Vikan


Vikan - 22.03.1967, Side 51

Vikan - 22.03.1967, Side 51
hitt raunverulegan lifandi leyni- lögreglumann áður. :— Ég get svo sem gefið yður rithandarsýnishorn mitt. Nema hvað ég skrifa alltaf undir með X. — Þetta er annars skrýtið, því ég hef áhuga fyrir leynilögreglu- mönnum. Einu sinni dreymdi mig um að verða það sjálfur, áður en ég fór að fljúga: Ég geri ráð fyrir, að flesta stráka dreymi um það. — Fæstir strákar festast í draumum sínum. — Hversvegna ekki? Líkar yður ekki við starf yðar? — Mér líkar vel við það. Það heldur mér réttu megin við lög- in. En segið mér, þér voruð með herra Sampson, þegar hann týnd- ist. — Rétt. — Hvernig var hann klæddur? — í sportfötum. Harris tweed jakka. brúnni ullarskyrtu, dökk- brúnum buxum og handunnum skóm. Hattlaus. — Og hvenær var þetta, ná- kvæmlega? - Um hálf fjögur — þegar við Ientum í Burbank í gær. Það varð að færa til aðra flugvél, áð- ur en ég gat gengið frá okkar. Ég geng alltaf frá henni sjálfur; hún er búin nokkrum sérstökum tækjum, sem við viljum ekki láta stela. Sampson fór að hringja til hótelsins eftir bílnum. •— Hvaða hótels. — Valerio. —• Er það einbýlishúsasam- stæðan við Wilshire? -— Ralph hefur hús á leigu þar, sagði Miranda, — honum líkar vel við það, vegna þess hve það er kyrrt þar. — Þegar ég kom að aðalinn- ganginum, hélt Taggert áfram, — var Sampson horfinn. Ég var ekkert að taka mér það til. Hann hafði drukkið töluvert mikið. en það var ekkert óvenjulegt og hann gat enn séð um sig sjálf- ur. En það fauk samt ofurlítið í mig. Þarna var ég strandaður í Burbank, vegna þess að hann gat ekki beðið í fimm mínútur. Það kostar þrjá dollara að fara í leigubíl til Valerio og ég hafði ekki efni á því. Hann leit á Miröndu til að gá, hvort hann væri að segja of mik- ið. Hún var ánægjuleg á svip- inn. — Svo ég varð að taka stræt- isvagn til hótelsins. Þrjá strætis- vagna. Og var um það bil hálf- tíma í hverjum. Þá var hann ekki þar. Ég beið þar til dimmt var orðið og svo flaug ég aftur heim. — Kom hann nokkurn tíma til Valerio? — Nei. Hann var ekki farinn að koma þangað ennþá . — Hvað um farangurinn? — Hann var ekki með neinn farangur. — Ætlaði hann ekki að vera þar yfir nóttina? EfiOFBT KR18TJÍN8SON A CO. HF. SlMI 11400 — Það er annað mál, sagði Miranda. — Hann átti allt, sem hann þurfti á að halda, í húsinu í Valerio . — Kannske er hann kominn þangað núna. — Nei. Elaine hringir á klukku- stundar fresti. — Ég snéri mér að Taggert. — Sagði hann nokkuð um fyrir- ætlanir sínar? — Hann ætlaði að vera um nóttina í Valerio. — Hve lengi var hann einn, meðan þér voruð að ganga frá vélinni? — Fimmtán mínútur eða svo. Ekki meira en tuttugu. — Þá hefði bíllinn frá Valerio orðið að vera töluvert fljótur. Ef til vill hefur hann aldrei hringt til hótelsins. — Það getur einhver hafa tek- ið á móti honum á flugvellinum, sagði Miranda. — Á hann marga vini í Los Angeles? — Aðallega viðskiptavini. Ralp hefur aldrei verið fyrir að blanda geði við fólk. — Getið þér gefið mér upp nöfn þeirra? Hú bandaði frá sér hendinni eins og nöfn væru pöddur. — Þér skulið spyrja Albert Graves. Ég skal hringja á skrifstofuna hans og segja honum ,að þér séuð að koma. Felix skutlar yður. Og svo býst ég við, að þér viljið fara aftur til Los Angeles. — Það virðist ekki fjarri lagi að byrja þar. — Alan getur flogið með yð- ur. Hún stóð upp og leit á hann með hálflærðu valdsmannsfasi, — Þú hefur ekkert sérstakt fyrir stafni í kvöld Alan, er það? — Með ánægju. sagði hann. — Mér leiðist þá ekki á meðan. Hún hvarf inn í húsið. — Gefðu henni tækifæri, sagði ég. Hann stóð upp og gnæfði yfir mig. — Hvað eigið þér við? I BORGARSJÚKRAHOSIÐ var eingúngu notað THERMOPANE EINANGRUNARGLER ÞÉR FAIÐ EKKI ANNAÐ BETRA Thenmáfiárae 12. tw. VIKÁN 61

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.