Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 10

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 10
ÞÆTTIR UM LÍF OG LEIK ALFREDS ANBRÉSSONAR GYLFI GRÖNDAL TÖK SAMAN - SÍÐARI HLUTI Sú skopsaga er sögð af Alfred Andréssyni, að einhverju sinni á sokkabandsárum sínum hafi hann verið á dansleik. Hann hitti þar stúlku, sem honum leizt vel á og dansaði við hana. En eins og oft vill verða var annar maður á dans- leiknum, sem einnig girntist stúlk- una og hafði ætlað sér hana. Sá var mikill vexti og kraftalegur og hafði fenglzt eitthvað við hnefa- leika. Honum þótti að sjálfsögðu súrt í brotið að þurfa að láta ( minni pokann. f lok dansleiksins kom til handalögmála, sem enduðu með óvæntum sigri Alfreds. Kvöldið eftir var Alfred á gangi eftir Austurstræti með stúlkuna upp á arminn á leið I Nýja bíó, þegar hnyppt var óþyrmilega í hann. — Hann litur við og sér, að þar er kominn vinurinn frá kvöldinu áð- ur. Þessi kraftajötunn hreytir út úr sér: „Viltu koma hérna fyrir hornið og tala við mig. góði." Nú voru góð ráð dýr. Alfred notfærði sér hetjumóð örvæntingar- innar, leit á boxarann og hvfslaði iitrandi vörum: „Ef þú ekki steinheldur kjafti, þá stíg ég ofan á þigl" Boxaranum varð svo mikið um þetta, að á samri stundu var allur vindur úr honum. Upp frá þessu tók hann alltaf ofan fyrir Alfred. Þegar við skildum síðast við Al- fred Andrésson, voru að baki hin glöðu og lausbeizluðu ungdómsár, sem ofangreind skopsaga lýsir. — Hann var þrítugur, þegar kominn ( hóp beztu leikara bæjarins, ný- lega kvæntur og búinn að eignast dóttur. f hönd fóru veltiár stríðsins með hernáminu og öllu sem því fylgdi. BLÓMASKEIÐ REVÝUNNAR. Eins og drepið var á í upphafi verður nafn Alfreds varla nefnt, án þess að í sömu andránni sé minnzt á revýurnar. Af revýunum í Reykja- vík er löng saga, þótt ekki verði hún rakin hér. Revýur og farsar voru um langt árabil vinsælasta leikhúsefnið og þóttu með öllu ómissandi þáttur ( skemmtanalffi bæjarins. Brynjólfur Jóhannesson seg:r í minningum stnum um revý- urnar: „Þær komu og fóru eins og vind- urinn, stóðu með blóma eitt árið og lögðust svo niður það næsta. Þá fengust margir hnyttnir og hag- orðir menn við revýusmfð, Páll Skúlason, Morten Ottesen, Tómas Guðmundsson, Emil Thoroddsen, Haraldur A. Sigurðsson, Bjarni Guð- mundsson og raunar enn fleiri. — Síðasta blómaskeið revýunnar hófst með Fjalakettinum, sem þeir stofn- uðu Emil og Haraldur og Indriði Waage . Fjalakötturinn hafði sýningar sínar ( Iðnó unz Sjáif- stæðishúsið var byggt, en þá tók Bláa stjarnan við." Alfred bar uppi hverja revýuna á fætur annarri. Margar voru bein- Knis samdar fyrir hann. Flestum ber saman um, að revýurnar hafi sjaldan staðið með meiri blóma en einmitt þessi ár. Nægir að nefna örfá dæmi: „Hver maður sinn skammt", Nú er það svart, mað- ur", „Allt í lagi, lagsi". í öllum þessum revýum var hent gaman að atburðum Ifðandi stundar, og fékk þar hver sinn skammt, ekki sfzt stjórnmálamennirnir. Stundum vildi brenna við, að gamanið væri svo- lítið grátt, en sjaidan meiðandi. Og alltaf vakti það óskiptan hlátur og kátínu, ekki sfzt f ógleymanlegri túlkun Alfreds Andréssonar. Hernámið varð efniviður f marg- ar revýur, enda hafa aldrei orðið skjótari umskipti á Iffi og kjörum manna hér á landi. Um fátt var meira rætt en hið svokallaða „ástand". Það fyrirbæri leit eitt sinn þannig út f spéspegli hinna Sigrún Magnúsdóttir og Alfred Andrés- son í Tovaritsh, sem Leikfélag Reykja- víkur sýndi veturinn 1937—'38. 10 VIKAN «•tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.