Vikan - 22.03.1967, Síða 25
NAUTASTEIK MEÐ
MAITRE d'HOTEL
SMJÖRI OG
STEBKTUM
LAUKHRING JUM
Skerið kjötið í þykkar sneiðar og steikið á
ofnristinni Hafið lítinn vökva og gott er að hafa
gulrótarsneiðar, lauk og e.t.v. selleri í vökvan-
um í ofnskúffunni, sem steikin er ausin með.
Smjörið: 125 gr. smjör, saft úr Vi sítrónu, hvítur
pipar, 3 matsk. smásöxuð persilja. Setjið smjörið
í skál með kúptum botni og bætið 1 matsk. af
sjóðandi vatni í og hrærið þar til það er hvítt
og mjúkt. Þá er sítrónusafinn settur í, svolítill
pipar og 1 matsk. af persiljunni. Látið standa á
köldum stað um stund, síðan gerð úr því þykk
rúlla, sem látin er standa í ísskápnum þar til
hún er vel köld. Þykkar sneiðar skornar af
rúllunni og bornar með eða settar á kjötið um
leið og það er borið fram. Laukhringirnir eru
gerðir þannig, að stórir laukar eru skornir í
sneiðar og hringirnir aðskildir, velt upp úr laus-
þeyttu eggi og fíngerðum raspi og steiktir í
heitri olíu. Látið renna af þeim í sigti eða á
þykkum pappír.
V____________________________)
APPELSÍNU-
ÁBÆTIR
2 matsk. smjör eða smjörlíki, 4 matsk. hveiti,
IV2 dl. rjómi, IV2 dl. mjólk, 4 egg, 2 matsk. syk-
ur, saft og rifinn börkur af 1 appelsínu, 1 matsk.
saxaðar möndlur ,e.t.v. 2 matsk. appelsínulíkjör.
Bakið upp smjör og hveiti og jafnið með rjóm-
anum og mjólkinni. Látið kólna aðeins og hrær-
ið eggjarauðurnar í, eina í senn. Bætið sykrin-
um í, rifna berkinum, appelsínusafanum og
líkjörnum, ef hann er notaður. Þeytið eggjahvít-
urnar vel, og blandið þeim varlega í. Hellið deig-
inu í smurt form með beinum hliðum og fyll-
ið það ca. */s upp. Bakið í ofni 175—200 gr. heit-
um í ca. 40 mín. Skreytið með flórsykri og ör-
þunnum appelsínuberki, skornum í litlar lengj-
ur. Berið fram samstundis með þeyttum rjóma.
v______:_________________________/
VÍNGELÉ
V2 1. gott hvítvín, V2 1- vatn,
250 gr. sykur, 14 blöð matar-
lím ,safi úr V2 sítrónu og Vi
appelsínu, 3Á— 1 tsk. koriander
ávextir.
Blandið saman sykri og vatni
og hitið þar til sykurinn er
bráðnaður. Leggið matarlímið í
bleyti í kalt vatn litla stund,
bræðið það síðan í heita sykur-
leginum. Látið löginn kólna
dálítið og hellið víninu í. Setj-
ið ávextina (t.d. banana, jarð-
arber, perur, ananas o.fl.) í
skál og hellið geléinu yfir og
látið stífna á köldum stað.
Dýfið skálinni í heitt vatn til
þess að auðveldara sé að
auðveldara sé að hvolfa hlaup-
inu, þegar það er borið fram.
V_________________________V
r ^
FRÖNSK
VALHNETU-
KAKA
6 egg, 125 gr. sykur, 150 gr.
valhnetur, 50 gr. rasp, 4 dl.
rjómi, 2 matsk. sherry.
Eggjarauðurnar hrærðar vel
með sykrinum, valhneturnar
saxaðar smátt eða malaðar í
möndlukvörn. Rasp sett saman
við og fjórar af hvítunum stíf-
þeyttar (hinar tvær geymdar í
epla-ábætinn hér á eftir) og
blandað varlega saman við.
Bakað í tertuformum með laus-
um botnum og deigið smurt
þunnt yfir þrjá botna. Bakað í
ca. 10 mín. við töluverðan hita
(200 gr.) Rétt áður en botnarn-
ir eru bornir fram, er þeyttur
rjómi með sherry eða rommi
saman við settur á milli og
rjómi efst. Skreytt með val-
hnetum og súkkulaðiflögum og
kakan notuð sem ábætisréttur.
EPLAÁBÆTIR
Gott eplamós er sett í eld-
fast fat, marengs úr eggjahvít-
unum tveim og sykri smurt
yfir, e.t.v. má setja svolítið
kókósmjöl saman við eggja-
hvíturnar. Bakað í ofni við góð-
an hita í stundarfjórðung.
V____________________/
HVÍTLAUKSFYLLT LAMBA-
STEIK MEÐ OFNSTEIKTUM
KARTÖFLUM
1V2 — 1 ■/4 kg. lambslæri, 1—2 hvítlaukar, salt, hvítur pipar,
paprika, 200 gr. baconsneiðar, 2 kg. karftöflur (helzt ekki
mjölmiklar, 2—3 laukar, 2—3 matsk. smjör eða smjörlíki,
1 súputeningur, 2—3 dl. sjóðandi vatn.
O Hreinsið kjötið og þerrið vel.
Skerið djúpa skurði í það og
stingið inn þunnum hvítlauks-
sneiðum. Nuddið kjötið með
kryddinu.
0 Ef þið eigið kjötmæli, sting-
ið honum í kjötið, sem sett er
1 175 gr. heitan ofn og ofn-
pannan undir. Steikið þar til
mælirinn sýnir 82 gr. eða ca. í
lVs klukkutíma.
0 Leggið kjötið á olíusmurða
rist og þekið með baconsneið-
unum. Brúnið feitina í ofn-
pönnu og setjið laukinn og kart-
öflurnar þar í, hvort tveggja
skorið í sneiðar.
O Bræðið teninginn í sjóðandi
vatninu og hellið öðru hverju
yfir laukinn og kartöflurnar í
ofnpönnunni og stráið papriku
yfir.
0 Takið baconið af stuttu áður
en kjötið er fullsteikt og leggið
það á ristina hjá kjötinu, en
bæði steikin og fleskið á að
vera brúnt og skorpan stökk.
EGG JAHVÍTUSMÁKÖKUR
2 bollar flórsykur, Vs bolli hveiti, V2 tsk. lyftiduft, V2 bolli
(3—4) eggjahvítur, 2 bollar saxaðar valhnetur, V2 bolli saxaðar
þurrkaðar aprikósur.
Blandið saman sykrinum, hveitinu, lyftiduftinu og síðast
eggjahvítunum, bætið valhnetunum og smásöxuðu aprikósun-
um í og blandið vel. Setjið með teskeið á vel smurða plötu og
bakið í ca. 15—18 mín.
Tilbreytingu má gera með því að setja 1 bolla af grófu
kókósmjöli í stað aprikósanna og bæta þá Vs tsk. af kanil i og
V« tsk. af múskati. Líka má setja 1 bolla af lítið sætum súkku-
laðimolum í stað aprikósanna.
12. tbi. VIICAN 25