Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 23

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 23
Dæturnar eru raunar viðurkenndar innan fjölskyldunnar, en þegar konungsríki eru í veði, eru það aðeins synirnir, sem reiknað er með. . « Næsta alvarlega árásin á Hussein konung var gerð haustið 1956. Þá var tilkynnt í heimsblöð- unum að hann væri látinn. En sprengjan, sem átti að drepa konunginn, drap forsætisráðherr- ann og 11 manns, sem stóðu hjá honum. Konungurinn kom of seint á fundinn og slapp. Þá varð Dina drottning að taka virkan þátt í stjórninni. Hún var skipuð forsætisráðherra, og varð að sinna því starfi, þangað til nýr forsætisráðherra var skipaður. En óeirðirnar héldu áfram í landinu, og sýnilega líka innan konungsfjölskyldunnar. HVERSVEGNA SKILDU ÞAU? Það hefur enginn fengið að vita allan sannleikann í því máli. Gat Dina ekki eignazt fleiri börn? Var það aldursmunurinn, sem eyðilagði hjónabandið? Voru það síendurteknar morðtil- raunir á konungsfjölskylduna, eða einhverj- ar aðrar ytri ástæður, sem að lokum gerði það að verkum, að konungur útskúfaði drottningunni; það er eina aðferðin sem Ar- abar nota í skilnaðarmálum. Vinir hennar í Kairo halda að það hafi verið aldursmunurinn, sem réði úrslitum í þessu máli; Konungurinn var of ungur og óþrosk- aður. í dag hefðu það verið meiri möguleik- ar á því að hjónabandið hefði blessazt. Nú er Hussein kvæntur enskri stúlku, — Toni Gardiner, sem hefur verið látin skipta um nafn, og er nú kölluð Muna prinsessa. Hún hefur fætt konungi synina tvo, sem Dina aldrei eignaðist, og nú er það Muna, sem stendur við hlið konungs, í þessum síð- ustu hörmungum hans. Dina varð að yfirgefa Jordan. Hún fékk að taka eigur sínar með sér. En það eina, sem skipti hana nokkru máli, dótturina Aly- iju, varð hún að skilja eftir. Enginn veit hversvegna. Hvaða ánægju gat Hussein haft af dótlur sinni? Hún gat aldrei orðið ríkiserfingi, og hann hafði aldr- ei tíma til að sinna henni; hún bjó ekki einu sinni í höllinni, heldur var hún alin upp af enskum og frönskum kennslukonum, sem bjuggu með henni í einbýlishúsi. Það getur verið að Dina og Hussein viti sjálf ástæðuna fyrir þessu furðulega fyrir- komulagi, en enginn af vinum þeirra hefur hugmynd um hana. NÁBÚI EYÐIMERKURLÖGREGLUNNAR. Dina drottning flutti heim til foreldra sinna, sem búa í einbýlishúsi, í hinni fögru útborg Maadi, fyrir utan Kario, og byggð er á vin. Húsið er líkast lítilli höll, og næstu nábúar eru eyðimerkurlögreglan. Gat- an, fyrir utan húsið er skírð í höfuðið á Dinu Drottningu. En það er ekki löng gata, við hana standa aðeins nokkur hús. Kringum húsið er stór skrautgarður, og þegar við ökum inn úr hliðinu, kemur fjöld- inn allur af hundum og köttum á móti okk- ur. Bak við húsið sjáum við bundinn asna og ennþá fleiri ketti. Dina di-ottning ýtir nokkrum þeirra úr vegi, og tekur upp í lófa sinn ósköp lítinn og óásjálegan hvolp. Hann er ekki stærri en egypzku rotturnar, og hengir hausinn, þeg- ar hún strýkur hann. — Við fundum þennan fyrir nokkrum dög- um. Hann var svo hræðilega aumur, ljótur og einmana, að ég varð að miskunna mig yf- ir hann. Svo hræðilega einmana.... STUNDUM ER ÉG HRÆDD . . . Dóttir mín á asnann. Hann heitir ekki neitt, við skírum aldrei asna, og . . . já, dóttir mín sér hann ekki oft. Framhald á bls. 40. 43. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.