Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 25

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 25
NAUTASTEIK MEÐ MAITRE d'HOTEL SMJÖRI OG STEBKTUM LAUKHRING JUM Skerið kjötið í þykkar sneiðar og steikið á ofnristinni Hafið lítinn vökva og gott er að hafa gulrótarsneiðar, lauk og e.t.v. selleri í vökvan- um í ofnskúffunni, sem steikin er ausin með. Smjörið: 125 gr. smjör, saft úr Vi sítrónu, hvítur pipar, 3 matsk. smásöxuð persilja. Setjið smjörið í skál með kúptum botni og bætið 1 matsk. af sjóðandi vatni í og hrærið þar til það er hvítt og mjúkt. Þá er sítrónusafinn settur í, svolítill pipar og 1 matsk. af persiljunni. Látið standa á köldum stað um stund, síðan gerð úr því þykk rúlla, sem látin er standa í ísskápnum þar til hún er vel köld. Þykkar sneiðar skornar af rúllunni og bornar með eða settar á kjötið um leið og það er borið fram. Laukhringirnir eru gerðir þannig, að stórir laukar eru skornir í sneiðar og hringirnir aðskildir, velt upp úr laus- þeyttu eggi og fíngerðum raspi og steiktir í heitri olíu. Látið renna af þeim í sigti eða á þykkum pappír. V____________________________) APPELSÍNU- ÁBÆTIR 2 matsk. smjör eða smjörlíki, 4 matsk. hveiti, IV2 dl. rjómi, IV2 dl. mjólk, 4 egg, 2 matsk. syk- ur, saft og rifinn börkur af 1 appelsínu, 1 matsk. saxaðar möndlur ,e.t.v. 2 matsk. appelsínulíkjör. Bakið upp smjör og hveiti og jafnið með rjóm- anum og mjólkinni. Látið kólna aðeins og hrær- ið eggjarauðurnar í, eina í senn. Bætið sykrin- um í, rifna berkinum, appelsínusafanum og líkjörnum, ef hann er notaður. Þeytið eggjahvít- urnar vel, og blandið þeim varlega í. Hellið deig- inu í smurt form með beinum hliðum og fyll- ið það ca. */s upp. Bakið í ofni 175—200 gr. heit- um í ca. 40 mín. Skreytið með flórsykri og ör- þunnum appelsínuberki, skornum í litlar lengj- ur. Berið fram samstundis með þeyttum rjóma. v______:_________________________/ VÍNGELÉ V2 1. gott hvítvín, V2 1- vatn, 250 gr. sykur, 14 blöð matar- lím ,safi úr V2 sítrónu og Vi appelsínu, 3Á— 1 tsk. koriander ávextir. Blandið saman sykri og vatni og hitið þar til sykurinn er bráðnaður. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn litla stund, bræðið það síðan í heita sykur- leginum. Látið löginn kólna dálítið og hellið víninu í. Setj- ið ávextina (t.d. banana, jarð- arber, perur, ananas o.fl.) í skál og hellið geléinu yfir og látið stífna á köldum stað. Dýfið skálinni í heitt vatn til þess að auðveldara sé að auðveldara sé að hvolfa hlaup- inu, þegar það er borið fram. V_________________________V r ^ FRÖNSK VALHNETU- KAKA 6 egg, 125 gr. sykur, 150 gr. valhnetur, 50 gr. rasp, 4 dl. rjómi, 2 matsk. sherry. Eggjarauðurnar hrærðar vel með sykrinum, valhneturnar saxaðar smátt eða malaðar í möndlukvörn. Rasp sett saman við og fjórar af hvítunum stíf- þeyttar (hinar tvær geymdar í epla-ábætinn hér á eftir) og blandað varlega saman við. Bakað í tertuformum með laus- um botnum og deigið smurt þunnt yfir þrjá botna. Bakað í ca. 10 mín. við töluverðan hita (200 gr.) Rétt áður en botnarn- ir eru bornir fram, er þeyttur rjómi með sherry eða rommi saman við settur á milli og rjómi efst. Skreytt með val- hnetum og súkkulaðiflögum og kakan notuð sem ábætisréttur. EPLAÁBÆTIR Gott eplamós er sett í eld- fast fat, marengs úr eggjahvít- unum tveim og sykri smurt yfir, e.t.v. má setja svolítið kókósmjöl saman við eggja- hvíturnar. Bakað í ofni við góð- an hita í stundarfjórðung. V____________________/ HVÍTLAUKSFYLLT LAMBA- STEIK MEÐ OFNSTEIKTUM KARTÖFLUM 1V2 — 1 ■/4 kg. lambslæri, 1—2 hvítlaukar, salt, hvítur pipar, paprika, 200 gr. baconsneiðar, 2 kg. karftöflur (helzt ekki mjölmiklar, 2—3 laukar, 2—3 matsk. smjör eða smjörlíki, 1 súputeningur, 2—3 dl. sjóðandi vatn. O Hreinsið kjötið og þerrið vel. Skerið djúpa skurði í það og stingið inn þunnum hvítlauks- sneiðum. Nuddið kjötið með kryddinu. 0 Ef þið eigið kjötmæli, sting- ið honum í kjötið, sem sett er 1 175 gr. heitan ofn og ofn- pannan undir. Steikið þar til mælirinn sýnir 82 gr. eða ca. í lVs klukkutíma. 0 Leggið kjötið á olíusmurða rist og þekið með baconsneið- unum. Brúnið feitina í ofn- pönnu og setjið laukinn og kart- öflurnar þar í, hvort tveggja skorið í sneiðar. O Bræðið teninginn í sjóðandi vatninu og hellið öðru hverju yfir laukinn og kartöflurnar í ofnpönnunni og stráið papriku yfir. 0 Takið baconið af stuttu áður en kjötið er fullsteikt og leggið það á ristina hjá kjötinu, en bæði steikin og fleskið á að vera brúnt og skorpan stökk. EGG JAHVÍTUSMÁKÖKUR 2 bollar flórsykur, Vs bolli hveiti, V2 tsk. lyftiduft, V2 bolli (3—4) eggjahvítur, 2 bollar saxaðar valhnetur, V2 bolli saxaðar þurrkaðar aprikósur. Blandið saman sykrinum, hveitinu, lyftiduftinu og síðast eggjahvítunum, bætið valhnetunum og smásöxuðu aprikósun- um í og blandið vel. Setjið með teskeið á vel smurða plötu og bakið í ca. 15—18 mín. Tilbreytingu má gera með því að setja 1 bolla af grófu kókósmjöli í stað aprikósanna og bæta þá Vs tsk. af kanil i og V« tsk. af múskati. Líka má setja 1 bolla af lítið sætum súkku- laðimolum í stað aprikósanna. 12. tbi. VIICAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.