Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 22

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 22
ÞÝZKA LÝÐRÆÐI HÆTTULEGRI EN NÝN ASISTARNIR? Þegar orðið Þjóðverji er nefnt, hættir mörgum til að setja sér fyrir sjónir fyrir- ferðarmikinn mann, þungbyggðan og hold- ugan, hávaðasama hjarðveru með tarfs- svíra og bjórþrútið andlit og gersamlega óþolandi fyrir alla nema þá, sem eru svo til nákvæmlega eins og hann sjálfur: sækj- ast sér um líkir, saman níðingar skríða. Þannig er sá dæmigerði Þjóðverji í augum allmargra, grófur, Ijótur og frekur tuddi, nokkurskonar nashyrningur í mannheimi. Guði sé lof fyrir að það er óralangt frá því að allir Þjóðverjar séu þannig, er engin hugmynd er með öllu ástæðulaus, og þá ekki heldur þessi fremur handahófskennda mann- lýsing. Á það hafa heimsbúar verið ónota- lega minntir nýlega, er einstaklingur, sem hún svarar til að verulegu leyti, var gerð- ur að fjármálaráðherra sambandslýðveldis- ins Vestur-Þýzkalands og er nú, að yfirsýn margra viturra manna, voldugasti maður þess ríkis. Maðurinn er Franz Josef Strauss, leiðtogi bæjersku deildarinnar í Kristilega lýðræðis- flokknum. Sumir hafa prðið hissa á frama þessa manns, því flestum þykir hann með ein- dæmum óviðkunnanleg persóna, þar á með- al Þjóðverjum sjálfum — að Bæjurum und- anskildum. Þótt þessi bolalegi, skögultennti stutthöfði sé heldur vinafár víðast hvar í föðurlandi sínu, þá standa Bæjararnir hans þeim mun fastar saman um hann. Enda segir Kudolf Augstein, ritstjóri þessa gagnmerka vikublaðs Der Spiegel og svarinn andstæð- ingur Strauss: Nú er það Bæjaraland, sem stjórnar í Bonn. Sjálfir eru hinir bjórglöðu garpar fjár- málaráðherrans alveg ófeimnir við þetta stórfenglega hlutverk, sem þeim hefur allt í einu borist upp í hendurnar. — Aðeins tveir aðilar geta bjargað Vestur-Þýzkalandi — Guð og Bæjarar, gat nýlega að lesa í Neue Bildpost, rammkaþólsku áróðursblaði, sem útbýtt er ókeypis í flestum kirkjum Suður-Þýzkalands. En ekki eru alveg allir jafnhrifnir, og þykj- ast hafa sínar ástæður. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn á öldinni okkar, að Bæjarar hafa ætlað að bjarga Þýzkalandi, og einn- 22 VIKAN 12. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.