Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 6

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 6
ENSKAR instBlRisvegstiísar ★ Mi ÉM Mðra a m, sftr 30 Rfir. tíspi M iiasstæðara. LIIAlfER If. Grensósvegi 22 og 24 (horni Miklubrautar). — Símar 30280 og 32262. HORNGRÝTIS PRÓFIN. Kæra Vika! Ég var að lesa áðan, mér til mikiilar ánægju, frásögn af fundi menntamálaráðherra Evrópuráðs- ins, þar sem segir, að prófin séu hæpinn mælikvarði á þekkingu nemenda, og sitthvað fleira er rétlilega fundið að þeim. Þetta er svo sannarlega engin ný speki. Ég hef til dæmis hald- ið þessu fram, allt síðan ég var sjálfur í skóla og var þrautpínd- ur með stöðugu prófafargani. — Þetta kom sér sérstaklega illa fyrir mig, því að ég þjáðist af sjúkdómi sem nefnist prófskrekk- ur, og þess vegna fannst mér einkunnir mínar miklu lægri en ég átti skilið. Einu sinni gerðist ég svo djarfur að skrifa grein í skólablaðið gegn prófunum, en það var bara hlegið að mér. En það ber sem sagt ekki allt upp á sama daginn, og mikið varð ég glaðpr þegar ég las frétt- ina af þessari stórmerkilegu ráð- stefnu í útlandinu. Fyrst svona háir herrar eru búnir að kom- ast að þessari niðurstöðu, hvern ig væri þá, að skólaspekingarn- ir okkar settust á rökstóla til þess að ræða málið? Góða Vika! Komdu þessu á framfæri fyrir mig. Öll skóla- börn landsins fagna því, ef horn- grýtis prófin verða loksins lögð niður. Einn á móti prófum. FJÓRAR LÍFSREGLUR. Hæ, Póstur! Fyrir nokkrum árum las ég í einhverju erlendu blaði fjórar lífsreglur fyrir fólk, sem þjáist af stressi og annarri taugaveikl- un. Þær festust svo rækilega í mér og hafa gefizt svo vel í að- skiljanlegum æsingi, svo að mér datt í hug, hvort þú vildir ekki birta þær almenningi til sálu- hjálpar. Svona er orðanna hljóð- an: 1. Horfizt í augu við vanda- málin. 2. Sættið ykkur við orðinn hlut. 3. Gefið dauðann og djöfulinn í ailt saman. 4. Látið tímann líða. Allt tek- ur enda. Bless, M. Við þökkum kærlega fyrir þessi fjögur boðorð. En ætli vandamál taugaveiklunar nútím- ans sé ekki flóknara en svo, að það verði leyst með svona ein- földu pennastriki? ÞRJÁR OF FEITAR. Kæri Póstur! Ekki myndir þú vera svo góð- ur að segja mér, hvaða ávexti er óhætt að borða, ef maður ætl- ar í megrun? Þú veizt sjálfur hvað það er ljótt að sjá þykkt kvenfólk, og ég er ekki það ásjá- leg að ég megi við því að vera feit. Ég vona svo, að ég fái svar fljótt, því að fyrr get ég ekki andað rólega. Ein of feit. P. S. Vikan er eina blaðið sem ég les á íslenzku, svo að vonlaust er fyrir mig að leita annars stað- ar. Gætir þú líka sagt mér hvað forsetinn í Sviss heitir? Sama. Þetta bréf kemur alla leið frá Sviss svo að segja má, að Ies- endur Vikunnar séu víða stað- settir á hnettinum. Að því er við bezt vitum er þér óhætt að borða appclsínur, grape fruit og aðra slíka ávexti, en þú mátt helzt ekki borða banana og epli. — í Svi.ss er skipt árlega um forseta. 1 fyrra hét hann Spúhler, en við höfum ekki ennþá frétt hvað sá nýjasti heitir. Annars ætti að vera hægara fyrir þig en okkur að komast að því! — Og hér kemur svo annað bréf um offitu: Kæri Póstur! Við erum hérna tvær stelpur og erum í hræðilegum vandræð- um, vegna þess að við erum svo fjandi feitar fyrir neðan mitti, en passlegar fyrir ofan mitti. Þó að við megrum okkur minnka rassinn og lærin ekkert. Af því að þú hefur svarað svo miklum og góðum spurningum, þá hlýtur þú að geta svarað þessari líka. Við bíðum og bíðum eftir svari, en það verður nú verra, ef þetta bréf lendir í ruslinu. En við vilj- um enga útúrsnúninga. Tvær sem hugsa um línurnar. Það eru til óteljandi aðferðir við að megra sig og ekki treyst- um við okkur til að gera upp á milli þeirra. Þið verðið að snúa 0 VIKAN 43-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.