Vikan


Vikan - 24.11.1966, Síða 52

Vikan - 24.11.1966, Síða 52
átti að nota undir hjólin í gljúpu landi, ferðabeddana góðu, dýn- ur, sultukrukkur, jafnvel bensin- brúsa. Hinir fjórir ökumennirnir þurftu ekki að standa í þessu stímabraki, því þeir höfðu farið frá Peking eins útbúnir og þeir ætluðu að halda áfram. Samt átti Godard í nokkrum vand- ræðum, vegna greiðasemi sinn- ar við Pons. Pons reyndi í ör- væntingu að létta Contalinn að framan, þótt það væri eini stað- urinn þar sem hann gat flutt nokkuð með sér. Godard hafði þegar tekið mestan hlutann af farangri hans yfir á Spijkerinn. Nú tók hann á Spijkerinn þungu verkfærakistuna og varahlutina, sem Pons flutti með sér, allar matarbirgðir Pons, bensínið og varadekkin. Það þýddi, að Spijkerin varð að fylgjast mjög nákvæmlega með Contalnum. Auk þess voru þetta aukaþyngsli fyrir Spijkerinn. Erfiðast var að taka vara- dekkin. Þau voru ekki þung, en fyrirferðarmikil. Til þess að koma þeim fyrir varð Godard fyrst að losa sig við sinn dýrmæta kassa af Mumm kampavíni. Svo varð hann að skilja eftir hluta af sínu bensíni. Hann tók með sér eins mikið og hann gat. Hann festi 45 lítra brúsa á stigbrettið hægra megin, tróð öðrum inn í dekkin, sem þegar höfðu verið sett á hitt stigbrettið, einn brúsa setti hann í framsætið handa du Taillis að hafa milli hnjánna, og þeim fjórða tróð hann með að- stoð farþega síns í þegar yfir- fullt rúmið fyrir aftan framsæt- in. Enn var einn 45 lítra brúsi eftir. Átti hann að taka bensínið og neyða Pons til að taka eitt- hvað af föggum sínum aftur yf- ir á Contalinn? Godard hugsaði sig um. Svo setti hann upp sinn allra mesta kæruleysissvip, stóð á fætur og sparkaði í brúsann, sem hann hafði tyllt á stuðara- hornið. Brúsinn opnaðist og 45 lítrar af bensíni, ef til vill 120 mílur af eyðimörkinni, láku nið- ur í þurrt grasið. Du Tailis hristi Jröfuðið. — Nú hljópstu á þig. — Þú hefðir ekki átt að eyða birgðun- um. Hver veit, hvað bíður? Godard svaraði fáu, en benti du Tailis á farangur Pons, sem dreift var um allan Spijkerinn og síðan á andlit ökumannsins á Contalnum. Það var hörmung að sjá hann. Hann og Foucault höfðu ýtt farartækinu á undan sér margar mílur þennan dag, án allrar aðstoðar. Andlit unga mannsins var grátt og tekið. Kinnarnar voru innfallnar, aug- un þrútin og þreytuleg. Du Taillis hafði ekki brjóst í sér til að ásaka Godard frekar. Godard yppti öxlum, brosti, tók upp tík- ina sína. Svo sagði hann, léttur í máli: — Ef við náum til Udde munu vinir okkar ekki neita okkur um nokkra lítra af bensíni. Udde var loftskeytastöð og næsti staður þar sem Godard gæti mögulega fengið bensín, um 370 mílur í burtu. Samkvæmt áætlun átti hópurinn að ná þangað á tveimur og hálfum degi. Svo lagði lestin af stað. Klukk- an var þrjú, eftir hádegi. Lands- lagið var óþægilegt fyrir bílana fyrst í stað, þeir hoppuðu og skoppuðu og Ettore Guizzardi, sem sat á gólfinu á Itölunni, við fætur Barzinis, var ljóst að bíll- inn var allt of þunghlaðinn. Við hvert högg lögðust afturgorm- arnir