Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 13

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 13
sjálfri sér, hve voðalegt það væri ef slíkt kæmi fyrir; Jill hafði mjög fjörugt ímynd- unarafl. Lyftan var sjálfvirk og af þeirri gerð sem Jill treysti ekki á nokkurn hátt, hún myndi al- drei þora að fara ein í slíkri lyftu. heldur vildi hún nota stigana. Á annari hæð fór hinn maðurinn út. Ungi maðurinn lyfti hendinni til að þrýsta á hnapp, sneri sér að Jill og spurði: Hvaða hæð? Ó, við hittumst örugglega í neðanjarðarlestinni. Er það ekki rétt? Ég vissi ekki að þér hefðuð vinnu hér. — Þetta er líka fyrsti dagurinn. •— Velkomin í fjölskylduna. Hvaða hæð? — Sjöunda, þakka yður fyrir. — Þá er það deildin hjá Vic Johnson. Hann er heppin. Við komum örugglega til með að hittast oft. Ég vil heldur fara úr hér. Nei, þér eigið ekki að fara úr héma. — Hvað er að? Ég vil heldur fara úr hérna. Mér þykir svo gaman að ganga upp stiga og þessutan er ég svo ofsalega hrædd við lyftur, þori alls ekki að vera ein. Ég ýti venjulega á alla hnappana í einhverju æði. Hún gleymdi því að hún var með hatt á höfðinu, og strauk hárið frá enninu svo hatturinn hékk á hnakk- anum. Ungi maðurinn lyfti brúnum, horfði glettn- islega á hana og gekk svo inn í lyftuna aftur. — Það minnsta sem ég get gert er að fylgja yður alla leið upp. Það lítur fyllilega út fyrir að þér þurfið á einhverjum að halda til að passa yður, svo það er bezt að þér leyfið mér að bjóða yður í hádegisverð. Ég sæki yður klukkan eitt, er það ekki í lagi? — Jú, takk, sagði Jill, ósköp lágvær. Hún flýtti sér út úr lyftunni, sem svo fór niður aftur. Frú Mears tók á móti henni, það var hún sem hafði ráðið hana fyrir viku síðan. — Hérna höfum við fröken Martinson, sagði hún. — Komið með mér þess leið. Ég sé að þér hafið hitt Jimmy Russel. Það er vist bezt að ég segi yður það strax, að hann er dálítið sleipur. Lyftan á það til að festast á milli hæða, ef hann er staddur þar með laglegri stúlku. Ég vil bara aðvara yður.... Fyrir utan það að vera hávaxinn, bláeygð- ur og laglegur, var Jimmy Russel líka glað- vær, friálslegur. aðlaðandi og notalegur. Þeg- ar Jill horfði á hann yfir borðið á veitinga- húsinu, sem hann hafði valið, gat húri ekki varizt því að hugsa að hann væri óskadraum- ur ungra stúlkna. Henni var það fyllilega ljóst að það var auðvelt að verða ástfangin af honum. En hún hafði verið vöruð við, svo hún hugsaði með sér að það væri eins gott að taka ekki allt hátíðlega sem hann sagði. - Þú hefur fengið í þinn hlut eitthvert það fallegasta nef, sem ég hefi séð, sagði Jimmy og hann var grafalvarlegur. -—Hefur enginn sagt þér það? — Ég veit ekki til þess að nefið á mér hafi verið til umræðu áður. -—• Datt mér ekki í hug. En mér þykir gaman að því að vera dálítið frumlegur, og fallegt nef er ekki öllum gefið. En svo langar mig til að spyrja þig, hvernig sveitastúlka eins og þú ert, hefur getað valið hatt, sem passar svona dásamlega vel við þetta nef? -—• Ég er alls ekki sveitastúlka, sagði Jill með áherzlu. — Ég er fædd og uppalin í Portsmouth. — Yfirleitt geri ég ekki annað en að elda mat. Ég á fimm bræður, og ég veit ekki hvort það er vegna sjávarloftsins, að þeir hafa svo gríðarlega matarlyst. Þessvegna vildi mamma að ég færi til London og fengi eitt- hvað að gera þar. Annars hefði ég aldrei komizt út úr eldhúsinu, nema þá með því að gifta mig og flytjast yfir í eitthvert annað eldhús. —• Það er ekki sérstaklega rómantískt, þegar þú segir það á þennan hátt. — Það fannst mér ekki heldur, og þess- vegna er ég hér. — Tilbúin til að njóta stórborgarlífsins, með öllum þess unaðssemdum. Þá skal ég segja þér, ég held ég sé rétti maðurinn til að sýna þér borgina. Eigum við að byrja í