Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 40

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 40
fÚRHALLUR SIGURJÖNSSON simi 18450 Pingholtsstr. 11. Pad er sama A hver sidd kjólsins er... défilé 30-50Den Læknirinn túlkaði og stúlkan hlustaði. Hún stóð ennþá og hélt kjólnum að sér, og þegar læknir- inn hafði lokið máli sínu, kraup hún aftur á silkikoddann, og rugg- aði sér aftur á hælana,- það var eins og virðuleg kveðja. Hún brosti ekki lengur, en þeg- ar þessi dásamlegu augu mættu mínum, var eins og Ijúf alda um- lyki mig, eins og eitthvert samband væri milli mín og hennar, en svo sá ég að þetta var misskilningur, þvl að augu hennar urðu sorg- mædd, og ég fann að hún vor- kenndi mér. Svo talaði hún, og rödd hennar var alvarleg,- — önn- ur hvíta höndin tók blómin upp af gólfinu. — Ég heyrði söng nætur- galans inni I skóginum. Svo lokaði gamli maðurinn dyrunum, að baki barnsins sem hann tignaði svo mjög. — Hún sagði, læknirinn stamaði vandræðalega. — Hún sagði — orð hennar voru þessi: — Ég kenni í brjósti um ykkur. O, hve land ykk- ar hlýtur að vera ömurlegt og fá- tæk*, að eiga engan næturgala. Við úðuðum gamla manninn og flýttum okkur svo út úr húsagarð- inum. Við flýttum okkur líka að Ijúka skyldustörfum okkar, — grafa þá látnu, úthluta lyfjum og hrís- grjónum, og að bólusetja. Þetta var allt mjög óraunverulegt fyrir mér. En lengi á eftir hlustaði ég oft eft- ir söng næturgala, og stundum fannst mér ég heyra til þeirra i raun og veru,- — það var á þeim sjaldgæfu augnablikum, þegar fall- byssurnar voru hljóðar, og ég beið löðursveittur í gryfjunum, eftir þvi að árásir byrjuðu á ný. ☆ Einmana drottning Framhald af ls. 23. Dina brosir, og það er angur- værð í augunum. ■ Ég fékk ekki að sjá dóttur mína í mörg ár. Það voru svo miklar óeirðir. Feisal konungur, frændi Husseins, var myrtur í Irak. Fjölskyldan var reyndar öll myrt. Það voru líka óeirðir í Jordan, og það var sagt að kon- ungurinn hefði verið myrtur, en hann komst undan. Hann stökk upp á brynvarinn bíl, með skammbyssu í hendinni. ók beint að uppreisnarmönnunum og tók þá fasta. Hvað haldið þér að hefði skeð með dóttur mína, ef konungurinn hefði verið myrt- ur? Það liðu margar vikur, þangað til ég frétti að allt hefði farið vel. Dina horfir í gaupnir sér, þér verðið af afsaka.... En hún fer samt ekki strax. — Alyia var hér í júlí í fyrra_ Nú fæ ég að hitta hana í Beiruth,. en ég fæ ekk að fara til Amman. Hún strýkur höndunum niður fallega, hvítan kjólinn, eins og til að dreifa hugsunum sínum: — Ég hefi fitnað um næstum fimm kíló, það er hræðilegt. En ég þarf svo oft að fara i matar- veizlur, með útlendum gestum, margir þeirra eru frá Jordan. Dina drottning er dálítið þybb- in, eins og austurlenzkar konur eru oft, hún er ekki sérstaklega hávaxin, en mjög fögur. Hún er eiginlega fegurri en hún var fyr- ir tóif árum, þegar hún giftist. Augu hennar eru nokkuð sorg- mædd, húðin fallega sólbrún, og svart, þykkt hárið greiðir hún í hnút í hnakkanum. Hún ljómar af kvenlegri mýkt og styrkleika. Það er bara þegar hún talar um dótturina, að hún er eins og hálf- feimin. — Það er ekki margt, sem ég tek mér fyrir hendur. Ég gæti skrifað bók, um stjórnmál. En einhverra hluta vegna, kem ég því aldrei í verk. Ég skrifa bréf til Alyiu, hún má taka við þeim núna, það mátti hún ekki áður. MUNA HEFUR BREYTT ÖLLU. í samtalinu við drottninguna koma oft fyrir orðin „fyrr“ og „nú“. Hún nefnir ekki hver ástæðan fyrir þessari breytingu er, en vdnir hennar vita það, og þeir vita líka hve þakklát hún er þeirri konu, sem hefur feng- ið Hussein til að skilja, að barn þarfnast móður sinnar. Það er Muna prinsessa, seinni kona Husseins, og móðir tveggja sona hans, sem hefur skilið sorg Dinu. Það er Muna sem nú sinn- ir hinni yfirgefnu litlu prinsessu, og kemur því til leiðar að hún fær að hitla móður sína. Hussein hélt að telpan hefði gleymt móður sinni, en fóstrur barnsins höfðu ekki verið jafn harðneskjulegar og hann, þær höfðu fært henni bréf og gjafir frá móður hennar, á laun. Fyrir þessu einmana barni varð móð- irin eins konar ævintýravera, sem hún nú loksins fær að hitta. Og Hussein er svo ánægður í sínu nýja hjónabandi, að hann er orðinn miklu betri í umgengni. — Nú er Alyia orðin ellefu ára, segir Dina. Við höfum mjög góðan amerískan skóla hér í Maadi. Ég vildi óska að hún fengi að sækja hann í nokkur ár. Mig langar svo til að annast uppeldi hennar. Það getur ver- ið að hún fái að heimsækja mig, en það verður aldrei nema nokkr- ar vikur. Hugsið þér yður hve ánægjulegt það yrði fyrir okkur öll, ekki sízt fyrir foreldra mína. Dina brosir og hagræðir hári sínu: — Þér verðið að afsaka, en nú verð ég að fara, flugvélin er á 40 VIKAN tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.