Vikan - 24.11.1966, Page 53
BARNASKIR
MEl
INNLEGGI
Vel með farnir barnsfætur er fjársjóður
til fullorðinsára
SKÚHÚSID
Hverfisgata 82 sími 11-7-88
Bankastræti sími 22-1-35
stengurnar, sem áttu að halda
uppi blæjunum, mikið af verk-
færum og fimm daga matar-
skammt. Klukkan var næstum
fimm um morguninn, þegar
Italan loks komst af stað.
Bílaprófun Vikunnar
Framhald af bls. 9
þetta verið rétt. Allt frá því að
bíllinn er tekinn af stað ( fyrsta
gír, malar vélin eins og skapgóð-
ur köttur og hljóðið, sérstaklega (
lággírunum er óvenju fallegt. Enda
þótt vélin hafi 110 hestafla orku,
er enganveginn hægt að fá út úr
bílnum sömu viðbrögð eða sprett-
hörku og sambærilegum vélum
amerískum en þó er vitaskuld. ekki
hægt að segja að Toyota vinni illa.
hað er allt svo venjulegt ( þessum
bfl, að maður venst honum og
sættir sig fullkomlega við hann á
5 mínútum. Hann þarf að snúast
nokkuð vel í gírunum en það gerir
ekkert til, því hljóðið í vélinni er
svo fallegt. Hann er býsna stöðug-
ur ( beygjum, slær þar út alla
ameríska bíla, sem ég hef prófað
hingað til og heldur auðveldlega
fremur kröppum hring á 60 k(ló-
metra hraða.
Og þá er ég kominn að því, sem
helzt er hægt að setja út á Toyota
Crown: Stýrið er gott á sléttu mal-
biki en um leið og komið er á hol-
óttan malarveg, byrjar það að titra
og skjálfa og maður hefur hverja
holu í höndunum ef svo mætti
segja. Þarna vantar augljóslega
stýrisdempara og mér datt í hug
( fyrstu að þetta kynni að vera af
þv( að of hart væri í dekkjum, þv(
mér fannst ekki einleikið hvað bíll-
inn hoppaði á ójöfnum. En þrýst-
ingurinn ( dekkjunum reyndist við
mælingu vera sá hinn sami, sem
verksmiðjan mælir með. Það væri
kannski of djúpt í árinni tekið að
segja fjöðrunina slæma, en góð er
hún engan veginn. Toyota Crown
fjaðrar á gormum á öllum hjólum
og fjöðrunin er mjúk, en einhverra
hluta vegna hoppar hann um of
og tekst jafnvel á loft, þegar ekið er
á 60—70 kdómetra hraða yfir óveru-
lega hryggi. Á sléttu malbiki ber
vitaskuld ekkert á þessu, þar er
hann hljóður og þýður og eins og
bezt verður á kosið. En þv( miður
virðist það vera svo, að jafnvel
fleiri og fleiri bflar standa sig ekki
þegar á holótta malarvegi kemur
og er bersýnilega aldrei ætlazt til af
höfundum þeirra, að þeir komi
nokkru sinni á þesskonar vegi.
Af öllu samanlögðu er Toyota
Crown eigulegur bdl; ideal fjöl-
skyldubfll hvað stærðina áhrærir.
viðfelldinn í útliti og framúrskar-
andi að frágangi, ekki nógu góður
á ósléttu en ódýrari en flestir sam-
bærilegir bílar.
10 réð
Framhald á bls. 54.
með mikilli varúð, mjótt strik alveg
fast við augnahárin og aðeins mjög
dökkhærðar konur geta notað alveg
svart strik.
8. Brúnn augnaháralitur í dagsljósi
er heppilegur, en á kvöldin getur
dökkblár verið fallegur, jafnvel þótt
konan hafi ekki blá augu.
9. Á kvöldin getur konan notað
fölsk augnhár, séu þau klippt hæfilega.
Æfið ykkur fyrst í einrúmi við að
setja þau á.
10. Of lítill litur er betri en of mik-
ill í dagsljósi.
Flóttinn til óttans
Framhald af bls. 19
eini staðurinn, sem hægt er að
geyma slíkt í.
— Drottinn minn, það mætti
halda að Alan væri alvarlega
særður. En mér sýnist þetta að-
eins rispa, sagði Charles.
— Já, maður sér aldrei það,
sem maður kærir sig ekki um.
Þessi sjóskepna hefði getað drep-
ið Alan, sagði Madeline.
— Já, en hún gerði það ekki.
Vertu róleg, Madeline. Ég kemst
yfir þetta. Alan brosti til henn-
ar og hún brosti til baka, undir-
gefnu brosi.
Fay tók Alan með sér inn í
einn búningsklefanna, hreinsaði
sár hans og lagði á það eins góð-
ar umbúðir og hægt var undir
þessum kringumstæðum. Þetta
var fremur djúpt sár — í raun-
inni merkilegt sár, þegar það var
haft í huga að það var eftir
fiskstennur. Hún sagði það við
hann, og hann brosti þreytulega
til hennar.
— Hugsaðu þig um, vina mín.
Það er enginn fiskur, ekki einu
sinni mannætuhákarl, sem synd-
ir um með hníf. Ég er stálhepp-
inn að vera ennþá á lífi.
NÝI ÓVINURINN.
Andrúmsloftið var ekki gott
við kvöldverðinn. Alan lagði ekki
orð í belg og Fay vissi, að sárið
olli honum meri þjáningum en
hann vildi viðurkenna. Þau sátu
í hring á teppum í sandinum.
Madeline sat við hliðina á Alan.
Fay tók eftir því, að hún þrýsti
sér hvað eftir annað upp að
honum. Samtímis því, sem henni
féll vel við Madelina, hataði
hún hana. En hún vorkenndi
henni einnig. Hún vissi að það
var hræðilegt að vera ástfanginn
af manni eins og Alan. Eitt and-
artak sagði hann falleg orð, sem
gaman var að hlusta á, svo
manni fannst maður vera í sjö-
unda himni, en á næsta andar-
taki gat hann verið svo rudda-
47. tbi. viKAN 53