Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 38

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 38
IKOMATiC A með innbyggðum Ijósmæli og sjálfvirkri Ijós- opsstiilingu. Rauður punktur myndast í glugganum, yður til aðvörunar, þegar birta er ekki næg til myndatöku. ZEISS IKON er trygging fyrir vönduð- um myndavélum. Árs ábyrgð. Ábyrgðarskýrteini fylgir hverri vél. EINKAUMBOÐ OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA: Grandagarði, símar 16485, 15579, pósthólf 1006. ZEISS IKIN Myndavél er kærkomin fermingargjöf. Vandlátir gefa myndavélar frá Zeiss Ikon. IKOMATIC F með 2ja hraða lokara (1/30, 1/90) er skiptir sér sjólfur þeg- ar flash er notað. voru óvenjulega hljóð, venjulega höfðu þau svo margt að segja hvort öðru. En þetta kvöld horfði Jimmy á hana, án þess að segja nokkuð að ráði, eða þá að hann starði dreymandi út á ána. Svo sagði hann allt í einu: Segðu mér hvað þú ert að hugsa um. — Morgunverð, svaraði Jill um hæl. — Ég var að hugsa um morgunverðinn heima. Þetta er kannski kjánalegt, en það var nú samt það sem ég var að hugsa um. og mig langar svo oft í góð- an morgunverð. Ég var vön að hafa til morgunverð handa átta manns heima. Og það var ekkert smáræði, við borðuðum alltaf egg, flesk, litlar pylsur, steikt brauð og tómata — þú skilur, reglulega gamalsdags morgun- verð . . . — Þú ættir að geta veitt þér það hér. Þú segist geta búið til mat sjálf, það er engin ástæða fyrir þig að svelta, þótt þú sért í London. — Ég má ekki elda mat á her- berginu mínu. Það er líklega vegna þess að það er svo lítið, að húsráðandi er hræddur um að ég kveiki í rúmfötunum. En það er lítil gasvél á ganginum, þar get ég hitað vatn í te . .. Jimmy greip um hönd hennar. — Ég vissi að það var heimþrá sem hrjáði þig. Ég hélt að það hefði verið vatnið í ánni, sem kom þér til að hugsa um Ports- mouth. Og svo er það bara morg- unverðurinn sem þú ert að hugsa um. Hann er nú indæll, hugsaði Jill, og fékk sting í hjartað. Það var leiðinlegt að málum var svona háttað. Auðvitað var þetta slúður um hann á skrifstofunni yfirdrifið. En samt var eitthvað sem fékk hana til að vera á verði. Henni datt í hug hvernig hann hafði deplað til þennar augunum í neðanjarðarlestinni, og svo boðið henni út fyrsta daginn á skrif- stofunni, — hvernig hann sýndi henni opinbera aðdáun og hve óvenjulega aðlaðandi hann var. En þetta vgr í fyrsta sinn sem hann hafði tekið svona í hönd hennar, svo að næsta skrefið yrði trúlega koss í bílnum á heimleið- inni, eða að hann byði henni heim í íbúðina sína. Þetta hlaut að koma. Og eins og í framhaldi af hugs- unum hennar þurfti Jimmy endi- lega að segja: — Jill viltu ekki borða heima hjá mér í næstu viku. h[ú fékk hugmyndaflugið yfir- höndina hjá Jill. Hún sá fyrir sér stofuna hans. Dauf ljós, legu- bekkinn, lágværa hljómlist og sterka drykki. sem Jimmy hellti í glasið hennar æ ofan í æ. Heim til þín? Hefur þú einkaíbúð? — Nei, það hefi ég ekki. Stað- reyndin er sú að ég. bý heima hjá foreldrum mínum. Þú hefur líklega ekki búizt við þvi? Ég get ekki séð neitt eftirsóknarvert við það að búa einn, þegar for- eldrar minir eiga ljómandi fall- egt heimili í Hammersmith. Mér þykir gott að búa hjá þeim, og mér þykir líka gott að fá góðan morgunverð, áður en ég fer til vinnu. En þetta hefur ekkert með okkar málefni að gera. Viltu koma heim með mér í næstu viku og kynnast foreldrum mínum? — Já, það vil ég mjög gjarnan, sagði Jill, og henni leið strax betur. — Þú getur reitt þig á að mig langar til þess. - Gott, þá er það útrætt mál. Og svo geturðu líka huggað þig við það að það er aðeins vika til jóla, og þá geturðu farið heim til þín. Aðeins ein vika til jóla. Hún hafði verið svo upptekin af öllu þessu nýja, sem hún upplifði og af Jimmy. að hún hafði ekki fundið hve tíminn leið fljótt. Daginn eftir lauk hún við inn- kaupin. Hún var glöð o'g létt í lund, vegna þess að kvöldið áður hafði verið dálítið frábrugðið, Jimmy hafði verið svo alvarlegur og ekki gert neina tilraun til að stríða henni. Og það að hann bauð henni heim til föreldra sinna gerði hana miklu öruggari. En daginn þar á eftir kom Jimmy til hennar og sagði að mamma hans væri veik, svo að þau yrðu að fresta heimsókninni fram yfir jól. Nú var ekki talað um annað á skrifstofunni en jólaveizluna sem alltaf var haldin á Þorláksmessu. Nú þurftu allir að segja henni frá allskonar ævintýrum sem höfðu skeð í sambandi við þessa veizlu, undanfarin ár. — Pass- aðu þig á Jimmy Russel, þegar þú ert nálægt mistilteininum, sagði Mary Myers. — Þá er engin örugg fyrir honum. Hún keypti nýjan kjól, til að vera svolítið hugrakkari, því að hún kveið fyrir þessum hátíða- höldum. Hún hafði ekki kynnzt vinnufélögunum neitt að ráði, og þetta var allt svo nýtt og fram- andi. 1 Hún hefði helzt kosið að fara ekki til veizlunnar. en það var ekki hægt, vegna þess að hátíða- höldin byrjuðu í vinnutímanum, og það hefði verið kjánalegt að stinga af. En úr því að hún neyddist til að vera þarna, var hún ákveðin í því að skemmta sér vel. í fyrstu talaði hún við fólk sem hún kannaðist ekkert við, og saup við og við úr sherrýglasi. Hún sá Jimmy í mannfjöldanum, en það tók hann langa stund að komast til hennar. Þegar hann að lokum kom til hennar, sagði hann: — Eigum við ekki að reyna 38 VIKAN 12- tbL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.