Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 51

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 51
hitt raunverulegan lifandi leyni- lögreglumann áður. :— Ég get svo sem gefið yður rithandarsýnishorn mitt. Nema hvað ég skrifa alltaf undir með X. — Þetta er annars skrýtið, því ég hef áhuga fyrir leynilögreglu- mönnum. Einu sinni dreymdi mig um að verða það sjálfur, áður en ég fór að fljúga: Ég geri ráð fyrir, að flesta stráka dreymi um það. — Fæstir strákar festast í draumum sínum. — Hversvegna ekki? Líkar yður ekki við starf yðar? — Mér líkar vel við það. Það heldur mér réttu megin við lög- in. En segið mér, þér voruð með herra Sampson, þegar hann týnd- ist. — Rétt. — Hvernig var hann klæddur? — í sportfötum. Harris tweed jakka. brúnni ullarskyrtu, dökk- brúnum buxum og handunnum skóm. Hattlaus. — Og hvenær var þetta, ná- kvæmlega? - Um hálf fjögur — þegar við Ientum í Burbank í gær. Það varð að færa til aðra flugvél, áð- ur en ég gat gengið frá okkar. Ég geng alltaf frá henni sjálfur; hún er búin nokkrum sérstökum tækjum, sem við viljum ekki láta stela. Sampson fór að hringja til hótelsins eftir bílnum. •— Hvaða hótels. — Valerio. —• Er það einbýlishúsasam- stæðan við Wilshire? -— Ralph hefur hús á leigu þar, sagði Miranda, — honum líkar vel við það, vegna þess hve það er kyrrt þar. — Þegar ég kom að aðalinn- ganginum, hélt Taggert áfram, — var Sampson horfinn. Ég var ekkert að taka mér það til. Hann hafði drukkið töluvert mikið. en það var ekkert óvenjulegt og hann gat enn séð um sig sjálf- ur. En það fauk samt ofurlítið í mig. Þarna var ég strandaður í Burbank, vegna þess að hann gat ekki beðið í fimm mínútur. Það kostar þrjá dollara að fara í leigubíl til Valerio og ég hafði ekki efni á því. Hann leit á Miröndu til að gá, hvort hann væri að segja of mik- ið. Hún var ánægjuleg á svip- inn. — Svo ég varð að taka stræt- isvagn til hótelsins. Þrjá strætis- vagna. Og var um það bil hálf- tíma í hverjum. Þá var hann ekki þar. Ég beið þar til dimmt var orðið og svo flaug ég aftur heim. — Kom hann nokkurn tíma til Valerio? — Nei. Hann var ekki farinn að koma þangað ennþá . — Hvað um farangurinn? — Hann var ekki með neinn farangur. — Ætlaði hann ekki að vera þar yfir nóttina? EfiOFBT KR18TJÍN8SON A CO. HF. SlMI 11400 — Það er annað mál, sagði Miranda. — Hann átti allt, sem hann þurfti á að halda, í húsinu í Valerio . — Kannske er hann kominn þangað núna. — Nei. Elaine hringir á klukku- stundar fresti. — Ég snéri mér að Taggert. — Sagði hann nokkuð um fyrir- ætlanir sínar? — Hann ætlaði að vera um nóttina í Valerio. — Hve lengi var hann einn, meðan þér voruð að ganga frá vélinni? — Fimmtán mínútur eða svo. Ekki meira en tuttugu. — Þá hefði bíllinn frá Valerio orðið að vera töluvert fljótur. Ef til vill hefur hann aldrei hringt til hótelsins. — Það getur einhver hafa tek- ið á móti honum á flugvellinum, sagði Miranda. — Á hann marga vini í Los Angeles? — Aðallega viðskiptavini. Ralp hefur aldrei verið fyrir að blanda geði við fólk. — Getið þér gefið mér upp nöfn þeirra? Hú bandaði frá sér hendinni eins og nöfn væru pöddur. — Þér skulið spyrja Albert Graves. Ég skal hringja á skrifstofuna hans og segja honum ,að þér séuð að koma. Felix skutlar yður. Og svo býst ég við, að þér viljið fara aftur til Los Angeles. — Það virðist ekki fjarri lagi að byrja þar. — Alan getur flogið með yð- ur. Hún stóð upp og leit á hann með hálflærðu valdsmannsfasi, — Þú hefur ekkert sérstakt fyrir stafni í kvöld Alan, er það? — Með ánægju. sagði hann. — Mér leiðist þá ekki á meðan. Hún hvarf inn í húsið. — Gefðu henni tækifæri, sagði ég. Hann stóð upp og gnæfði yfir mig. — Hvað eigið þér við? I BORGARSJÚKRAHOSIÐ var eingúngu notað THERMOPANE EINANGRUNARGLER ÞÉR FAIÐ EKKI ANNAÐ BETRA Thenmáfiárae 12. tw. VIKÁN 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.