Vikan


Vikan - 22.03.1967, Qupperneq 27

Vikan - 22.03.1967, Qupperneq 27
WILLIAIVI MANCHESTER CORYRIGHT 1967 BY WILLIAM MANCHESTER 5. HLUTI EINKARÉTTUR Á ÍSLANDI: VIKAN Bob, Ethel oí* McCone gengu niður stigann og fram í for- dyrið. Kennedv stakk liöfðinu inn um glugga á dagstofunni, þar sem nokkrir nánir vinir lians sátu og horfðu á sjón- varp. „Iiann dó,“ sagði hann lágt og gekk áleiðis til sund- laugarinnar. Síminn úti við laugina hringdi. Það var J. Edgar Hoover. Hann hafði lofað dómsmálaráðherranum að útvega nánari fréttir af tilræðinu við forsetann, og nú hafði mikilvægasta atriðið í þvi sambandi borizt honuin til eyrna. „Forselinn er látinn,“ hreytti hann út úr sér og lagði á. Hann lét enga samúð í 1 j ós og virtist í engu brugðið. Hoover er að upplagi málgefinn, en nú var liann allt i einu orðinn stuttur í spuna við yfirmann sinn. Það væri kannski gustuk að kenna spennunni, sem ríkti í hugum manna þetta síðdegi, um þessi snöggu umskipti. En þótt svo að Boh Kennedy héldi áfram störfum sinum i iáðuneytinu i níu mánuði í viðbót, og skrifstofur þeirra Hocvers væru á söniu hæð, þá leit Hoover aldrei inn til yfir- manns síns til að votta honum samúð sína. Einn aðstoðar- manna lians skrifaði Kennedy hjartnæmt bréf, og fulllrú- arnir í glæpadeild FBI sendu lionum samúðarskeyti, en Fram- kvæmdastjórinn var þögull eins og sfinx. A ytra borðinu var Boh Kennedy betur í jafnvægi en þeir, sem konm lil að volta honum samhryggð sína. Þeir höfðu flestir rokið af stað lil hans þegar er þeim datt það í liug, og vissu svo, þegar lil kom, ekki livað þeir áttu að segja. S'umum vina iians þótti sem Iiann tæki sér nær þeirra missi en sinn eiginn; þetta fannst Jacqueline Kennedy yfir alla helgina. Þetta kom yfir marga eins og þruma úr heiðskírú lofti. „Við kærum okkur ekki um neinar hryggðarmyndir hér um slóðir,“ sagði hann ln essilega við Dave Hackett, og þegar liaiin Iieilsaði ráðunaut sinum, Ed Guthman, tíu mín- útum eflir að Hoover hringdi í hann í síðara skiptið, var rödd hans næstum eins og ekkert hefði i skorizt. „Hvernig Iiefurðu það?“ spurði hann. „Einliverntíma hefur manni nú liðið belur,“ svaraði Gutli- man og heldur lágt. „Vertu ekki dapur.“ „Það er skolli erfitt að vera það ekki.“ TÓLFTI KAFLI Þegar Jack Valenti kom inn i káetuna í Air Foree One, var athygli varaforsetans - allir liéldu enn áfram að ávarpa nýja forsetann þannig rígbundin við sjónvarpsskerm- inn. Johnson vonaði að Walter Cronkite upplýsti hann um, hvað væri að gerast. Þeim, sem sjálfir hafa aldrei lent i miðju mannkynssögulegs hvirfilhvls, finnst þetta ef til vill ótrúlegl, en jafnvel næmustu sjónarvottar að atbui’ðum geta því aðeins haft gagn af vitneskju sinni, að þeir geti i næði borið hana saman við ]iað, sem önnur vitni að sama atburði hafa að segja. Meðan athurðirnir hafa ekki verið upplýstir fullkomlega, er eftirtekt hvers einstaklings jafn þýð- ingarlítil og ein tafla i þúsund stykkja gestaþraut. Undir vissum kringumstæðum er að vísu hægt að gera sér grein fyrir heildarmynd atburðanna þegar i upphafi jieirra. Þetta var verk fyrir leyniþjónustuna, og hefði getað gengið, ef morðið liefði verið framið í Hvíta húsinu, þar sem starfsaðstæður öryggisvarðanna eru sérstaldega góð- ar. í Dallas var hinsvegar ekki um neinar slíkar aðstæður að ræða, lieldur aðeins hrýna þörf fyrir þær. Ef Dallas liefði verið einangruð, liefðu fréttirnar trúlega borizt fyrrB B 11. tb! VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.