Vikan


Vikan - 24.11.1966, Qupperneq 47

Vikan - 24.11.1966, Qupperneq 47
 w, s^. CTW^ Umvefjiö húð yðar með hinu dásamlega AVON ilmkremi Yndislegt _ mjallhvítt, hverfur inn í húðina og skilur eftir Ijúfan ilm — dúlarfullan og töfrandi. Veljið úr hinum 7 heimsfrægu ilmkremum frá AVON Avon cosmETics ltd NEWYORK • LONDON ■ PARIS tvinnaði saman blótsyrðum — að vísu mjög lágt, því það var ekki við neinn að sakast. Frakkarnir vöknuðu snemma næsta morgun, allt á floti i tjald- inu, auk þess sem vatnið losaði smásteina úr fjallshlíðinni, sem stöðugt buldi á tjaldinu og bíl- unum. Þeir tóku í flýti saman dótið og lögðu af stað, héldu á- fram þangað til ekki var nokkur leið að komast lengra upp eftir árfarveginum, sem Borghese var dreginn yfir daginn áður, og náðu loks til Nankow um ellefuleytið í böndum aftan í liði dráttar- manna, en þá var Borghese far- inn fyrir drjúgri stundu. Pons beið, eins og hann lofaði. Nú var ekki um annað að ræða en treysta á dráttarorku Kínverj- anna, vélar bílanna komu að engu gagni í þessu landslagi. Það rigndi og rigndi, allt var blautt sem blotnað gat, hitt slagaði. Landslagið, sem Borghese prins hafði sagt að væri svo undur- fagurt, þegar hann kom til Pek- ing eftir að kynna sér fyrsta hluta leiðarinnar, var gersam- lega horfið, leiðangurs menn sáu ekkert nema næstu andlit, aur- inn, sandinn, grjótið, og fæturna á sjálfum sér. Um kvöldið komst Borghese út fyrir Kínamúrinn og lét fyrirberast um nóttina í gamalli yfirgefinni krá, en hinir fjórir þáðu gistiboð höfðingja, í þorpi, Kínamegin við múrinn, því þeir vissu ekki hvað fram- undan var og kusu heldur að dvelja þar sem þeir væru vel- komnir. Næsta morgun, 12. júní, héldu ferðalangarnir áfram, með svip- uðu lagi og daginn áður, lands- lagið jafnvel enn erfiðara ef nokkuð var, þröng gljúfur og einstigi, sem varla voru bílbreidd. Fjórmenningarnir — Cormier, Collignon, Pons og Godard, — áttu í töluverðum vandræðum með sína dráttarmenn, þeir kusu heldur að tylla sér og fá sér ópíumpípu, hvenær sem mögu- legt var, heldur en að halda sómasamlega áfram. Einna erf- iðast var að fara niður snarbratt- ar hlíðar, þar sem bílarnir runnu jafnt hvort sem bremsur voru á eða ekki og ekkert gat haldið þeim, nema átakið á köðlunum ofan frá. Þannig voru bilarnir gersamlega stjórnlausir og tilvilj— unin ein réði því, hvort stórgrýt- isurðin braut felgur, fjaðrir, gír- kassa eða drif — eða hvort þetta slapp allt saman óskaddað, eins og reyndar varð, fyrir einhvers- konar kraftaverk. Smámsaman breyttist lands- lagið. Undirlagið varð nú sendn- ara, þótt enn sem áður úði og grúði af stórum steinum og hnullungum. Vegur eða slóði var enginn, aðeins krumsprang af hjólförum; þetta var líkast eyði- mörk. Og til að auka enn á Þá tilfinningu kom nú sólin fram, það stytti upp og hitinn Varð óbærilegur. Dráttarmenn- irnir voru jafnvel enn lélegri í þessu sendna landslagi, svitinn streymdi af þeim og með ann- arri hendinni blökuðu þeir blæ- vængjum fyrir ásjónum sínum, þótt þeir mynduðust við að toga í kaðlana með hinni. Loks var Kínamúrinn frammi fyrir fjór- menningunum. Longoni og du Taillis, sem báðir höfðu lagt sér til hesta, riðu spenntir á undan og stefndu að steinbrúnni yfir ána framan við hliðið. Þetta var fallega gerð bogabrú — en miðj- una vantaði í bogann. Vegurinn yfir ána lá nokkru neðar, þar höfðu verið lögð viðarknippi þvert yfir ána, hvert ofan á ann- að, þar til efstu knippin stóðu upp úr. Yfir þetta hrófatildur voru bílarnir dregnir. Þarna var þorp, og þar ákváðu fjórmenn- ingarnir að láta fyrirberast um nóttina — Borghese var að vísu kominn nokkuð á undan, en það varð að hafa það. Um nóttina urðu Frakkarnir fyrir ákafri árás flóa, og um leið og vottaði fyrir fyrstu dögun, bjuggust þeir til farar á ný, slæptir og illa sofnir. Dráttar- menn þeirra höfðu dundað við ópíumpípur sínar alla nóttina, og voru sljórri og latari en nokkru sinni fyrr. En áfram var haldið, því Borghese hafði fengið gott forskot. Hann var nú kominn upp í Yean Ian fjallgarðinn og loks, eftir langa og erfiða ferð upp snarbrattar hlíðarnar, lá sléttan frammi fyrir þeim og það lifnaði yfir Borghese. Nú myndi hægt að aka bílnum. Guizzardi tók í sveifina. Vélin fór í gang. Svo ruku þeir af stað á því, sem þeim fannst æðisgenginn hraði, þótt rætinr, stórgrýti og tjarnir kæmu í veg fyrir, að þeir gætu ekið hraðar en í öðrum gír. Það sauð á bílnum, og þeir námu staðar úti fyrir kínversku þorpi til að fá vatn á hann. Þorpsbúar hrönnuðust að og skoðuðu bílinn í krók og kring og aðallega undir. — Hvar er hesturinn? spurðu þeir, því að þeir höfðu komið með vatn og skepnan hafði drukkið það. En hvar var skepnan? Guizzardi tók vélarhlífina ofan af og sýndi þeim vélina. Þeir létu sér fátt um finnast. — Hvar var skepnan? Næsta morgun lögðu þeir aftur af stað í dögun, eftir gistingu í þorpinu Shin Pao-wan. Nú var ekki lengur hægt að aka, dráttar- mennirnir urðu að taka við á ný. Frammi fyrir þeim lá Lian Ia- meao, hæsta fjallið á þessum slóðum. Þegar þeir komu þangað reyndust þeir vera í fast að því sjálfheldu milli fjallsinns og stór- fljótsins Hun Ho. Þarna var vað yfir ána. Kameldýrin voru nógu háfætt og fótviss til að komast yfir það, en ítalarnir þorðu ekki að hætta Itölunni út í. Þeir neyddust til að fara eftir þröngu einstigi, sem lá utan í fjallinu. En það var hættuleg ferð og erf- ið, ytri hjól Itölunnar stöðugt 47. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.