Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 17

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 17
vottaði fyrir beiskju undir kátín- unni. Ég leit í augu hennar, það var eitthvað. óttaslegið og veikt í þessum fallega, brúna líkama. Hún leit niður. — Fáið yður sæti, herra Harp- er. Þér hljótið að vera velta því fyrir yður, hversvegna ég sendi eftir yður. Kannske veltið þér aldrei neinu fyrir yður heldur? Ég settist á sólstól. — Ég velti fyrir mér. Ég geri mér jafnvel hugmyndir. Mest af mínu starfi er í sambandi við skilnað. Ég er hjónadjöfull. — Þér lítillækkið yður, herra Harper. Og þér talið ekki eins og leynilögreglumaður. Mér þyk- ir gott að þér skylduð minnast á skilnað. Ég vil taka það skýrt fram. þegar í upphafi, að það er ekki skilnaður, sem ég vil. Ég vil að hjónabandið endist. Ég hef nefnilega ákveðið að lifa lengur en eiginmaður minn. Ég sagði ekkert, og beið eftir meiru. Þegar ég horfði nánar á hana, sá ég að brúnt hörund hennar var ofurlítið hrjúft og ofurlitið skorpið. Sólin hamraði á koparbrúnum fótleggjunum og sömuleiðis á höfuð mitt. Neglurn- ar á tám hennar og fingrum voru allar málaðar með sama blóð- litnum. — Það kann að vera, að það sé ekki í samræmi við þá reglu að þeir lifi lengst, sem bezt eru til þess fallnir. Þér vitið senni- lega, að fætur mínir eru gagns- lausir, en ég er tuttugu árum yngri en hann, og ég ætla að lifa hann. Beiskjan skein í gegn- um orð hennar og stakk eins og vespa. Hún heyrði það sjálf og gleypti það um leið. —- Hitinn hér er eins og í líkbrennsluofni. Það er ekki rétt að þið karlmennirnir skulið þurfa að vera í jakka, Gerið svo vel að fara úr. — Nei, takk. Þér eruð afar kurteis. — Ég er með axlahulstur. Og ég er enn að hugsa. Þér minntust á Albert Graves í bréfinu. — Hann mælti með yður. Hann er einn af lögfræðingum Ralphs. Þér getið talað við hann eftir hádegið um launin. Er hann ekki ríkissaksókn- ari lengur? — Ekki síðan stríðinu lauk. — Ég vann lítilsháttar fyrir hann 1940—41. Ég hef ekki séð hann síðan. Hann sagði mér það. Hann sagði mér. að þér væruð snjall að finna fólk. Hún brosti hvítu brosi, rándýrslegu og glampandi í dökku andlitinu. — Eruð þér snjall að finna fólk, herra Harper? — Rannsóknarlögreglan er snjallari. Er eiginmaður yðar týndur? — Ekki nákvæmlega týndur. Hann er aðeins horfinn, einn eða með öðrum. Hann yrði ævareið- ur ef ég færi með þetta í rann- sóknarlögregluna. — Ég skil. Þér viljið að ég finni hann, ef mögulegt er, og komist að því í hvaða félagsskap hann er. Og hvað svo? Bara að segja mér hvar hann er og með hverjum. Ég skal sjá um afganginn sjálf. Þó að ég sé veik, lá milli orðanna, þó að ég sé fótalaus. — Hvenær hVarf hann? — f gærkvöldi. — Hvar? — f Los Angeles. Hann var í Las Vegas •— við eigum bústað þar skammt frá — en hann flaug til Los Angeles í gær með Alan. Alan er flugmaðurinn hans. Ralph stakk hann af á flugvell- inum og hvarf. — Hversvegna? — Ég býst við, að það hafi verið af því að hann var drukk- inn. Rauðar varir hennar herpt- ust í fyrirlitningu. - Alan sagði, að hann hefði verið að drekka. Þér álítið, að hann hafi hlaupizt á brott í fylliríi. Gerir hann það oft? — Ekki oft, en illa þegar hann gerir það. Hann missir alla stjórn á sér, þegar hann drekkur. — Varðandi kvenfólk? — Það gera allir karlmenn. En það er ekki það, sem ég hef á- hyggjur af. Hann missir alla stjórn á sér í fjármálum. Hann lenti á fylliríi fyrir nokkrum mánuðum og gaf fjall. — Fjall? Heilt fjall með veiðikofa. - Gaf hann það konu? — Ég vildi næstum óska, að svo hafi verið. En hann gaf karl- manni það. Ekki eins og þér haldið. Hann gaf það heilögum manni í Los Angeles, með pítt, grátt skegg. Hann lítur út fyrir að vera viðkvæmur. Ralph? Hann yrði kolbrjál- aður, ef hann heyrði yður segja það. Hann byrjaði sem olíubor- ari. Þér vitið hvernig manngerð- in er, að nokkru leyti maður, að nokkru leyti krókódíll, að nokkru leyti bjarnargildra, með spari- grís þar sem hjartað ætti að vera. Það er þegar hann er edrú. En alkóhól þíðir hann upp, eða þannig hefur það að minnsta kosti verið síðustu árin. Eftir nokkra sjússa þráir hann að verða lítill strákur aftur. Og hann leitar að föður eða móður- týpu, sem getur snýtt honum og þurrkað af honum tárin og flengt hann, þegar hann er óþekkur. Hljómar þetta grimmdarlega? Ég er aðeins raunsæ. — Já, sagði ég. — Þér viljið að ég finni hann áður en hann gefur annað fjall. Dauðan eða lif- andi, bætti ég við í huganum; en ég var ekki sálfræðingurinn hennar. — Og ef hann er með konu, hef ég að sjálfsögðu áhuga fyrir Framhald á bls. 48. Ný, mjög spennandi framhaldssaga eftir Ross McDonald, sem gerist í Los Angeles og nágrenni og fjallar um ævintýri leynilög- reglumannsins LEW HARPER, sem er aö góðu kunnur. Samnefnd kvikmynd mun verða sýnd í Austurbæjarbíói um það leyti, sem sögunni lýkur í Vikunni, og myndir þær sem með henni birtast, eru úr kvikmynd- inni. Olíukóngurinn Ralph Sampson er týndur. Eiginkona hans ræður Harper til að finna hann. Það gengur ekki þrautalaust, því fljót- lega kemur á daginn, að Ralph er týndur af mannavöldum. Helzta hjálparfólk Harpes fyrst í stað er Miranda, dóttir Sampsons, Al- an, einkaflugmaður hans, og Graves, lög- fræðingur hans, — allt merkilegt fólk, sem kemur mikið við sögu. Miranda (Pamela Tiffin) og Alan (Robert Wagner) í sundlauginni. Paul Newman leikur Harper. iz.thi. vikan 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.