Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 39

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 39
um að úða húsið, það verður ekki hjá því komizt. Segðu honum að DDT sé til að verjast lúsum og taugaveiki, og segðu honum frá öllu veika fólkinu í þorpinu. Segðu honum að við gerum stúlkunni ekk- ert mein. Segðu honum þetta. Læknirinn andvarpaði og fór svo að tala. Hann talaði blíðlega, og gamli maðurinn virti hann vand- lega fyrir sér, meðan hann talaði, stúlkan bærði ekki á sér og dreng- urinn glápti, með opinn munn. Við vorum blautir af svita og einkenn- isbúningar okkar voru óhreinir. Við vorum með alvæpni og ruddalegar duftpumpur og við vorum aurugir upp fyrir ökkla. Og þegar ég leit á skínandi hvitan búning gamla mannsins og stúlkuna, svo fagur- lega klædda, krjúpandi á silki- kodda, þá fannst mér ekkert skrít- ið að þau gátu ekki skilið hrein- lætisráðstafanir okkar, þetta hlaut að vera þeim jafn óskiljanlegt og mál þeirra var mér. Loksins hafði læknirinn lokið máli sínu, og nú tók gamli maður- inn við. Hann benti [ áttina til stúlk- unnar og svo á okkur, og hristi höguðið. — Allt í lagi, sagði lækn- irinn, — ég held að það sé allt I lagi með að úða DDT, en hann seg- ir að stúikan sé hrein, hún þvoi líkama sinn daglega, hér séu eng- ar lýs og engin taugaveiki. Húsið hreint, segir hann. Stúlkan ósnert. Enginn maður nokkru sinni snert hana. Ef einhver, sérstaklega út- lendingur, snerti blúðarklæðnað hennar, þá geti hún ekki gifzt. Hann segir að það sé allt í lagi með DDT, en hann ætlar sjálfur að úða því. Þið getið úðað drenginn, hann ætl- ar nð horfa á og læra, svo úðar hann sjálfur stúlkuna. Undirforinginn andvarpaði. — Það er þá í lagi, sagði hann. Drengurinn stóð upp, eftir skip- un frá föður sínum. Undirforinginn tók pumpuna og gekk að flötum steini við veröndina. Drengurinn kom til hans og hann úðaði duft- inu inn undir föt hans, eftir regl- unum. Við hvert handtak, sneri hann drengnum varlega, svo gamli maðurinn gæti séð hvernig hann fór að þessu. Drengurinn pírði aug- un og beit saman vörunum; en stúlkan hreyfði sig ekki. Þegar und- irforinginn hafði lokið þessu, rétti hann gamla manninum pumpuna. Hann hélt henni öfugri og tautaði eitthvað fyrir munni sér. — Hann er mjög hryggur, hann segir að hún sé svo hrein, og ekk- ert veik. Hann heldur að þetta duft geti kannski verið vont fyrir svona saklausa stúlku, ekki gott fyrir brúði. Nú varð rödd undirforingjans ákveðin. — Segðu honum að þetta geri henni ekkert mein, og ef hann ekki gerir það sjálfur, neyð- ist ég til að gera það. Og hann ýtti við rifflinum, eins og til að beina athvgli gamla mannsins að honum. Gamli maðurinn virti undirfor- ingjann fyrir sér, kinkaði svo hægt 'kolli og gekk fram fyrir stúlkuna. Orðin streymdu df vörum hans, — langar setningar, og hann virtist bogna í herðunum. Við biðum. Og þá, með hæglátri, hreyfingu, reis stúlkan upp, [ fullri hæð. Hún var jafnvel hærri en faðir hennar. Svart hárið féll niður fyrir mitti, skín- andi og svalt að sjá, og Ijósrauð böndin bærðust til. Lítið, rautt blóm, eins og þau sem voru ! blómsveign- um á húsveggnum, datt úr kjöltu hennar á gólfið. Líkami hennar var hulinn efnismiklum kjólnum, en mjúkar línur axlanna og hálsins sýndu greinilega æsku og yndislega fegurð, sem töfraði okkur. Við viss- um að hún fann að við störðum á hana, og það var eins og hún vildi verja sig fyrir þessum starandi aug- um. Þótt hún stæði þarna, róleg, hávaxin og grönn, var eins og hún væri reiðubúin til að leggja á flótta, ef einhver okkar nálgaðist hana, eða jafnvel að líða í burtu með ein- hverjum töfrum. Ég heyrðl aftur fuglakvakið, og nú var það nær, mér fannst jafnvel að það kæmi innan úr húsinu. Gamli maðurinn sagði eitthvað og siúlkan lyfti örmum sínum í átt- ina til föður síns, Gamli maðurinn var vandræðalegur, þegar hann mundaði stútinn á pumpunni undir aðra ermalíninguna, og horfði á undirforingjann, og hann kinkaði kolli. Maðurinn fumaði eitthvað við handfangið og deplaði augun- um