Vikan


Vikan - 22.03.1967, Page 22

Vikan - 22.03.1967, Page 22
ÞÝZKA LÝÐRÆÐI HÆTTULEGRI EN NÝN ASISTARNIR? Þegar orðið Þjóðverji er nefnt, hættir mörgum til að setja sér fyrir sjónir fyrir- ferðarmikinn mann, þungbyggðan og hold- ugan, hávaðasama hjarðveru með tarfs- svíra og bjórþrútið andlit og gersamlega óþolandi fyrir alla nema þá, sem eru svo til nákvæmlega eins og hann sjálfur: sækj- ast sér um líkir, saman níðingar skríða. Þannig er sá dæmigerði Þjóðverji í augum allmargra, grófur, Ijótur og frekur tuddi, nokkurskonar nashyrningur í mannheimi. Guði sé lof fyrir að það er óralangt frá því að allir Þjóðverjar séu þannig, er engin hugmynd er með öllu ástæðulaus, og þá ekki heldur þessi fremur handahófskennda mann- lýsing. Á það hafa heimsbúar verið ónota- lega minntir nýlega, er einstaklingur, sem hún svarar til að verulegu leyti, var gerð- ur að fjármálaráðherra sambandslýðveldis- ins Vestur-Þýzkalands og er nú, að yfirsýn margra viturra manna, voldugasti maður þess ríkis. Maðurinn er Franz Josef Strauss, leiðtogi bæjersku deildarinnar í Kristilega lýðræðis- flokknum. Sumir hafa prðið hissa á frama þessa manns, því flestum þykir hann með ein- dæmum óviðkunnanleg persóna, þar á með- al Þjóðverjum sjálfum — að Bæjurum und- anskildum. Þótt þessi bolalegi, skögultennti stutthöfði sé heldur vinafár víðast hvar í föðurlandi sínu, þá standa Bæjararnir hans þeim mun fastar saman um hann. Enda segir Kudolf Augstein, ritstjóri þessa gagnmerka vikublaðs Der Spiegel og svarinn andstæð- ingur Strauss: Nú er það Bæjaraland, sem stjórnar í Bonn. Sjálfir eru hinir bjórglöðu garpar fjár- málaráðherrans alveg ófeimnir við þetta stórfenglega hlutverk, sem þeim hefur allt í einu borist upp í hendurnar. — Aðeins tveir aðilar geta bjargað Vestur-Þýzkalandi — Guð og Bæjarar, gat nýlega að lesa í Neue Bildpost, rammkaþólsku áróðursblaði, sem útbýtt er ókeypis í flestum kirkjum Suður-Þýzkalands. En ekki eru alveg allir jafnhrifnir, og þykj- ast hafa sínar ástæður. Þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn á öldinni okkar, að Bæjarar hafa ætlað að bjarga Þýzkalandi, og einn- 22 VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.