, sem er hætt störfum fyrir elli sakir, sýna, að heilsufar þeirra, sem hafa haft hreyfingu við vinnu sína, er miklu betra en þeirra, sem hafa stundað kyrrsetuvinnu .Því er það sjálfsögð regla, ef þú vinnur starf, sem reyn- ir lítið á líkamann, að nota hvert tækifæri sem gefst til að ganga, hjóla, dansa, synda, leika keilu- spil eða golf. A þeim allsnægtatímum, sem við nú lifum, veitist mörgum erfitt að halda þyngd sinni í eðlilegum skorðum. Mataræði okkar er heldur ekki eins og það á að vera. Mat- aræði þýðir venjulegur dagskammt- ur okkar og skipting hans á mál- tíðir. Ekki það að éta yfir sig aðra vikuna og svelta hina. Við vitum öll, hve próteinefnin eru mikilvæg til uppbyggingar og viðhalds líkam- anum, og sömuleiðis söltin, eins og kalk og járn, og fjörefnin, sem við fáum úr ávöxtum, grænmeti og mjólkurmat. Svo vel vill til, að ekkert af þessari fæðu er mjög fitandi. En það eru kolvetnin, sem eru aðalóvinurinn [ stríðinu við offit- una. Sykur, ofmikið brauð og ann- ar kornmatur, kökur, kex, búðing- ar, vínandi. Þessar fæðutegundir byggja ekki upp líkamann. Þeim má líkja við bensínið, sem sett er á bílinn. Ef þú fyllir geyminn þrisvar á dag og notar vélina ekki nógu mikið, flýtur út úr geyminum. Sá er þó munurinn, að líkaminrr bindur eldsneyti það, sem hann fær umfram þörf, sem fitu. Eftir- farandi ráð er ágætt til að léttast. Margt feitt fólk borðar hratt, og ef það minnkar við sig kolvetna- fæðu, finnst því máltíðin orðin að engu. Henni er lokið, áður en það veit af. Nú skulu kolvetnin minnk- uð um helming. Fáðu þér hálfa brauðsneið, í stað þess að þú hefð- ir undir venjulegum kringumstæð- um fengið þér eina, eina skeið af búðingi í staðinn fyrir tvær, en not- aðu jafn langan tíma til að borða helminginn og þú notaðir til að borða fullan skammt. Tyggðu bet- ur, njóttu bragðsins af matnum, og þú finnur furðuiega lítið fyrir því, að þú hafir borðað minna en venjulega. Lokaniðurstaða þessa spjalls um þroskaárin, þetta tímabil lifandi lífsnautnar, þegar fólk er nefnt miðaldra, verður sú, að það hefur þann stóra kost við sína ókosti, að þú getur að miklu leyti ráðið því sjálfur, hvort þeir verða þér til baga. Allt og sumt, sem til þarf til að losna við þessa ókosti, er hvíldarstund á hverjum degi, reglu- bundin líkamsáreynsla rétt matar- æði til að halda hæfilegu holda- fari og sígarettubindindi. Sé bætt við þessa mixtúru vænum skammti af áhuga á fólkinu í kringum þig og lífinu ( heild, er þarna komin hin ágætasta uppskrift að ánægju- legu lífi, ekki síður en góðri heilsu á þroskaárum þínum. ☆ Fjórar fullar skeiðar, takk Framhald af bls. 15. fimm ár höfum við Zal haft söng- inn að atvinnu og sungið allt frá þjóðlagamúsik til rokk og ról. Ég byrjaði að gutla á gítar, þegar ég var 13 ára — um líkt leyti og Elvis tók að láta að sér kveða. — Við fengum leiða á þessari músik — rokkmúsik á ég við — því að margt nýtt kom til sög- unnar. Við köllum músikina okk- ar skemmtimúsik, því að við skemmtum okkur svo vel, þegar við leikum saman. Hljómsveitin er óútreiknanleg. Með hverri nýrri hljómplötu kemur fram nýr stíll. Þessi stefna The Loving Spoonful — að forð- ast stælingar á fyrri lögum — hefur skapað þeim stóran aðdá- endahóp. Og hann stækkar í sí- fellu. Fjölhæfni hljómsveitarinnar lcemur vel fram í samanburði á laginu „Daydream" og nýjasta laginu „Summer in the City“. Ef þú skyldir verða þess að- njótandi að sjá þá koma fram á hljómleikum, muntu fljótt gleyma, að þeir klæða sig eins og fígúérur í teiknimyndaseríu — að augnabæturnar hans John Sebastian minna á augnabæturn- ar hennar langömmu þinnar. Þú hlustar aðeins. SIGMAR & PALMI Hverfisgötu 16A, sími 21355 Eg parf ekki að líta á vigtina því ég stjórna matarlystinni með Trimmers Nýja Trimmetts Trimmers kexið hjálpar yður að grennast á nýjan hátt. Það stjómar matarlystinni. — Þér njótið máltíðanna áhyggju- laust því að þér þarfnist minna magns fæðunnar en áður. Borðið tvær til þrjár kökur af Trimmers — með mjólk eða tei — hálftíma fyrir mat, yður er óhætt að nota örlítið smjör með, matar- lystin minnkar og þér neytið nægju yðar á máltíðum án þess að hugsa til vigtarinnar. Haldið yður unglegum og látið Trimmetts Trimmers kexið gæta út- línanna . Trimmers kexið milli mála er lausnin. Fæst í Apótekum. Heildsölubirgðir: G. ÓLAFSSON H.F. Sími 24418. 47. tw. VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.