Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 10

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 10
<5 Michele Ray með elleíu ára gömiuin syni sínum. Hún hafði Iofað honum því að vera komin til Parísar fyrir 1. janúar. Hún kom ekki. Þegar hún vann hjú Chanel var hún kölluð Moune. En það var ekki sýningarstúlka, sem Vietcongar rændu og voru búnir að hafa i haldi í þrjór vikur, þegar þetta er skrifað, (litlu síðar var hún lótin laus, eins og kunnugt er) heldur var það Michele Ray, 28 ára gömul kona, sem hafði líka öslað forar- leðjuna með bandarískum liðsfor- ingjum á vígvellinum, með mynda- vél í hendinni. Á fótunum hafði hún góða skó og legghlífar og þykkum, Ijósum hárfléttunum hafði hún troðið undir hattinn. Hún hafði vasahníf meðferðis, til að beita gegn blóðsugum, að öðru leyti var hún vopnlaus, Michele kaus það sjálf að skipta á skartklæðnaði Par- ísar og kakiklæðnaði frumskógar- ins. Engum, sem þekkti Michele, kom þetta á óvart. í fyrra fór hún á vegum tímaritsins Elle til eldstöðva í Alaska. Nú eru margir hræddir um hana; bíllinn hennar fannst í gildru. Hún hafði iofað Patrick, ellefu ára gömlum syni sínum, að vera komin aftur til Parísar 1. janúar. Hún kom ekki. Áður en hún hvarf, hafði bandarískur fréttamaður viðtal við hana, sem hér birtist: Hvernig stóð á því að yður datt í hug að fara til Viet-nam? Það var meðan ég var á ferða- laginu um Eldland í Alaska. Þá las ég fréttapisla frá Viet-nam, og fór að fá áhuga á því sem þar var að gerast. Mér fannst að það mundi vera m|ög fróðlegt og- hið óvenju- legasta ævintýri að fara þangað; því að þar eru nú einmitt að gerast þeir atburðir sem einna mesta þýð- ingu geta haft fyrir framtíð mann- kynsins. Eg hugsaði líka með sjálfri mér að það væri ekki úr vegi að gera þarna kvikmynd. Ég gerði kvikmynd í ferðalaginu um Ame- ríku og slapp heil á húfi. En hvern- ig átti ég að afla fjár til ferðarinn- ar. Ég fór í fyrirlestrarferð til Suður- Ameríku, og tókst að safna svolítilli upphæð. En erfitt var það. í fyrstu skildi fólk ekki hvað ég var að fara, gat hreint ekki skilið hvað kona ætlaði að gera á vígstöðvum. Þeim fannst það ekki nokkur hæfa að ég færi þangað, en ef ég ætlaði að græða á þessu, fannst þeim það vel skiljanlegt. Ég reyndi að full- vissa fólk um að það væri alls ekki tilgangur minn og þá urðu flestir öldungis hlessa. Ég var svo heppin að eignast næga peninga til ferðar- innar á einum mánuði, og þá var ég staðráðin í að fara. Hvað er það markverðasta sem fyrir yður hefur borið í Viet-nam? Með mvidavél í eldlínunni Stutt viStal við frönsku stúikuna, Michele Ray, stríösfréttaritara í Víetnam Michele Ray meðal liermanna í Suður- Vietnam, sem yfirleitt voru henni mjög hjálplegir, og lögðu langan krók á leið sína, til að geta miðlað henni af nesti sínu. 10 VTKAN 12-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.