kvöld? Hvað viltu helzt sjá? Jill var látin byrja starfið með því að taka afrit, og henni var sagt að þau yrðu að vera algerlega gallalaus. Árangurinn var sá að hún varð að skrifa nokkuð oft upp, vegna þess að hún var svo taugaóstyrk. Hún var því dauðþreytt þegar hún þrammaði niður alla stigana, frá sjöundu hæð. Hún viður- kenndi með sjálfri sér að þessi fyrsti dagur á vinnustaðnum hefði verið þreytandi. En hún ætlaði ekki að fara beint heim í her- bergiskyrtuna og sitja þar alein allt kvöldið. Hún ætlaði bara að skreppa heim og hafa fataskipti og fara svo út með Jimmy. Hann hafði boðið henni á söngleik og svo ætluðu þau út að dansa og borða eitthvað á eftir. Þetta leit ekki svo illa út. Það unnu þrjár stúlkur á sömu skrifstofu og Jill. Hún var dálítið einmana í stórborg- inni. og þessvegna langaði hana til að kynn- ast þeim. Fyrst var það Sandra Hupert-Smith, sem á hverjum morgni gaf nákvæma lýs- ingu af glæsilegum veizluhöldum, sem hún hafði tekið þátt í kvöldið áður. Svo var Claudia Harcourt, sem var einkaritari herra Johnsons, og alltaf var að tala um einhverja háttsetta persónu, sem hún kallaði einfald- lega HANN. Og sú þriðja var Angela Brown- ing, sem var mjög dularfull, þegar hún talaði um fortíð sína. Þær voru allar mjög notalegar við hana, en mestan hluta dagsins mösuðu þær um menn og atburði, sem Jill kannaðist ekkert við, svo henni fannst hún vera dálítið utan- veltu. Fyrsta vikan fór að mestu leyti í það að komast á bylgjulengd við samstarfsfólkið á skrifstofunni. og svo auðvitað við Jimmy sem hún hitti oft á kvöldin. Einn daginn kom Jimmy við á skrifstof- unni hjá henni, til að tala nánar um það hvar þau ætluð að hittast um kvöldið. Jill var þá ein með Claudiu. Þegar Jimmy var farin sagði Claudia: — Hann er glæsilegur náungi, finnst þér það ekki? ■—• Jú, sagði Jill og andvarpaði, — það er hann. — Ég veit að þú hatar mig fyrir það sem ég ætla að segja, en hann hefur orð á sér sem kvennabósi hérna í fyrirtækinu. Jill kinngdi og barðist við að láta röddina hljóma eðlilega. — Mig hefur grunað það. Þessutan kynnti frú Mears hann sem mesta kvennagullið í fyrirtækinu. — Já, þar er hún lifandi komin. En þú skalt ekki taka mömmu Mears alvarlega. Hún þjáist af einhverjum dyggðarkomplex- um. En svo við snúum okkur aftur að Jimmy. Fyrst var hann með einhverri stúlku í bók- haldinu, en hún er farin héðan. Svo var það Anna, rauðhærða stúlkan í listmunadeildinni, og svo hefi ég grun um að hann hafi verið eitthvað með Angelu Browning. Mér finnst að þú eigir að vita þetta, svo þú getir varað þig á Jimmy. Það er alltaf erfitt að vera ókunnugur í borginni... Jill svaraði og reyndi að vera hressileg í bragði: — Þakka þér kærlega. En ég get fullviss- að þig um að ég veit vel hvað ég er að gera. Ég veit hvað ég er að gera. sagði hún við spegilmynd sína, þegar hún var að snyrta sig í fatageymslunni, áður en hún fór út með Jimmy um kvöldið. Ég ætla að skemmta mér. Ég ætla að njóta þess að upplifa allt sem mig dreymdi um, áður en ég fór til London, og ég hefi skemmtilegasta fylgdarsvein sem hægt er að hugsa sér. Ég veit vel hvað ég er að gera. Ég vil taka þátt í lífinu, og það verða engin tár eða brostið hjarta, þegar ævintýrið er úti. Hún brosti með sjálfri sér. Hún var ósjálf- rátt farin að tileinka sér málfarið á skrif- stofunni, það var kannski merki þess að hún væri farin að samlagast fólkinu. Framhald á bls. 37. Flest fyrirtæki hafa einhvern Don Juan meðal starfsmanna sinna. Hérna heitir hann Jimmy og honum er lýst þannig: „Lyftan á það til að festast milli hæða, þegar hann er þar staddur, einn með einhverri laglegri stúlku af skrifstofunni Smásaga eftir: Vivienne Coldrey i2.ini. vikAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.