Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 7

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 7
ykkur til einhvers fegrunarsér- fræðings. Kannski lætur hann ykkur sofa í plastpoka eða eitt- hvað þess háttar. Gangi ykkur vel! KROSSGÁTUR. Kæn Póstur! Ég hef verið að velta svolitlu fyrir mér, en ekki komizt að neinni niðurstöðu. Og þar sem enginn hefur getað sagt mér það, þá hef ég ákveðið að leggja þetta undir þig, Póstur góður. — En vandamálið er þetta: Hver eru undirstöðuatriðin í gerð kross- gálna? Ég hef hugsað gat á haus- inn á mér, en ekki fundið svarið. Getur þú hjálpað mér? Krossgáluunnandi. P. S. Það er ekki að marka skriftina. Ég er svo taugaóstyrk, vegna þess að það á að setja skólann í dag og ég fer í fjórða bekk. Fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Sama. Það er anzi dapurlegt að vera krossgátuunnandi og hafa ekki hugmynd um hvernig krossgátur eru! En þannig er þetta í þessu bíessuðu lífi: Maður dáir mest það sem maður þekkir ekki. — Annars getur verið býsna skemmtilegt að ráða krossgátur. Að minnsta kosti er það reynsl- an, að þeir sem byrja á því verða hreinlegar krossgátuóðir. í stuttu máli eru krossgátur þannig gerð- ar, að gefin eru upp orð og allur galdurinn er að finna önnur orð, sem hafa sömu eða líka merk- inu og passa í tiltekna reiti. Ef gefið er upp orðið peningur, get- ur Jausnin til dæmis verið fé eða krónur eða aurar eða eitthvað í þá áttina. SJÓNVARP OG DÝRAVERND. Kæra Vika! Mig langar lil að biðja þig að koma á framfæri svolílilli um- kvörtun í póstinum þínum, sem ég les alltaf og veit að fleiri gera. Ég vil byrja á því að taka það fram, að ég er einlægur aðdá- andi íslenzka sjónvarpsins, þótt ég gæti alls ekki séð plottið í því að loka fyrir Keflavíkursjón- varpið og láta það íslenzka vera eitt á sjónvarpsmarkaðinum. Það var einmitt svo gotl fyrir slrák- ana að hafa Keflavíkursjónvarp- ið til samanburðar og uppfyll- ingar svona fyrstu árin. En hvað um það. Nú kem ég að efninu: Um daginn var sýnd íslenzk kvikmynd um einhverjar fugla- veiðar í Vestmannaeyjum. Ég hef aldrei séð annan eins við- bjóð á ævi minni, nema ef vera kynni þegar sýnd var (líka í sjónvarpinu) hvernig Færeying- ar slátra fé sínu. Mér finnst að þessar myndir báðar hefði átt að banna fyrir börn engu síður en hina flóknu, frönsku ástarhistor- íu am Jules og Jim. Sú ágæta mynd var þannig gerð, að börn botnuðu hvorki upp né niður í henni, sem betur fer. Stundum hafa börn verið staðin að því að misþyrma dýrum. Slíkt athæfi hefur verið fordæmt og gert veð- ur út af því í blöðunum eins og vera ber. En þegar fullorðið fólk fer með fugla eins og gert var í Vestmannaeyjamyndinni, er þá ekki ástæða til að þagga slíkt niður? Hvað segir Dýraverndun- arfélagið um það? Með þökk fyrir birtinguna og allt gamalt og gott. Dýravinur. Við viljum aðeins skjóta því inn í, að hér var um heimildar- kvikmynd að ræða til þess að sýna hvernig fuglaveiðar fóru fram hér áður fyrr, þegar lífs- bjargarviðleitnin knúði menn til þess að stunda þær. Nú eru menn sem betur fer hættir þessu. Við erum farnir að fá mörg bréf sem fjalla um cinstaka liði í dagskrá sjónvarpsins. — Sést bezt á því hversu sjónvarpið er orðið snar þáttur í daglegu lífi manna. — Heyrðuð þér ekki veðurfrétt- irnar í morgun, herra lögreglu- þjórrn? x, eg KÝS Bauerup HRÆRIVEL Hún hjálpar mér vEð að HRÆRA — ÞEYTA SKRÆLA — RÍFA MÓTA — BORA HNOÐA — HAKKA — SKILJA PRESSA — MALA — BLANDA BÓNA — BURSTA — SKERPA Ballerup 'BaMsUo— stærðir Ballerup HAND- hrærivél Fæst með standi og skál. Mörg aukatæki ow *FALLEGAR bVANDAÐAR *FJÖLHÆFAR 0. MILLI- STÆRÐ Fæst í 5 litum. Fjöldi tækja. Ballina Á NÝ |y r af H LNÝ BRAGI RÆ R 1V Í AFBRA' ÖS 1 ðÐS J TÆKNI Jj STÓR-hrærivél 650 W. Fyrir mötuneyti, skip og stór heimili. ÁBYRGÐ OG TRAUST VIÐGERÐAR- ÞJÓNUSTA * Elektrónisk hraðastilling * Sama afl ó öllum hröS- um * Sjólfvirkur tímarofi * Stálskól * Hulin raf- magnssnúra: dregst inn í vélina * Mjög öflugur 400 W mótor * Yfirálagsöryggi * Beinar tengingar allra aukatœkja * Tvöfalt hringdrif. SÍMI 24420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVÍK. Sendið undirrit. mynd af Ballerup hrærivél með nánari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmála NAFN........................................................ ‘ HEIAAILI.................................................. TIL Fönix S.f. pósthólf 1421, Reykjavík I r 43. tbi. viican 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.