Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 22

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 22
Árið sem þau giftu sig, fóru Husscin konungur og Dina drottning, í opinbcra heimsókn til Eng- lands. Hér á myndinni sjást þau með Elisabeth drottningu, Philip prins, Charles prins og Önnu prinsessu. |ISx JH! 1 y I' P % 1 ' Æ. ' Árið 1955 var gcrt brúðkaup þeirra Husseins og Dinu, sem var ein af fegurstu konum Egypta- lands. Það var greinilega skynsemishjónaband. Árið 1963 fékk Dina að hitta dóttur sína. Það var á sjöunda afmælisdegi Alyiu. — Það var ein af hamingjustundum lífs míns, segir Dina. Dina, fyrrverandi drottning í Jordan, tekur á móti okkur í einbýlishúsi foreldra sinna í Kairo, klukk- an níu um morgun. Mér þykir leiðinlegt að ómaka yður svona snemma dags, en þetta var eini tíminn sem ég hafði. Ég er nefnilega að fara til Beiruth klukkan tíu. Ég ætla að hitta dóttur mína. Og hún brosir, angurværu brosi, sem þó ekki nær til augnanna, eða gefur nokkuð til kynna hvað hún hugsar. Sjáið þér, endurtekur hún, dálítið vandræðalega, eins og til að tjá sig, — ég hitti ekki dóttur mína svo oft. Dóttir mín heitir Alyia, og hún er ellefu ára. Dina drottning bendir á mynd, sem stendur í glugga- kistunni, mynd frá hamingjudögunum, þegar hún var gift Hussein konungi, og Alyia situr hreykin á handlegg föður síns. — Sjáið þér til, ég fæ að hitta hana við og við, hún var reyndar hér, fyrir skömmu síðan. í þetta sinn nær brosið til augnanna, en það er eins og hún sé feimin, hún horfir á hendur sínar, eins og vandræðaleg skólastúlka. MENNTUÐ, RÍK OG FÖGUR. Einu sinni hét hún Dina Abdul Hamid al-Aun, og var ein af fegurstu stúlkum í Egyptalandi. Hún er af einni elztu og virðulegustu fjölskyldu Egyptalands, og fékk nýtízkulegt uppeldi og góða menntun, sem var mjög sjaldgæft í Egyptalandi. Hún var einkabarn auðugra foreldra, sem voru það vel upplýst, að þau elskuðu þessa dóltur sína, engu siður en að hún hefði verið sonur. Dina var alin upp í ást og umhyggju, og það er meira en hægt er að segja um flestar kynsystur hennar í Egyplalandi. Þegar hún var luttugu og þriggja ára tók hún meist- aragráðu í sögu og enskum bókmenntum. Seinna kenndi hún þessi fög við háskólann í Kairo. Dina var nútímastúlka og mjög falleg. Hún var þess- utan vel ættuð og átti von í nokkuð miklum arfi. En þótt hún væri nútíma kona, þá hafði hún ekki ákvörðunarrétt um gjaforð sitt, það voru foreldrarnir sem ákváðu það. Án hennar vitundar hafði það verið til umtals í mörg ár að hún giftisl Hussein, sem þá var ríkiseríingi í Jordan. Einu sinni var hún drottning í Jordan, vei menntuð kona, á vestræna vísu. En þar sem Dina gat ekki fætt konungi son, til að tryggja ríkiserfðir, var hún einfaldlega látin fara, að hætti Austurlandabúa. Nú býr hún ein, heima í Egypta- landi, og lifir fyrir það eitt, að fá einstöku sinnum að hitta dóttur sína. 1 SKUGGA MORÐA. Hussein var sjö árum yngri en Dina, og ólst upp við ; stöðugar morðhótanir, ýmist frá afturhaldssinnuðum eða uppreisnarsinnuðum stjórnmálaflokkum. Árið 1951, þeg- ar hann var aðeins 15 ára, var afi hans myrtur, fyrir augunum á honum, og prinsinn bjargaðist, vegna þess að kúlan, sem átti að bana honum, stöðvaðist í vemd- argrip, sem hann bar um hálsinn. Faðir hans var veiklaður, og 17 ára gamall varð Hussein að taka við völdum í þessu órólega Bedúina ríki. Hann þurfti því sannarlega á því að halda að hafa þroskaða og vel upplýsta konu sér við hlið. Fjölskylda hans hafði fyrir löngu valið Dinu, honum til handa. Þau voru svo gefin saman í hjónaband, með mikilli við- höfn, árið 1955. Það var stofnað til þessa hjónabands af skynsemis ástæðum, og konungurinn var allt of ungur til að kvong- 22 VIKAN 43-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.