Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 39
FRIÐAUTURNINN, OTTAWA, KANADA.
Á kortinu spannar land okkar yfir efri helming Norður-Ameríku — nærri
Þfjórar milljónir fermílna — land, sem náttúran hefur sýnt einstakt örlæti.
A KT TVT T/"Sem þjóð áætlum við að halda aldar afmæli okkar hátíð-
legt með því að bjóða heiminum þátttöku í 100 ára af
rr ER mælisfagnaðinum. í upphafi komu forfeður okkar hingað í leit að
\jC A TVT A T"\ A auði og nýjum lífsviðhorfum. Fyrst Frakkar, síðan Bretar.
Jrl 1 \ JL/ X*. Hvorir fyrir sig tóku þeir að kanna og kortleggja þetta
víðáttumikla og óþekkta land. Síðan sameinuðu þeir orku sína við
samningaborðið. Það var fyrir 100 árum — 1. júlí 1867. Nú ráðum við landinu
saman undir merki hlynlaufsins, tákni hins mikla skógar, sem við höfum í samein-
ingu lagt að velli. Ollum, sem koma, er jafn vel fagnað, — og
milljónir hafa komið, frá flestum hlutum heims, af margvíslegum kynþáttum.
Þeir hafa fært okkur hendur og heila, snilligáfu og hug-
myndir. Þeir hafa hjálpað okkur að uppfylla landflæmið —
auðugt af hvers konar tegundum loftslags og næstum öllum
hugsanlegum auðlindum. Samgöngur eru nú með járnbrautum, ak-
vegum, loftleiðum og skipaskurðum . . . og fjarskipti fara fram gegnum
útvarp, sjónvarp og slma. Við erum líka innbyrðis tengd af þeirri
vitneskju, — sem menn og konur af mörgum kynþáttum hafa kennt
okkur — að samræmi þarf ekki að vera sama og einhæfing. Nú leljum við
tuttugu milljónir, Kanadamenn, helmingurinn innan við tuttugu og fimm
ára. Við erum vinir og næstu nágrannar Bandaríkja Norður-
Ameríku. Rætur okkar standa yfir höf heim til gömlu föðurlandanna
en Kanada á okkar órofa tryggð. Við erum hluti af brezka samveldinu,
:igum einnig sæti meðal Sameinuðu þjóðanna og tökum þátt í ábyrgð þeirra og björt-
um vonum. Auðugt land — fjögur þúsund mílur á breidd — og við trúum á blessun
þess að deila því, sem okkur er gefið, með meðbræðum okkar — mann-
kyninu. Við erum þakklát fortíðinni, stælt af framförum nútíðarinnar, örvuð af
ikorun komandi ára. Kanada varð þriðja þjóðin, sem kom gervitungli á loft. Sannar-
lega höfum við mörgu að fagna árið 1967. Afmælisárið verður mikilfeng-
leg hátíð. Hvergi munu Ijósin skína svo bjart né svo
margt fólk safnast söman sem í Montreal, þar sem skógur bygginga og
glæsilegra mannvirkja rís í nýskapaðri borg upp af eyjum og lónum. Þar vonumst
við til að geta, með hjálp 70 þjóða, gert HEIMSSÝNINvSUNA 1967 —
EXPO 67 — að stærstu og stórfenglegustu heimssýningu, sem
haldin hefur verið, að sannri spegilmynd þess, sem maðurinn hefur
áorkað. Um gervalt landið erum við að undirbúa viðburði, ævintýri, staði —
allt, sem glatt getur augu og eyru. Það verður
margt að gerast í Kanada . . . fyrir okkur, fyrir ykkur.
Við vonum, að þið komið og takið þátt í því með okkur.
Aldarafmælisnefndin, Ottawa, Kanada.
1*1
J