Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 49

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 49
LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð LOXENE - og fflasan fer kaldhæðinn. Hann tæmdi glasið, þáði í það aftur og leit með við- urkenningaraugum í kringum sig. — Þetta er fallegur. staður. Ég man vel þann dag, þegar Sir John fluttist hingað. Ég var kominn á fremsta hlunn með að sparka ærlega í sköflunginn á honum, fyrir að hann vogaði sér að setjast að í þessu húsi. — Þekktuð þér þá Drumbeat, áður en Sir John kom hérna? — Já. Hann mætti undrunar- augnaráði hennar og það var ergelsissvipur í gráum augun- um. — Já. Afi minn í móðurætt var síðasti Ransomeinn, sem bjó hér. Sá Jeffrey Ransome, sem drepin var við Dunkirk, var móðurbróðir minn. — Ég hélt, að þér væruð .... — Aðfluttur hingað? Hann lauk setningunni fyrir hana. — Nei, ég fæddist í gamla leigu- liðahúsinu. Það er bara rúst nú, hefur ekki verið notað í mörg, mörg ár, en við áttum þar heima þar til ég fór í skóla. — Þá hljótið þér að líta á mig sem utanaðkomandi og óvel- kominn gest, muldraði Adrienne og lét augun hvarfla yfir alla þessa hluti, sem henni var farið að þykja vænt um og hlutu að vera honum vel þekktir. — Ég hafði ekki hugmynd um að það væru nokkrir afkomendur Ran- some fjölskyldunnar í nágrenn- inu. Þá .... þá .... eru allar myndirnar hér af forfeðrum yð- ar. Ef til vill skýrir það sérstaka aðdáun Jamies á Ransome ridd- ara. — Gagnkvæmt aðdráttarafl milli tveggja líkra .... Það kæmi mér ekki á óvart. Martin brosti breitt. — Ég held ekki, að hann hafi áhuga fyrir sagn- fræðilegum bakgrunni hins hug- djarfa Charles. — Þér hafið ekkert á móti því að hann komi hingað sem gestur? — Nei, af hverju ætti ég að hafa það? Ég hef gert það sjálf- ur í áraraðir. Gamli Sir John og ég vorum prýðisvinir. Hann setti glasið á borðið og reis á fætur; með hendurnar á kafi í buxnavösunum gekk hann fram og aftur um herbergið. Hann nam staðar fyrir framan borg- undarhólmsklukkuna og bar tím- ann saman við úrið sitt. — Ég hef hvort sem er ekki ráð á að eiga hús eins og þetta, ekki vegna þess að ég hefði haft áhuga fyrir því, ef málin hefðu snúið öðru vísi. Ég á tvo eldri bræður, bætti hann við, þýð- ingarmiklum róm. Hann tók kápuna hennar ofan úr fata- henginu og hélt henni fyrir hana. — Látið það ekki á yður fá. Ég hef aldrei haft neitt vit á peningum og ég lærði snemma og fljótt að ég mátti ekki álíta að neitt sem ég hafði væri mitt að eilífu. í þessum heimi sem SJÁLFVIRK BRAUÐRIST mmti STRAUJÁRN GUFUJARN HEIMSÞEKKT VÖRUMERKL FÆST í . NÆSTU RAFTÆKJA- VERZLUN 43. tbl. VIKAN 40

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.