Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 50

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 50
við byggjum er það ekki slæm lexía og því fyrr sem maður lærir hana, þeim mun betra fyr- ir manns eigin sálarfrið. Adrienne fann hönd hans und- ir olnboganum meðan þau gengu út að bílnum. Bentley spOrt- bíl í úrvals ásigkomulagi. Hún horfði hugsi á hann, þegar hann renndi sér undir stýrið og setti í gang. Hún hafði gert sér rétta hugmynd um hann, allt frá fyrstu kynnum. Hann var hroka- fullur, sjálfselskufullur og kald- hæðinn — en engu að síður var sérkennileg, næstum dapurleg heimspeki í mörgu af því sem hann hafði sagt. Þessar hugsanir og margar aðrar þutu í gegnum höfuðið á henni, þessa stuttu leið milli Drumbeat og hins gerogí- anska einbýlishúss Spencers, hinum megin í þorpinu. Jessica Spencer tók á móti þeim í stofunni sem var smekk- lega húsgögnum búin og tók Adrienne þegar í stað með sér til að kynna hana fyrir gestun- um sem þegar voru komnir. Þetta var samkvæmisglaður og vingjarnlegur hópur; meðalald- urinn lá sennilega milli þrjátíu og fjörtíu ára, að undanteknu einu rosknu pari sem var kynnt sem March dómari og kona hans. Meðan á máltíðinni stóð sat hún milli gestgjafans og hins glaðlega Bill Timpson og hafði enga ástæðu til að láta sér leið- ast, meðan hún naut frábærr- ar máltíðar. Hvað eftir annað leit hún yfir borðið og f ann að Martin Westbury virti hana fyrir sér meðan hann ræddi í lágum hljóðum við Jessicu Spencer og þennan viðkunnalega gamla dómara, sem sat henni til hægri. Framhald í næsta blaði. A ¥ ♦ * Á-G-7-6 4 Á-D-6 Á-9-8-6-4 ekkert N y K-D-G-10-7-6-2 V A 4 K-G-10-9 Jt, k-d 8 A D-10-9 y 8-3 4 8-7-4 Jf, G-10-7-5-2 A K-8-5-4-3-2 V Á-9-5 4 5-3-2 * 3 Norður opnaði á einu laufi. Suður sagði einn spaða, og Vestur sagði tvo spaða, til að krefja um lit. Þetta er game-krafa og segir frá ás eða eyðu í spaðalitnum. Lokasögnin varð samt sex spaðar í Suður. Hjartakóngurinn var látinn út og drepinn heima. Suður ályktaði réttilega, að Austur ætti trompin þrjú, sem úti voru. Þannig hlaut hann að missa einn slag á tromp. Jafnvel þótt tígulsvínunin heppn- aðist, var ekki hægt að komast hjá að gefa einn slag á tígul. Þess- vegna varð sagnhafi að reyna að fría lauf í borði. Þessvegna tók sagnhafi strax á laufásinn og trompaði síðan lauffjarkann. Nú var tígulsvínun tekin, og enn var trompað lauf. Vestur lét hjarta í slag- inn, þannig að nú var grunur sagnhafa um trompleguna staðfestur. Sagnhafi tók nú á tígulás og trompaði enn lauf. Hjarta var sett út og trompað í borði, og nú var síðasta laufið trompað heima. Staðan var nú þessi: A Á-G-7 ¥ ekkert ♦ 6 * ekkert A ekkert N A D-10-9 ¥ D-G ¥ ekkert ♦ K-G ♦ 8 * ekkert s A ekkert A K-8 ¥ 9 ♦ 5 * ekkert Suður lét nú út hjartaníu og trompaði með spaðaásnum í borði. Og nú kom aldeilis til kasta Austurs. Liggur ekki beint við að kasta tíguláttunni í slaginn? Ég er hræddur um, að flest okkar hefðu gert það án umhugsunar. En Austur veit á þessu stigi hvernig landið liggur. En sjáum fyrst hvað gerist, þegar Austur lætur í tíguláttuna. Hann verður að trompa tígulútspilið úr borði, og í þann slag fer tígulfimm sagnhafa. Og nú fær Austur ekki fleiri slagi. Lykilspilamennskan er að fleygja trompníunni í trompásinn. — Þannig fær vörnin einn slag á tígul og einn á tromp. Það er sjaldgæf sú staða í bridge, sem ekki krefst umhugsunar. Svo veltur bara á því hvað við viljum leggja á heilabúið. 50 VIKAN 43. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.