Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 18

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 18
ALVARAI OG GAMAN LEIKLISTAR- HELGA SJEMUNDSSON Efalaust sækja íslendingar leik- hús betur en nokkur önnur menn- ingarþjóð samkvæmt höfðatölu- reglunni alkunnu. Leiklist var fyrr- um tómstundaiðja ó landi hér. Nú star*a í höfuðborginni tvö leikhús með ólitlegum hópi fastráðinna leik- ara, en auk þess kemur útvarpið mjög við sögu leiklistarinnar. Og íslendingar kunna sannarlega að meta leiklistina. Hins vegar gegnir um hana svipuðu máli og bók- menntirnar, greinargerð um verk- efni og sýningar leikhúsanna segir ekki allt fremur en sams konar upplýsingar um bækur og eintaka- fjölda. íslenzk leiklist er mikið fagn- aðarefni, en eigi að síður mun ástæða að (huga viðhorf hennar og þróun. Mig langar að leggja nokkur orð í þann belg, þó að ég sé hvorki sérfróður um leikrit né leiklist. Til hvers förum við í leikhús? Flestir munu leita þangað í þeim erindagerðum að verða sér annars vegar úti um alvöru menntandi list- ar og hins vegar gaman þess að lengja lífið hressandi hlátri. Gefst kostur þessa eins og skyldi? íslenzku leikhúsin afla sér tvenns konar verkefna. Annars vegar eru frumsamin (slenzk leikrit, hins veg- ar þýdd. Allmikið fer fyrir alvörunni ( ís- lenzkri leikritagerð. Samt mun hún sú bókmenntagrein, sem enn telst á lægstu stigi hérlendis. Ungir höf- undar velja sér hana þó að við- fangsefni með nokkrum árangri. Mikils virði eru og tilraunir Ha11- dórs Laxness á því sviði, enda þótt þær hafi ekki orðið honum til frægð- ar í líkingu við sagnaskáldskapinn heima eða erlendis. Viðleitni (s- lenzkra leikritahöfunda dæmist virð- ingarverð, og við getum vafalaust gert okkur von um listræn og áhrifa- rík leikrit, þegar nauðsynlegt sam- starf kemst á með leikritahöfundun- um og leikstjórum og leikurum, en f þvf efni sýnist Leikfélag Reykja- v(kur hafa forustu umfram þjóð- leikhúsið. Ráðamenn leikfélagsins virðast hugkvæmari og djarfari í verkefnavali og vinnubrögðum en húsbændurnir f „musteri (slenzkrar tungu" við Hverfisgötu. Samt er skylt að játa, að bæði leikhúsin ætla sér ærinn hlut um verkefni og gera margt stórvel. Helzt gegnir furðu, hvað val gamalla íslenzkra leikrita er ein- hæft einkum í þjóðleikhúsinu, en möguleikar þess eru vitaskuld fleiri og meiri en leikfélagsins. Þessu til áréttingar minni ég á þá tvo ís- lendinga, sem mestum árangri hafa náð ( leikritagerð hingað til, Guð- mund Kamban og Jóhann Sigur- jónsson. Enn eru sum leikrit Kamb- ans óþýdd á íslenzku og hafa þar af leiðandi aldrei sézt á íslenzku leiksviði. Það er naumast vansa- laust. Undrunarefni er og, að Njálu- leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, Mörður Valgarðsson, skuli ekki hafa verið flutt í þjóðleikhúsinu. Það er raunar umdeilanlegt, þar eð leikrit- ið stendur í skugga annars lista- verks. Njála gleymist íslendingum ekki, og hún er Jóhanni Sigurjóns- syni erfiður samanburður, þegar íslenzkir lesendur eða áhorfendur skulu um dæma. Þó leikur ekki á tveim tungum, að þetta sé harla athyglisvert leikrit. Sumt í listrænum boðskap þess, mun fegursti skáld- skapur þessa hugkvæma og smekk- vísa höfundar. Jóhanni var leikrit- ið mjög kært, og batt hann við það miklar frægðarvonir. Myndi ekki hæfa að sýna íslendingum Mörð Valgarðsson við tækifæri ( stað þess að láta við það sitja að endurtaka Fjalla-Eyvind og Galdra-Loft eins og þau séu einu leikrit Jóhanns Sigurjónssonar? Slíkt er ótvíræð skylda þjóðleikhússins, því að leikfélagið getur ekki flutt leikrit þetta, meðan það starfar ( Iðnó. Nógu ætti að vera af að taka, þegar um erlend leikrit er að ræða. Þó er val þeirra islenzku leikhús- unum nokkurt vandamál. Mörg frægustu og snjöllustu leikrit heims- bókmenntanna komast ekki á fram færi við íslendinga. Stafar það mjög af því, að þýðingarnar misheopn- ast iðulega. Raunar teljast sumar leikritaþýðingar seinni tíma góðir bókmenntaviðburðir, og hef ég þá sér f lagi í huga hlut Helga Hálfdan- arsonar og Árna Guðnasonar, en slíkt eru undantekningar. Er t. d. óafsakanlegt margt það, sem þjóð- leikhúsið leyfir sér að bjóða upp á sem leikritaþýðirgar. Það rís bág- lega undir kenninafninu „musteri fslenzkrar tungu". Þetta er að sumu leyti sök leik- dómaranna. Þeir una vondum þýð- ingum oft og tíðum þegjandi, enda ferst þeim ekki að láta mikið að sér kveða. Þeir gerast sjálfir ærið sekir um slæmar leikritaþýðingar, sem bera smekk þeirra og dóm- hæfni ömurlegt vitni. Ur þessu ó- fremdarástandi verður að bæta með því að borga þýðingar mun betur en nú tíðkast og gera axaskafta- smiðina atvinnulausa. 18 VIKAN «■tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.