Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 4

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 4
ÞAÐ SEM HELZT HANN VARAST VANN... AMES LINDSEY STARF- AÐI VIÐ EITURLYFJADEILD LÖGREGLUNNAR í LOUISI- ANA. HANN SÝNDI FRABÆR- AN DUGNAÐ f STARFI SfNU. NÚ ER MÁLUM HANS HINS VEGAR SVO KOMIÐ, AÐ HANN ER Á SAMA BÁTI OG ÞEIR MENN, SEM HANN HEFURSETTUNDIRLÁSOG SLÁ . . . Eiturlyfjanautn er vandamál, sem hrjáir umheiminn í stöSugt vax- andi mæli. Þeir eru ófáir, sem verða þessum meinvætti að bráð. í eftirfar- andi greinarkorni segir frá einu fóm- ardýri eiturlyfjanautnar, en örlög þess eru óvenjuleg og vissulega frásagnar- verð. James Lindsey nefnist lögreglumaður, sem starfaði við eiturlyfjadeild lögreglunnar í fylk- inu Louisiana í Bandaríkjunum. Hann hafði sýnt frábæran dugnað í starfi sínu, og var sá maður, sem eiturlyfjasalar óttuðust hvað mest. Síðastliðið haust tókst honum til dæmis að koma upp um eiturlyfjahring 1 New Orleans. Honum tókst að færa sönnur á sök fjögurra manna, og voru þeir allir dæmdir til langrar fangelsis- vistar. Þetta var aðeins eitt af mörgum verk- efnum, sem hann leysti svo vel, að eftir var tekið. Allir voru sammála um, að hann ætti sér vísan frama innan lögreglunnar í Louisiana. Nú er málum hins vegar svo komið, að hann hefur verið rekinn úr þjónustu lögreglunnar. Hann er nú á sama báti og þeir menn, sem hann hefur undanfarin ár eytt öllum sínum tíma og kröftum í að afhjúpa og koma undir lás og slá. Það kom nefnilega í ljós, að maðurinn, sem eiturlyfjasalarnir óttuðust sem mest, var sjálfur eiturlyfjaneytandi! Örlög James Lindseys sýna, svo ekki verður Um villzt, hversu stórhættuleg þessi lyf eru. Menn geta orðið þeim að bráð, jafnvel þótt þejr umgangist þau með það eitt í huga, að hefta útbreiðslu þeirra. Málið upplýstist, þegar innbrotsþjófur var handtekinn um miðja nótt í einni af skrifstofum lögreglunnar. Þjófurinn var að stela eiturlyfjum, Sem lögreglan hafði tekið í sínar vörzlur. Og öllum til mikillar undrunar var þjófurinn enginn annar en — James Lindsey. Hinum óhamingjusama lögreglumanni var strax vikið úr starfi, meðan rannsókn máls hans fór fram. Lindsey sagði starfsbræðrum sínum a]R af létta þegar í stað. Hann sagði þeim ná- kvæmlega hvernig það atvikaðist, að hann sjálfur flæktist í net eiturlyfjanautnar í sambandi við starf sitt. — Ég hef hegðað mér afar heimskulega, sagði hann. — Ég laldi mér sjálfum trú um, að ég þekkti svo vel eilurlyf og verkanir þess, að óhugsandi væri, að ég mundi nokkurn tíma verða háður slíku. Og það er satt: Ég vissi miklu meira um eiturlyf og hættuna á misnotkun þeirra en nokkur annar. Þess vegna var ég allsendis óhræddur. En þar skjátlaðist mér hrapal- lega. Ég komst fljótt að raun um, að eiturlyf eru miklu sterkari en nokkur manneskja getur verið. Hafi maður einu sinni ánetjazt þeim, situr maður fastur í netinu og getur engja björg sér veitt. Þegar Lindsey var staðinn að verki, var hann búinn að klófesta 16 heroin-hylki, sem átti að efnagreina á rannsóknarstofu lögreglunnar. Hann hafði sjálfur tekið þau og komið þeim í vörzlu lögreglunnar. Hann vissi hvar þau voru geymd og hafði sjálfur aðgang að staðnum. Freistingin var mikil, þar sem hann þjáðist af löngun í eiturlyf. Hann skýrði starfsbræðrum sínum frá því, að hann hefði nokkrum sinnum áður gerzt sek- ur um að slá eign sinni á eiturlyf, sem lögreglan geymdi. Að lokinni rannsókn mála voru eit- urlyf oft brennd. Lindsey krækti sér oft í hluta þeirra, áður en þeim var stungið í ofninn. Einu málsbæturnar, sem Lindsey hefur fram að færa, eru þær, að unnusfa hans fórst í bíl- slysi fyrir tveimur árum. Hann tók fráfall hennar mjög nærri sér. Einhverju sinni, þegar sökn- uður og dapurleiki náðu tökum á honum, lét hann freistast til að taka skammt af heroini, sem hann stal frá lögreglunni. — Ég man ekki hvenær þetta gerðist, segir hann. — En ég man vel, hvernig það gerðist. Mér fannst allt vera mér mótsnúið. Mig langaði alls ekki til að lifa lengur. Ég reyndi að bjóða út stúlkum og skemmta mér, en það misheppnaðist ævinlega. 4 VIKAN 43-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.