Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 26

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 26
tíðum stóð í íbúðinni. Hann spurði mig gjarnan um lexíurn- ar mínar, leit í bækurnar sem einkunnir mínar voru skráðar i og bað mig stundum að lofa sér að sjá stílabækurnar mín- ar. 1937 eða 1938 var enginn eftir af því fólki, sem mamma hafði ráðið, af fólkinu sem clskaði og virti hana, nema fóstran mín. öll hin höfðu horfið smátt og smátt. Eitt árið þegar ég kom aftur lil að ganga í skólann i sept- ember fann ég, að gamla eldahuskan okkar, Elísaveta, var farin. Síðar losuðu þeir sig við Tönju, stóra konu, sem var vön að hera þungu eldhúsbakkana. Loks fór ráðskonan, Carolina Till, lika. Nú var allt heimilishaldið rekið á kostnað ríkisins. Fjöldi starfsliðsins jókst gífurlega. í öllum liúsum pabba skutu alit í einu upp kollinum fyrirliðar, flokkur lífvarða hver með sinn foringja, tveir matreiðslumenn og tvöfaldur fjöldi þjónustustúlkna og skúringakvenna. Auðvitað varð allt þetta fólk sjálfkrafa starfsfólk M.G.B., (eða G.P.U., eins og leyniiögreglan var enn kölluð). 1939, meðan fólk var enn að hverfa i öllum áttum, kom einhver fram með þær upplýsingar, að eiginmaður fóstru minnar, sem hún yfirgaf i fyrri heimsstyrjöldinni, hefði verið í lögreglu zarsins fyrir hyltinguna. Pahha var sagt, að hún væri „óáreiðanleg“ og sonur hennar ætti óæskilega vini. Pabbi Jiafði engan tima lil að liggja sjálfur yfir svona löguðu. Hann vildi fá að vita um svona nokkuð þegar aðr- ir hefðu „lokað máli þeirra.“ Þegar ég heyrði að á prjón- unum væri ráðabrugg um að láta fóstruna fara, fór ég að hágráta. Pahhi stóðst ekki tár. Það fauk í hann og hann skipaði að fóstra yrði látin i friði. Ekkert heimilishald hafði jafn opinbert, jafnvel hálf hernaðarlegt andrúmsloft og okkar. Ekkert var jafn háð stjórn leynilögreglunnar. Sergei Jefimoff, sem var lífvarðarforingi i Zúhalóvó meðan mamma var enn á lifi, var fluttur til pabba i Kúntsevó. Hann hafði að minnsta kosti einhverjar leifar af mannlegum tilfinningum i okkar garð sem fjölskyldu. Undir ævilok pabba féll Jefímoff, sem þá var hershöfðingi í leynilögreglunni, úr náð hjá honum. Hann var fjarlægð- ur og „étinn lifandi“ af starfshræðrum sínum, hinum hers- höfðingjunum og ofurstunum i lögreglunni, sem mynduðu eins konar einkennilega „hirð“ umliverfis pabba. Ég verð að minnast á annan hershöfðingja, Nikolai Vlasik, sem Rauði herinn skipaði fyrst lifvörð pabba 1919, og var með honum mjög lengi, náði að lokum gifurlegum völd- um bak við tjöldin. Hann bar ábyrgð á öllum öryggisráð- stöfunum varðandi pabba og taldi sig standa nær honum en nokkurn annan. Þótt hann væri ótrúlega heimskur, menntunarlaus og óheflaður, hagaði hann sér eins og stór- menni og tók upp hjá sjálfum sér á síðustu árum pahba að stjórna „smekk félaga Stalins“. Engin viðhafnarsýning i Bolsjoi kvöldið fyrir 7. nóvember, eða rikisveizla i St. Georgs-salnum í Kreml mátti eiga sér stað án þess að Vlasik færi yfir efnisskrána fyrst. Meðan mamma var á lifi var hann i hfverði pahba og steig aldrei fæti inn i húsið. Siðar varð hann samt stöðugt kúgildi i Kúntsevó. Þaðan stjórnaði hann öllum öðrum að- setrum pabba. Pabbi átti tvö önnur hús