Vikan


Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 57

Vikan - 22.03.1967, Blaðsíða 57
NÝ KAFFIBBENNSLA - NYJAR KAFFITEGUNDIR VArilllMPAKKAfl ORVALS BLONDUR ■ IbUUUItII flí\l\flU MED LANGVARANDI GEYMSLUÞOLI MOKKA KAFFI JAVA KAFFI VACUUMPAKKAD kaléR OG RIO KAFFIÐ .. ..i blé nöndóttu pokunum verðun aö sjalfsögðu eftin sem áðun fnamleitt --og selt i öllum venzlunum. ILMURINN ER INDÆLL OG BRAGÐH) EFTIR ÞVI KAFFIBRENNSLA 0. J0HNS0N & KAABER HF. Sá sterkasti í Bonn Framhald af bls. 23. varð heldur ónotaleg fyrir Strauss, enda mun hann þá hafa svarið þess eið að ná sér niðri á þessum illviljaða snepli, þótt síð- ar yrði. Tækifærið kom þegar Der Spiegel birti grein um þýzka varnarkerfið og fann því flest til foráttu. í því sambandi voru birt varðandi málið ýmis skjöl, sem telja mátti hæpið að kæmust fyr- ir almenningssjónir. Þetta heyrði undir landráð, áleit Strauss. Aðalritstjóri Spiegels, Conrad Ahlers, var þá ásamt konu sinni staddur á Spáni. Með aðstoð vestur-þýzka sendiráðs- ins í Madrid fékk Strauss þau send heim og stefndi síðan Ahlers fyrir rétt. Ritstjórnar- skrifstofur blaðsins í Bonn og Hamborg voru þrautkannaðar af öryggislögreglu og skjöl gerð upptæk. En þá fór að slá í bakseglin fyrir ráðherranum. Fjölmörg önnur vestur-þýzk blöð um- hverfðust nú og fordæmdu þess- ar aðgerðir sem árás á prent- frelsið og stjórnarskrárbrot. Mál- ið gegn ritstjórum Spiegels var látið niður falla. En það dugði ekki til að lægja öldurnar. Hinn svokallaði Frjálsdemókrataflokk- ur hótaði að slíta sljórnarsam- starfinu við Adenauer, ef hann ræki ekki þennan ólýðræðislega landvarnarráðherra sinn. Þeir bentu auk annars á, að Strauss hefði nýlega mætt fullur í veizlu, sem Lúbke forseti hélt, og var þetta þó meðan Kúbudeilan stóð sem hæst og heimurinn var á barmi heimsstyrjaldar. Slík var andstyggð Erichs Mende, leið- toga Frjálsdemókrata, og félaga hans á Strauss, að þeir gengu út úr veizlu, sem Adenauer hafði boðið þeim í, þegar þeir sáu að landvarnarráðherrann var þar líka. Með mestu eftirgangsmun- um fékk gamli maðurinn þá til að meðtaka bjórglas og samlokur í hliðarherbergi. Adenauer, þessum sérvitra og misvitra öldungi, hafði af ein- hverjum óþekktum ástæðum alltaf líkað vel við Strauss, en nú neyddist hann til að sparka honum. Flestir gerðu þá ráð fyr- ir — og vonuðu af heilum hug — að Strauss ætti ekki afturkvæmt í ráðherrastól. Ekki síst eftir að nýtt hneykslismál frá ráðherra- tíð hans skaut upp kollinum síð- astliðið ár. 1957, þegar Strauss var landvarnarráðherra, hafði hann pantað tvö þúsund og átta hundruð brynvagna fyrir vestur- þýzka herinn frá svissneska fyr- irtækinu Hispano Suiza. Stríðs- tæki þessi reyndust gallagripir, enda hafði ráðherrann ekki haft fyrir því að verða sér og sam- starfsmönnum sínum úti um sómasamlegar teikningar eða módel af þeim, áður en kaupin voru gerð. Hinsvegar kvað hið svissneska fyrirtæki hafa sýnt þá öðlingslund að lauma nokkr- um milljónum marka í flokks- sjóð fylgismanna Strauss, svo sem í þakklætisskyni fyrir pönt- unina. Þetta er haft eftir ekki ómerkari heimildarmanni en Friedrich Holzapfel, sem var ambassador Vestur-Þýzkalands í Bern, þegar kaupin voru gerð. Þegar hafist var handa um rannsókn málsins, reyndist það hægar sagt en gert. Þegar farið var að yfirheyra Strauss, brá svo við að hann rámaði aðeins óljóst í viðskipti þessi en mundi engin nánari atvik. Þar við bættist að maður að nafni Lenz, sem hafði verið embættismaður í varnar- málaráðuneytinu á þessum tíma og hafði flestum meir með samn- ingana við Svisslendingana að gera, . andaðist með nokkuð skyndilegum hætti — að sagt er — suður á ítalíu, einmtt í þann mund, er farið var að grafast fyrir um sannleikann í málinu. Eftir þetta verður að teljast furðulegt, að Strauss skyldi geta átt afturkvæmt í vestur-þýzkan ráðherrastól, hvað þá sem valda- mesti maður landsins, eins og margir vilja meina að hann sé nú. Vestur-þýzkur blaðamaður sagði nýlega: Það má undarlegt heita, að útnefning Strauss í embætti fjármálaráðherra skuli vekja jafn litla hneykslun og raun ber vitni um, en á sama tíma er allt sett á annan endann út af jafn ómerkilegum flokki og NPD (hinum ofstækisfulla hægri flokki von Thaddens, sem marg- ir kalla nýjan nazistaflokk), sem þar að auki er undir rækilegu eftirliti öryggislögreglunnar. Það var klofningurinn í flokki Kristilegra demókrata, sem leiddi til endurreisnar Strauss. Eftir að Adenauer, gallharður kaþólikki sem hallaðist að nánu samstarfi við de Gaulle, lét af völdum, urðu aðaláhrifamennirnir í stjórninni Erhard og Schröder, báðir prótesantar og hlynntari samstarfi við Engilsaxa. Aden- auer hefur lengi haft megnan ýmigust á Erhard og átti áreið- anlega sinn þátt í því, hve illa honum gekk að halda saman flokknum. Þennan klofning — sem að verulegu leyti stafaði af ríg milli Norður- og Suður- Þjóðverja, mótmælenda og ka- þólikka — kunni jafn snjall og samvizkulipur undirróðursmaður og Strauss að nota sér. Sumir álíta að núverandi forsætisráð- herra Kiesinger — hágermanskt og brosljúft glæsimenni, sem læt- ur ljósmynda sig hlæjandi fram- an í ungbörn í stíl við Kennedy — sé lítið annað en málpípa hins samanrekna slátrarasonar. 12. tbi. VIKAN 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.