saman, og grindin skall á hásingunni. — Bíllinn er að brotna! hrópaði hann. Spurn- ingin var aðeins, hvort færi fyrst, gormarnir eða hásingin. Það var óhugsandi að gera við hásing- una og varagormarnir höfðu orðið eftir í Kalgan. — Við verðum að létta bílinn, sagði Borghese prins, stuttara- lega, þar sem hann sat við stýr- ið, fölur, en ákveðinn, og Guizz- ardi sagði biðjandi: — Núna strax! — f kvöld, sagði prinsinn, og hélt ákveðinn áfram. Smám saman varð landið sléttara, og bílarnir gátu hert ferðina. f gleði sinni kepptu þeir Borghese og Godard um það, hvor gæti farið hraðar. Við og við námu þeir staðar og biðu eftir Dion bílunum, og að minnsta kosti að heyra skellina í tvígeng- isvél Contalsins. Þannig héldu þeir áfram 40 mílur, bjuggust síðan um til næturinnar. Þegar Contalinn loksins kom, voru Pons og Fouc- ault dauðuppgefnir, því það var eiginlega sama hvernig lands- lagið var, Contalinn ýmist spól- aði eða stóð upp á endann. Næsta dag voru þeir tveir sendir á undan. Það kann að virðast harðneskjulegt að senda þessa tvo menn, sem voru langsam- lega þreyttastir af öllum leið- angurmönnum, af stað á undan hinum, en þeir höfðu tafið hina svo mikið, daginn áður, að ekki virtist nema sanngjarnt að þeir fengju svolítið forskot núna, auk þess sem auðveldara yrði fyrir hina að rétta þeim hjálpar- hönd, ef þeir ækju fram á þá, heldur en ef þeir yrðu að snúa við til þess. Klukkustund síðar lögðu Spijkerinn og de Dionarnir af stað. Italan var ein eftir, ekki vegna þess að prins Borghese iðaði ekki í skinninu, heldur vegna þess að þeir áttu í vand- ræðum með að ganga frá öllum farangrinum, þrátt fyrir að þeir skildu eftir í náttstað allt sem þeir gátu við sig losað, svo sem ajiwa SEGULBÖND OG VIÐTÆKI VINSÆLUST OG ÓDÝRUST — VIÐGERÐA- OG VARAHLUTAÞJÖNUSTA REYKJAVIK: Keflavík: Akranes: Borgarnes: Stykkishólmur: Þingeyri: Flateyri: Isafjörður: Skagaströnd: Blönduós: Skagafjörður: Siglufjörður: Akureyri: Húsavík: Þórshöfn: Seyðisfjörður: Neskaupsstaður: Reyðarfjörður: Egilsstaðir: Selfoss: Hveragerði: Vestm.eyjar: ÚTSÖLUSTAÐIR: VERZLUNIN RATSJÁ, LAUGAVEGI 47, REYKJAVlK. ÚTVARPSVIRKI LAUGARNESS, HRlSATEIGI 47, VIÐGERÐARÞJÓNUSTA. Kyndill h.f. Verzl. Haraldar Böðvarssonar. Kaupfélag Borgfirðinga. Stellubúð. Kaupfélag Dýrfirðinga. Allabúð. Bókabúð Jónasar Tómassonar. Verzl. Radio s.f. viðgerðarþjónusta. Verzl. Andrésar Guðjónssonar. Kaupfélag Húnvetninga. Verzl. Varmilækur. Föndurbúðin. Rariov.stofan, Helgamagrast. 10. - Viðg.þj. Grimur Sigurðsson útvarpsvirki, Skipagötu 18. — Viðgerðarþj. Bókabúð Þórarins Stefánssonar. Kaupfélag Langnesinga. Verzl. Dvergasteinn. Verzl. Baldurs Böðvarss. Viðgerðarþjónusta. Kaupfélag Héraðsbúa. Verzl. Gunnars Gunnarssonar. Radio & Sjónvarpsstofan. Viðgerðarþjónusta. Verzl. Reykjafoss. Sigurbergur Hávarðsson, útvarpsvirki. — Viðgerðarþj. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: YGGDRASILL H. F. Umboðs og heildverzlun Suðurlandsbraut 6, Sími 3 05 40 52 VIKAN 47-tbL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.