Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 12

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 12
Það er bjartur morgunn í London. Ung stúlka í grænni kápu gengur hröðum skref- um að neðanjarðarbrautinni. Hún lítur út eins og hundruð annara ungra stúlkna á leið til vinnu sinnar. Eini munurinn var kannski sá að þetta var í fyrsta sinn sem Jill fór til vinnu í London, fyrsti skrifstofudag- urinn. Hún stóð í yfirfullum vagninum og horfði í kringum sig, flest voru andlitin falin bak við dagblöð. Það var ekkert vafamál, London var ekki vinaleg borg. Til að róa yfirspennt- ar taugar sínar fór hún að stytta sér stundir með því að athuga auglýsingaspjöldin í vagn- inum. Allt í einu fann hún það á sér að einhver veitti henni athygli. Hún horfði, hálf vand- ræðaleg í kringum sig, og mæti þá mjög skærum, bláum augum, sem horfðu á hana, milli dagblaðs og hattbarðs. Hún horfði andartak í þessi augu og það var nóg til þess að maðurinn deplaði augunum glettnislega. Hún var ekki lengi að snúa sér að auglýsing- unum aftur. Samt komst hún í betra skap, það var þó alltaf ein sál í London, sem hafði veitt henni athygli. Þá tók hún eftir því, sér til mikillar skelf- ingar, að hún hafði gleymt að fylgjast með stoppstöðvunum. Hún reyndi að gægjast í gegnum þvöguna, til að sjá hve langt hún væri komin. Maðurinn lét blaðið falla niður og sagði brosandi: — Þetta er Covent Garden. — Takk fyrir. — Næsta stöð er Holborn. — Ó þakka yður hjartanlega fyrir. Hún fór af við Holborn. Það gerði hann líka. Hún fann að hann var rétt á eftir henni út af stöðinni. Hún varð að ganga svolitið til baka, til að komast yfir götuna, og það gerði hann líka. Þegar hún hraðaði sér að skrif- stofubyggingunni, hafði hún það á tilfinning- unni að hann væri nokkrum skrefum á eftir. Þegar hún kom í anddyrið á stóru bygging- unni, varð hún að snúa sér til dyravarðarins til að fá upplýsingar og hann sagði henni að hún ætti að fara upp á sjöundu hæð. Það biðu tveir menn við lyftuna, þegar hún kom þangað. Annar var maðurinn úr neðan- jarðarbrautinni. Henni Jétli, því að hún vissi að hann hlaut að vinna hér í húsinu og hafði ekki verið að veita henni eftirför. Hann var að tala við hinn manninn og tók ekki eftir henni. Jill var vandræðaleg og ósjálfrátt beit hún í þumalfingurinn. Hún kveið fyrir að mæta á skrifstofunni og nú varð hún að fara upp á sjöundu hæð, hún sem var dauðhrædd við lyftur. Ekki svo að skilja að hún hefði setið föst í lyftu, en hún hafði hugsað um það með 12 VIKAN 12. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.