Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 36

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 36
Smekklegir gjafavendir í glærum umbúðum. MlHlOUi! eru tákn upprisunnar. QRIS - ír og klukkur ódýr örugg stílhrein kaupið úrin hjá úrsmiS! Franch Michelsen úrsmíðameistari Laugavegi 39 Gefðu gaum að greind þinni Framhald af bls. 15. A. Þú ert draumagjörn og hefur dæmigert listamannsskap. Þú ert ýmist full af örvæntingu eða of- trausti. Sjálfs þín vegna ættirðu að temja þér ofboð lítið af raun- sæi, því eins og er viltu helzt flýja raunveruleikann og þá ábyrgð, sem honum fylgir. Hvers- vegna reynirðu ekki að nota hina miklu hæfileika þína og gáfur á sviði listanna? B. Áður varstu síhrædd við mistök, en ert það ekki lengur. Þú varst nógu skynsöm til að sjá, að þú varst of kröfuhörð við sjálfa þig og þetta gekk svo langt, að við lá að þú glataðir öilu sjálfsör- yggi. Þú hefur gert þér ljóst, hvar gáfur þínar njóta sín bezt, og þjálfar nú hæfileika þína af ein- beitni. C. Þú ert einum um of hneigð til að taka á þig sakir alls og allra, og það er persónulegri þróun þinni til hindrunar. Þú kennir þér ósjálfrátt um alit, sem miður fer, og ásakar sjáifa þig fyrir að valda öðrum stöðugum vandræð- um — eins og þú telur þér trú um að þú gerir. Losaðu þig við þess- ar samvizkuþjáningar og notaðu tíma og orku til að gera að veru- leika þær hugmyndir, sem þú berð hið innra með þér. D. Það er ljóst að þú ert ekki full- komlega ánægð með lífið. Þér finnst samfélagið ekki koma fram við okkur konurnar af fullri sanngirni. Þú heldur að fyrirætl- anir þínar séu ómögulegar í framkvæmd, sökum þess að for- dómar alls konar séu svo mikils ráðandi á þeim sviðum, sem þú helzt vildir láta að þér kveða á. Það gerir þig dálítið bitra. Reyndu að láta þessa svartsýni þína koma fram á jákvæðan hátt; láttu sjónarmið þín í ljós í ræðu og riti. Hæfileikana til þess skort- ir þig ekki. E. Þú ert nægjusöm og forsjál. Hef- ur alltof lítið traust á sjálfri þér. Hversvegna finnst þér svona oft að lífið sé þér mótsnúið? Kæfðu þessa svartsýni og hleyptu í þig kjarki til að taka frumkvæði. Láttu þínar eigingjarnari hliðar koma í ljós, annars færðu ekki að njóta þeirrar virðingar, sem ’ þú átt skylda. Heimurinn okkar er engin paradís og þú verður sjálf að hrifsa til þín þinn hluta af gæðum hans. F. Þú hefur ástæðu til að vera ánægð með þig sjálfa! Þú ert laus við hömlur og þorir að sýna þitt rétta andlit. Þú hefur meðal annars á að skipa meðfæddum persónutöfrum og diplómatískum hæfileikum. Þú ert ekki heldur hrædd við að nota þessa eigin- leika við hin ýmsu tilfelli. En þú veizt vonandi hvar takmörkin liggja hvað þetta snertir, svo þú gangir ekki of langt. G. Að vísu ertu ekki laus við minni- máttarkennd, en þú veizt þetta og reynir að komast yfir það. Þú lætur því ekki neinskonar flækj- um haldast uppi að ríkja yfir þér, heldur einbeitirðu þér að því að þróa þína sérstöku hæfileika. Enginn getur allt. Sökum þeirr- ar afstöðu tekst þér allt vel, sem þú tekur þér fyrir hendur. H. Þú hefur unnið bug á því örygg- isleysi, sem áður hrjáði þig, og ert nú í þann veginn að finna það öryggi, sem þú lengi hefur leitað að. Þú hefur alltaf verið gefin fyrir að áætla og skipu- leggja, og forsjál ertu við hvert skref. Þér lætur vel að hafa á hendi starf utan heimilis, ekki sízt vegna þess að þú þykir skemmtileg og hefur gott lag á að stjórna fólki. I. Þú þjáist af hræðslu við að verða yfirgefin og einmana. f annara augum ertu þó vinsæl og eftir- sótt. Þú ert mjög forvitin að eðl- isfari og skýr í hugsun. Notaðu þessa forvitni á réttan hátt, til dæmis í einhverju starfi, þar sem hún hentar vel. J. Þér gengur mjög vel að komast áfram. bæði sem konu og mann- eskju almennt. Þú ert gædd per- sónutöfrum og kvenlegri mýkt. Það er því sótzt eftir þér í félags- lífið og þú átt auðvelt með að eignast vini. Þetta gerir að verk- um að þú ert í góðu jafnvægi. Ef þú ert óánægð, stafar það af því að þú hefur of mikið að gera. Þú ert ekkert sérstaklega snjöll við að koma þér áfram í starfi, en þú leysir verk þín samt óað- finnanlega af höndum. K. Engan getur grunað að þú þjáist af minnimáttarkennd. Frá ann- arra sjónarmiði gengur þér allt í haginn, og yfirborðssjálfstraust þitt gerir það að verkum, að þú vekur bæði aðdáun og öfund. En innra með þér ertu aldrei ánægð og gerir tröllauknar kröfur til þín sjálfrar. Þín sterka hlið er þó eiginleiki til að geta sigrazt á þér sjálfri. Sjálfsagi þinn hefur orðið þér að orku, sem hjálpar þér til að yfirvinna óttann við mistök. Þú ættir að einbeita allri orku þinni að því, sem raunveru- lega liggur fyrir — þá myndirðu 36 VIKAN 12-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.