Vikan


Vikan - 24.11.1966, Qupperneq 54

Vikan - 24.11.1966, Qupperneq 54
VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjóri: Gudridur Gisladóttir. Það hefur verið haft í flimtingum, að konan væri oft furðu mörg ár tuttugu og níu ára - hún þori sem sagt ekki að stíga yfir þrítugsþröskuldinn. Með vaxandi sjálfs- trausti konunnar er þetta að breytast, og tízkuhúsin eru farin að framleiða fatnað, sem þau kalla „Look 31“. Þau föt eru gerð fyrir konuna á bezta aldri, má segja, þeim aldri, þegar hún hefur einna mikilvægustu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu. Hún er mitt i önn dagsins á þeim aldri og allt nám hennar og uppeldi hefur miðað að því, að gera hana færa um að mæta því, sem lífið fær- ir henni fullþroskaðri. Oft er hún eiginkona og móðir og stýrir því mikilvæga fyrirtæki, sem kallast heimili. En nú á tímqm er starf hennar og áliugamál ekki ein- göngu bundið heimilinu; á öllum sviðum ryður konan sér braut og framlag hennar til margs konar mála fer sívaxandi. Það er því fáránlegt, að ætla sér að halda dauðahaldi í æskuna, þar sem vitanlegt er, að konan hefði ekki get- að náð verulegum áfanga í starfi og þroska á skemmri tíma en þrjátíu árum. Hún á því að vera stolt af þessum árum og hegða sér í öllu í samræmi við það. Með réttri snyrtingu getur hún verið flestum yngri konum fallegri, og með réttu fatavali getur hún undirstrikað þroska sinn og persónuleika. Þdtt þessu hafi verið val- ið heitið „Look 31“, er ekki átt við það aldurskeið ein- göngu, hcldur hitt, að konan viðúrkenni fyrir sjálfri sér að hún sé ekki lengur kornung, en samt ung, ef hún vill það. Myndirnar sýna unglegan og fallegan fatn- að, án þeirra öfga ,sem yngstu stúlkurnar hafa gaman af. 5 J E «2 :Ö 3 1° -Q £ ÍO ÍO d) cn <u c ° E o c u, 5 .£ vj — »- *o SL o c 'S- ö >- §1 C 2, E o ■§» o — CD T5 O C i S c ____o ! 01 ^ o ^5 12 C K> o q i/) —1 c -2 E ö> D lO Ráð fyrir konur yfir þrítugt Gleymið ekki að jafna litaða kreminu, sem þið notið undir púð- ur, vel niður á hálsinn. Kremið má vera dekkra en húðarliturinn, en púðrið má ekki vera of dökkt og þunglamalegt. 2. Setjið kinnalitinn ofarlega á kinnbeinin út að hársrótinni. Það lyftir andlitsdráttunum. Auðveld- ast er að nota kinnalit í púður- formi. 3. Vcljið sterka ljósa liti á kinnalit og varalit og forðizt dökk- rautt og vínrautt. 4. Augnskuggi yngir sé hann glansandi, cn mattur augnskuggi gcrir hrukkur meira áberandi. Undir augabrúninni er gott að nota mattan ljósan púðurskugga. það færir brúnina upp og stækk- ar augað. 5. Varalitsblýantur dregur sterkari útlínur og kemur i veg fyrir að liturinn renni út í smá- hrukkur, séu þær við munninn. Hægt er að fara utar með blýant- inn en stifti og gera þannig var- irnar fyllri. 6. Grátt og brúnt er fallcgra á augabrúnirnar en svart, því að of mikið málaðar og svartar brúnir láta konuna sýnast eldri. 7. Það þarf að draga augnstrikið Framhald á bls. 53. Silfurglitrandi efni eru mikið í tízku þessi kjóll er pall- íettu- og perlu- saumaður með fallegu munstri. ■Glitrandi efni yngja og fegra að kvöldlagi, en í dagsbirtu eru þau ekki viðeigandi. Sigildur klæðnaður fyrir konur á öllum aldri. Svört dragt með fallegu sniði, en hvíti, mjúki skinnkraginn fcgrar liúð, sem ekki ber lengur ferskleika æskunnar.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.