Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 11

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 11
Alfred og Inga Laxness i íslenzka gamanleiknum Leyni- melur 13, sem Emil Thoroddsen, Haraldur Á. Sigurðs- son og Indriði Waage sömdu. Þegar Alfred og Inga komu heim fró nómi léku þau m. a. í Grænu lyftunni og hlaut leikur þeirra beggja mjög góða dóma. "N jöllu revýuhöfunda og túlkun Al sds: Indælt var í Edenslundi, Eva kót og fyndin, áður en þar yfir dundi ástandið og syndin. Ástand enn er til, aldrei mun það hverfa, ónei. Ástand þar og ástand hér, já, ástand hér og yndisleg er syndin. Fyrrum döpur mörg var mærin, — margur sjansinn þrotinn. En svo fylltist bara bærinn, Bretinn kom og Skotinn. Hafið hernám var. Alls staðar var barizt, ó, 6. Ein var hér, og önnur þar, já, önnur þar svo agalega skotin. Alfred og Agnctr Klemenz Jónsson, ráðuneytisstjóri, á skemmtifundi ís- lendingafélagsins í London. Gaman er með officera oft um dimmar nætur, sem að er — ja, á að vera alveg draumur sætur. 1 say, I love You, og ég held hann skilji, ó, ó. Bráðum er ég orðin frú, já orðin frú, ó, hvernig hann læturl Fjalakötturinn sýndi mest revýur, staðfærða gamanleiki og farsa. — Eitt sinn var sýndur frumsaminn, (slenzkur gamanleikur, „Leynimelur 13", sem þeir sömdu Emil Thor- oddsen, Haraldur Á. og Indriði Waage. Þótti hann takast með af- brigðum vel. Efni leiksins var hús- næðisvandamálið, sem þá var efst á baugi og sitthvað fleira. Aðal- hlutverkin voru f höndum Alfreds Andréssonar og Haraldar Á. Alfred lék K. K. Madsen, klæðskerameist- ara, en Haraldur Á. Svein Jón Jóns- son, skósmið. Nokkru áður en frum- sýningin fór fram, tóku að birtast í dagblöðunum torkennilegar aug- lýsingar, eins og til dæmis þessar: „Flestar saumastofur bæjarins eru lokaðar, — en 25. þ. m. opnar K. K. Madsen, klæðskerameistari, Leynimel 13." „Er fluttur að Leynimel 13. — Sveinn Jón Jónsson, skósmiður." Þessar auglýsingar vöktu for- vitni og áhuga almennings og sýna vel hugkvæmni forráðamanna Fjalakattarins. Það má með sanni segja, að Fjalakötturinn hafi lífgað upp á tilveruna ( þá daga, lýst upp skammdegið og gert hversdags- leikann að spaugilegu ævintýri — eina kvöldstund. Og Alfred Andrés- son var sá starfskraftur, sem fé- lagið mátti s(zt án vera. ÞJÁÐIST AF TAUGAÓSTYRK. Fæstir gera sér Ijóst, er þeir sitja ( leikhúsi og njóta góðrar skemmt- unar, hversu gífurleg vinna llggur að baki einni leiksýningu. Aðeins þeir. sem fengið hafa tækifæri til að skyggnast bak við tjöldin og fylgjast með æfingum lelkrits, hafa hugmynd um allt það erfiði og taugastríð, sem leikarar þurfa að leggja á sig. Á þessum árum var erfiðið enn þá meira en nú. Þá var ekkert atvinnuleikhús. Leikararnir urðu að stunda vinnu sfna á dag- inn, en æfa á kvöldln — oft fram á rauðanótt. Líklega finna allir leikarar til einhvers taugaóstyrks. En sumir eru verr settir hvað þetta snertir en aðrir. Alfred var ( hópi þeirra, sem alltaf þjást af miklum taugaóstyrk. Þar við bættist, að síðustu árin, sem hann lék, átti hann við mikla vanheilsu að sfrtða. Hann var því sjálfur oft sárþjáður er hann lék á sviðinu og leikhúsgestir veltust um af hlátri ( sætum sfnum. „Hann var alla tíð veill," segir Inga Þórðardóttir. „Hann hafði haft magakrampa sem barn og Framhald á bls. 35. «. tbi. vxKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.