ufan við Moskvu. Þau voru Lipki, fornt setur við Dimitroff þjóðveginn með 26 VTKAN 43-tbI’ tjörn, dásamlegu húsi og gríðarstórum garði, umkringdum linditrjám, og Semjónovskoje, gamalt, fallegt setur. Nýja ráðslconan okkar í Kreml, lautínant (síðar majór) í Öryggisdeild ríkisins, Alexandra Nakasidse, birtist 1937 eða 1938 fyrir milligöngu hins góða embættis Bería, sem hún var skyld. í fyrstu var ég of ung, aðeins 11 eða 12 ára, til að skilja hve fáránlegt það var að liafa eigin, persónulegan spæjara Bería á lieimilinu. Pabbi virtist mjög fjarlægur okkur. Endrum og eins gaf hann hinum óopinbera eftirlitsmanni okkar, Vlasik, fyrir- mæli í stórum dráttum um það, hvernig ætli að ala oklcur upp. Yfirfóstra að nafni Lidía Georgíjevna kom fram á sviðið um það leyti sem ég fór fyrst í skóla. Ilún var pinulitil og krvpplingur, með rautt, lilað hár. Iienni og fóstrunni minni lenti saman strax fyrsta daginn. Hún „ól mig upp“ í fimm ár, skaut upp kollinum á hverjum degi lil að gera mér lífið leitt. Eflir fimm ár bað ég pabba að losa okkur við hana. Pabbi hafði enga sérstaka samúð með meykerlingarkrypplingi sem gerði sig lil við alla karlmenn sem Iiún sá og ég var losuð við hana. 1937 ákvað einhver, að óeinkennisklæddur maður skýldi fylgja mér Iivert fótmál, út i sveit, í leikhús, að og frá skóla á hverjum degi. Sá fyrsti var horaður og því líkastur sem hann gengi með gulu, ívan Krivenkó. Fljótlega kom í hans stað feitur, sjálfsánægður náungi að nafni Alexander Volkoff, sem smám saman tröllreið öllum skólanum. í stað þess að nota sömu skólastofu og allir aðrir, varð ég að nota sérstakt, lítið herbergi við hliðina á skólaskrifstofunni, og þangað gekk ég rjóð og vandræðaleg. Ég varð að hafa með mér nesti að heiman og klúkti í smákompu, útilokuð frá vin- um mínum. Næst fékk ég vingjarnlegan hljóðlátan mann að nafni Mikhalí Klímoff. Hann tölti tryggur á eftir mér frá 1940 til 1944, að starfið var fellt algerlega niður. Þá var ég á fyrsla ári i háskólanum. Ég sagði pabba að ég skamm- aðist mín l'yrir að fara )>angað með þennan „liala“. Sýni- lega gerði pahbi sér grein fyrir, hve afkáralegt þetta var allt saman. Ilann var nýkominn heim frá Teheran ráðstefn- unni i desember 1943, og var í einstaklega góðu skapi. Hann sagði bara. „Til Helvítis með þig þá. Láttu drepa þig, cf þú vilt. Mér kemur það ekki við.“ Ég var með öðrum orðum sautján og hálfs árs, áður en ég mátti fara í leikhús, á híó, eða til háskólans ein og sjálf, eða svo mikið sem ganga út á götuna. Ég man glögglega siðasta skiftið sem Alexander Svanidse frændi kom í íbúð okkar í Kreml. Hann var dapur og niður- dreginn. Hann hlýtur að hafa vitað meira en vel hvað gekk á. Það var verið að liandtaka fólk í Georgíu, þar sem Beria komst af stað. Hann sat lengi i herberginu mínu og beið effir ]>abba. Ilann kyssti mig og lék sér við mig og lét mig silja í kjöltu sér. Pabbi kom. Venjulega kom liann með þá sem verið höfðu á skrifstofunni hjá honum allan dag- inn. Hann kom næstum aldrei einn. Það getur varla hafa verið auðvelt fyrir Alexánder frænda að tala við hann, frammi fyrir hinum. Það var eins og pabbi gerði sér fara um að slíta sig úr

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.