Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 14

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 14
 KRAFT FRAMHALDSSAGAN EFTIR MARIAN NAISMITH 4. HLUTI Hundurinn minn á að vera með mér hvar sem er. Hvar sem hann vill í öllum heiminum - meira að segja í baði með mér, ef hann vill. Ef hann vill ekki fara eitthvað, vil ég ekki fara heldur. — Það er engin frú Westbury. — Það hlýtur að hafa verið það einhvern tíma, sagði Julie. — Eða trúirðu ennþá á að stork- urinn komi með börnin. Adrienne strauk hárlokk frá enninu. Hún var grafalvarleg. -— Jamie segir að móðir hans sé dáin. Ég spurði Mörthu um fjöl- skylduna, en hún gat ekki sagt mér mikið. Martin Westbury flutti hingað til Crompton Abbey. Áð\ir bjuggu þeir í Oxford svo það er sennilega þar sem móðir Jamies dó. Westbury var vinur Sir Johns Bamber og kom oft að Drumbeat meðan sá gamli bjó hér, að öðru leyti sýnist engin vita neitt að gagni um hann, áður en hann keypti húsið í þorpinu. Martha segir að sér hafi líkað vel við hann og að henni hafi alltaf fundizt hann afar viðkunnanlegur, þegar hann kom hér, en ég hef ekki viljað spyrja of mikið. Þótt ég treysti Mörthu vel dettur mér ekki í hug að búa til efni í kjaftasögur fyrir þorpið. — Kannske hann hafi konu í fórum sínum, einhvers staðar. Hann lítur út fyrir að vera af þeirri gerðinni — Ég hélt að þér litist á hann. — Ég hef ekki sagt það. — Þú sagðir að vangasvipur- inn væri viðkunnalegur og hann hefði fallegan hnakka. Er það ekki sama og segja að þér lítist vel á hann? Það glampaði í dimmum augum hennar. — Eða hefurðu skipt um skoðun? — Mér hefur ekki unnizt tími til þess. Julie slengdi frá sér tímaritinu og kveikti í sígarettu. — Eftir því sem ég hef séð af vini okkar Westbury þori ég að fullyrða að hann er stoltur eins og fjandinn og ber djúpstæðan kala til heimsins og mannanna. Hversvegna, veit ég ekki, en ég ska) viðurkenna að ég er nógu forvitin til að mig myndi langa að vita það. Hún rétti snöggt úr sér og gretti sig. — Ég er reynd- ar vönust því að vilja að fólk sé ekki með nefið í hvers annars koppum. Hvað gengur að mér í kvöld? Hún fitjaði upp á nefið. — Við skulum tala um eitthvað annað. Adrienne starði enn inn í eld- inn. — Þú hefur rétt fyrir þér. — Hann er svolítið hörkulegur, ég verð að viðurkenna það og það er bersýnilegt að hann hefur ekki miklar áhyggjur af syni sínum. Jamie er góður strákur og parfnast ástar og umhyggju. — Talar Jamie um hvernig allt er í pottinn búið heima hjá honum? Hefur hann sagt nokkuð meira frá móður sinni? — Ekkert, nema hann hefur sagt mér að hann ætti enga. — Annars hefur hann tilhneigingar til að vera allt of gjarn á upp- lýsingar um það sem er að ger- ast heima hjá honum, sérstaklega hvað snertir frú Garston — það er ráðskonan — hann er ekki mikið hrifinn af henni. Hún ræskti sig og brosti dapurlega. — Ég hef ekki hitt þá konu, en ég hef á tilfinningunni að hún fyrir sitt leyti sé ennþá minna hrifin af Jamie. Það er synd að Westbury skuli ekki gefa sér meiri tíma til að sinna um strák- inn. — Er Jamie þín einasta upp- lýsingalind um það sem gerist heima hjá honum? Adrienne leit snöggt á vinkonu sína. — Ertu að gefa í skyn að hann spinni þetta allt saman upp Þetta að pabbi hans skipti sér aldrei að því hvað hann gerir, nema hvað hann vill ekki leyfa synlnum að eiga nokkur dýr. — Ekki allt saman endilega. En þú veizt að börn á hans aldri hafa mjög auðugt ímyndunarafl. Ég get alveg fallizt á að hann sé óöruggur og barn með hamingju- snau.tt heimilislíf hefur lilhneig- ingu til að spinna upp sinn eigin heim, sem það sjálft er aðalper- sónan í, og leikur hlutverk þjáðs píslarvotts — en maður verður að hafa opið auga fyrir því sem er raunveruleiki og því sem er ímyndun. — Þú sást Martin Westbury sjálf í kvöld og hefur þegar úr- skurðað að hann sé stoltur og róttækur. Sýndist hann vera maður sem myndi leggja eitt- hvað á sig fyrir einhvern, jafn- vel þótt það væri hans eigin sonur? Julie sló út höndunum. Það er algjörlega óréttlátt að for- dæma manninn eftir útlitinu einu saman. Þótt maður hafi séð hann einu sinni í svip er ekki hægt að skapa sér neina skoðun á því hvernig hann er sem faðir. Það getur vel verið að hann geri sitt bezta og að syninum líki ekki og skiJji ekki aðferðir hans, en það þýðir alls ekki það sama og að hann sé slæmur faðir. Hún rétti út höndina, tók um hönd Adri- enne og dró hana niður á sóf- ann. — Þú veizt það Adrienne, að margir fullorðnir, sérstaklega karlmenn, meira að segja sterk- ir karlmenn eru fullkomlega ráð- þrota gagnvart börnum. Það er ' ekki vegna þess að þeim þyki ekki vænt um þau eða vilji ekki gera sitt bezta fyrir þau — það er einfaldlega það, að þeir vita ekki hvernig þeir eiga að kynn- ast þeim almennilega, komast í samband við þau. Það er hættu- legt fyrir utan að komandi að blanda sér inn i það, án þess að eiga á hættu að gera vont verra. — Og heldur þú að ég geri mér ekki þá hættu Ijósa? Adri- enne andvarpaði. — Samt vildi ég óska að einhver vildi taka að sér að segja Westbury hvað hann er eigingjarn, þegar Jamie er annars vegar. Það leið áhyggjuský yfir augu Julie. — Kæra vinkona, ég vona 14 VIKAN 43-tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.