Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 2

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 2
BARA HREYFA EINN HNAPP og i-i/%14/%FULLMATIC SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞV/ER, SÝÐUR, SKOLAR OG VINDUR ÞVOTTINN. B-|/%I4/%FULLMATIC ÞVOTTAVÉLIN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. - HAKA GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. SJALFSTÆÐ ÞVOTTAKERFI 1. Suðuþvottur 100° 2. Heitþvottur 0 o 0* 3. Bleijuþvottur 100° 4. Mislitur þvottur 60° 5. Viðkvaemur þvottur 0» O o 6. ViSkvæmur þvottur 40° 7. Stlfþvottur/Þeytlvinda 8. Ullarþvottur 9. Forþvottur 10. Non-lron 90' 11. Nylon Non-lron 60' 12. Gluggatjöld 40' HAKAkFUUJIIATIC aSEINS |-|/%K/%FUI1MATIC er SVONA auðveld í notkun. snúið einum snerli OG HAKA SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. - SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. - SJÁLFVIRKAR SKOLANIR. - TÆM- ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTTINN SVO VÉL- IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL. r í FULLRI ALVÖRU Átta áp að flytja Ugglaust eiga fleiri en undir- ritaður minningar úr bernsku sinni, er þeir voru leiddir í spari- fötum á sunnudegi niður á gamla náttúrugripasafnið við Hverfis- götu og fengu þar að skoða lit- ríka fugla og margs konar kynja- dýr. Börn, sem orðin eru átta ára og eru alin upp í Reykjavík, hafa aldrei átt þess kost að skoða náttúrugripasafn í fæðingarbæ sínum og sjálfri höfuðborg lands- ins. Ástæðan er sú ,að Náttúru- gripasafn íslands hefur verið hvorki rneira né minna en átta ár að flytja í nýtt húsnæði, — og lokað allan þann tíma! Fyrir skemmstu birtist viðtal í dagblaði við einn af starfs- mönnum safnsins. Hann lét þess getið, að loksins væri sú stund vonandi ekki langt undan, að safnið yrði opnað almenningi. Þó fyrr hefði verið, hafa lesendur líklega sagt, þegar þeir fengu þessi gleðilegu stórtíðindi. En þegar betur var lesið kom í ljós, að hið nýja húsnæði safnsins er engan veginn fullnægjandi, og þarna verður að öllum líkindum um að ræða minnstu sýningar- sali náttúrugripasafns í víðri veröld. Erlendir ferðamenn streyma til landsins í æ ríkara mæli á hverju sumri. Þótt þeir ferðist um landið til þess að njóta hinnar margrómuðu náttúrufegurðar, fer vart hjá því, að þeir skoði einna lengst og bezt sjálfa höfuð- borgina. Telja má víst, að flest- um þeirra sé ljóst, að fiskveiðar eru aðalatvinnuvegur lands- manna og Reykjavík stærsta verstöð landsins. Skyldi þeim ekki finnast einkennilegt, að hvergi skuli fyrirfinnast fiska- safn í höfuðborg þjóðar, þar sem flestir hlutir eru til orðnir fyrir fisk og aftur fisk? Það er ef til vill ofurlítil bót í máli, að hægt er að segja þeim, að í Vestmanna- eyjum sé myndarlegt fiskasafn og þeir geti farið þangað. Sjáv- ardýrasafnið í Vestmannaeyjum er Eyjabúum til mikils sóma, og þeir eiga sannarlega þakkir skil- ið fyrir framtak sitt. Væntanlega verður það stór- virki unnið í Reykjavík á næst- unni að opna Náttúrugripasafn íslands eftir átta ára lokun. Á slíkum hátíðarstundum, þegar merkum áfanga er fagnað, þykir lilheyra að gefa góð fyrirheit. Það væri kannski ekki úr vegi að nota þá tækifærið og strengja þess heit að hefjast þegar handa um stofnun sérstaks sjávardýra- safns í Reykjavík. G. Gr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.