Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 41

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 41
að komast óséð í burtu héðan, JiU? Skemmtir þú þér ekki vel? Mér er sagt að þú hafir alltaf verið hrókur alls fagnaðar við þessi tækifæri. — Venjulega hefur mér fund- izt þetta svo æðislega leiðinleg samkvæmi, að ég hefi freistazt til að reyna að koma lífi í tusk- urnar, en það hefur alltaf verið leikaraskapur, og í kvöld hefi ég alvarlegri hluti að hugsa um. Heldurðu að þú getir náð í káp- una þína svo lítið beri á. svo hitti ég þig frammi eftir fimm mínútur? Þegar þau að lokum voru búin að komast óséð inn í lyftuna og loka henni á eftir sér, önduðu bæði léttar. Jimmy tók hana í faðm sér. — Þú ert ekki hrædd við lyftuna lengur? sagði hann. — Og ekki hrædd við mig held- ur? Kannski mér sé óhætt að hætta á það að kyssa þig? Og hann kysti hana blíðlega. Áhrifin voru ótrúleg. Það var sem öll tortryggni hyrfi við faðmlag hans. Hana langaði ekki til neins annars en að fá að vera í faðmi hans alla ævi. Hún gaf honum sál sína með þessum kossi. Hún elskaði hann, það var ekkert vafamál lengur. Þegar Jimmy leit í augu hennar, sá hún sínar eigin tilfinningar endur- speglast í augum hans. — Æptu bara, ef þú ert ekki ánægð, sagði hann og gat ekki látið það vera að stríða henni svolítið, en röddin var svo óend- anlega hlý, augun full af blíðu og varir hans heitar við munn hennar. AUt í einu stanzaði lyftan og þau heyrðu að hún opnaðist, en ekki út í anddyrið, heldur uppi á fimmtu hæð, og helmingurinn af starfsfólkinu stóð í ganginum og beið eftir henni. Jill fann að Jimmy varð stjarf- ur. Hann hélt ennþá utan um hana. en reigði höfuðið aftur á bak. Á þessu ógnþrunga augna- bliki horfðu öll augun á þau, og Jill fannst þau horfa á eitthvað yfir höfðum þeirra. Hún leit upp á Jimmy og kom auga á rauð- berið á mistiltininum. Ónotaleg þögnin varð að hlát- urrokum. — Ja, það er óhætt að veðja á Jimmy, sú nýja alltaf laglegri en sú fyrri. — Fínt hjá þér, gamli, staður og stund eins og venjulega. - Nýtt herfang, Jimmy? Get- urðu stjórnað öllu þessu kven- fólki, eða er kominn ruglingur í bókhaldið hjá þér? Jill fannst öll þessi andlit renna saman í eitt og verða að ógurlegri hlátrasprengju. Hún losaði sig úr örmum Jimmys og hljóp út að stigaganginum. Hún gat ekki hugsað skýrt, það eina sem komst að í huga hennar var að komast í burtu, og hún fann sára kvöl nísta hjarta sitt. — Þú ert asni, sagði hún við sjálfa sig. meðan hún ýmist hljóp eða gekk heim til sín. •—- Hvernig gaztu verið svona heimsk? Það var þó búið að vara þig við, þú vissir hverju þú mátt- ir búazt við, en samt rótarðu þér inn í það að verða ástfangin af honum; eftir þennan atburð var enginn í vafa lengur. Hélztu kannski að þú gætir ráðið við hann? Jimmy Russel hefur auð- vitað smástúlkur eins og þig í heilum tyfftum. En þú getur þakkað sjálfri þér fyrir þetta, þér sjálfri sem lagðir alla sál þína í koss undir mistilteininum; eftir þetta ómerkilega bragð með lyftuna, — og svo gaztu ekki einu sinni látizt hlæja með hinu fólkinu, það hefði bjargað málun- um svolítið við. Hún hélt sér upp á reiðinni gagnvart sjálfri sér, meðan hún borgaði húsaleiguna og lét niður í töskurnar sínar. En þegar hún heyrði gleðilæti fólksins á leið- inn yfir Trafalgar torg, gat hún ekki lengur varizt tárum. Það var langt til Portsmouth og lestin var troðfull. Hún var ekk isérstaklega borubrött þegar hún tróð sér í gegnum þvöguna á stöðinni í Portsmouth. Hún tók eftir ungum manni sem skagaði hátt yfir mannhafið. Hún fékk sting í hjartað, hann minnti hana á Jimmy ... —• Má ég spyrja þig hvað ég eigi að gera til að sanna þér að mér sé alvara. Jill var ekki viss um hvort þetta var draumur eða vaka. Jimmy hafði rokið upp í fyrstu lest til Portsmouth, og þegar hann fann hana ekki í lestinni, tók hann þann kostinn að bíða eftir henni á stöðinni. .. — Hversvegna verður allt að vera svona flókið? Ég elska þig. Ég hefi aldrei fyrr hitt nokkra stúlku áður sem ég dáðist svo að. Ég hafði ekki hugmynd um að það væri mistilteinn í lyftunni, og ég get ekki gefið þér nokkra skýringu á því hversvegna lyftan fór upp aftur. — Við skulum ekki tala meira um það. Við skulum gleyma því. sagði Jill. - Ertu ennþá reið við mig? — Ég er svo rugluð að ég veit ekki nákvæmlega hvað mér finnst, þú verður að gefa mér tíma til að hugsa. Ég varð svo hrædd.... Rödd hennar dó út. Hvernig átti hún að fá hann til að skilja þetta? — Hrædd? Jimmy varð eins og spurningamerki í framan. — Hrædd við mig? Og ég sem fór svo varlega, ég þorði ekki einu sinni að kyssa þig. - Ég veit það. En það var allt þetta slúður á skrifstofunni, um allar stúlkurnar sem þú þekktir, með NIVE A - Ultra-Cremi eruð þér alltaf við öllu búin! NIVEA-Ultra-Crem verndar hörundið — einmitt á veturna. Allt hörund. Alla daga. Auk þess er NIVEA nœrandi fyrir hörundið. NIVEA-Ultra-Crem veitir hörundinu það, sem það þarfnast til að haldast stöðugt hreint, ferskt og heilbrigt, NIVEA-Ultra- Crem býr yður sannarlega undir „vetrarhörkurnar". 12. tbi. VIKAN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.