vandræðalega, en ekkert skeði. — Fastar, sagði undirforinginn, kreppti hnefann og rak hann út í loftið. Faðirinn tautaði eitthvað, sem líktist blótsyrði og stóð gleiður, um leið og hann hamaðist á pump- unni. Við sáum hvernig hvítt duft- ið I eyttist inn ( gula silkiermina, en stúlkan stóð hreyfingarlaus. — Gamli maðurinn horfði á okkur, og augu hans voru vot, svo dró hann djúpt andann og tók til við hina ermina. Læknirinn sneri sér snögg- lega við og fór að skoða miða á pilluglasi sem hann hélt á. En við hinir vonuðum að stúlkan myndi snúa sér við, gátum ekki haft af henni augun. Þegar hann hafði lokið við erm- arnar, sneri gamli maðurinn. sér við og horfði biðjandi á okkur, en undirforinginn benti honum á buxnastrenginn og hálsmálið. And- artak virti gamli maðurinn undir- foringjann fyrir sér, eins og hann væri að vega og meta, svo talaði hann blíðlega við stúlkuna. Hand- leggir hennar féllu niður og við sáum beltið þrengjast að baki henn- ar, þegar hún tók það út að fram- an. Faðirinn horfði yfir öxl dóttur sinnar, eins og hann gæti minnkað sekt sína, með því að telja trén að baki hennar,- en hann hélt áfram að úða eins og vélrænt. Nú hefði sagan vel getað endað þar.na. Við vissum allir að þessi úðun á stúlkunni var alls ekki nauð- synleg, og undirforinginn hefur ör- ugglega ekki hugsað út í það, hve mikið lagt var á þetta fólk, þegar hann skipaði þetta fyrir. Nú hafði hann gert skyldu sína og hefði get- að hætt við svo búið; við biðum allir í ofvæni eftir því að sjá and- lit stúlkunnar. Þegar faðirinn horfði á okkur aftur, benti undirforinginn á bak stúlkunnar og svo á bakið á sér. Nú var gamli maðurinn í rhikl- um vanda; annað hvort varð hann að láta stúlkuna snúa sér við, eða hann varð sjálfur að ganga í kring- um hana. Hann hugsaði sig um, svo hvlslaði hann einhverju að henni. Mjúklega, eins og hún væri á hreyfanlegum palli, sneri brúð- urin sér við og sneri andlitinu að okkur, hár hennar Ijómaði [ sólinni. Andlitið var ótrúlega smágert, og yfir því hvíldi einhver eilíf ró, hún var lifandi fyrirmynd fdabeins- myndanna, sem svo víða fást í Austurlöndum. Þetta var ótrúlega ungt andlit, silkimjúk húðin var gullin í sólinni. Rakar varirnar, rauðar eins og blómið, sem hún hafði haldið á, voru hálfopnar, en hún vissi að það var hættulegt að brosa til ókunnugra á brúðkaups- daginn. Frá rökum, brúnum augum hennar, sem voru galopin, djúp og heiðrík, streymdi tær andblær, sem fleytti okkur inn í eitthvert óþekkt töfraland, land pagodanna og ó- skiljanlegrar hljómlistar, sem við þekktum aðeins af bókum. Mér fannst ég heyra í musterisklukkum, og í draumi augnabliksins, sem hún horfði á mig, fannst mér sem aldrei hefði verið hleypt af byssu, aldrei verið til neitt stríð, hvorki hér eða annars staðar. En svo fjar- aði þetta augnablik töfranna út. Hún leit frá okkur, einum af öðr- um, eins og við værum alls ekki til, og við stóðum þarna á öndinni, klaufalegir og smáir, ( litla þorpinu ! dalnum. Þetta skeði allt á örskammri stund. Stúlkan stóð hreyfingalaus og þolinmóð, meðan faðir hennar úðaði niður með fötum hennar; grannar, mjúkar hendurnar héldu fellingum kjólsins saman. En áður en hún kraup aftur horfði hún yf- ir höfuð okkar, og þá heyrði ég enn einu sinni í fuglinum. Stúlkan heyrði það líka, vottur af brosi kom fram á varir hennar, og hún sagði eitt orð. — Hvað er hún að segja, sögð- um við allir í einu. — Fuglinn, sagði læknirinn, — fuglinn, — hvað er það nú annars sem þið kallið hann? — Næturgali, held ég, Hún sagði næturgali, .. Aftur talaði stúlkan, og í þetta sinn horfði hún á okkur. — Hún spyr hvort það séu næt- urgalar f landi ykkar. — Næturgalar? sagði undirfor- inginn, undrandi. — Nei, sagði ég, — segðu henni að það séu engir næturgalar í landi okkar. FYRSTIR með STÆRRA rými 320 lítra DJÚP- FRYSTIRINN Ákaflega vinsæll — langtum STÆRRA geymslurúm, mjög vandaður, ryðfrír, öruggur í notkun,slær sig ekki að utan... fljótvirkasta og bezta frystingin! KPS-djúpfryst er ÖRUGGLEGA djúpfryst. Aðalumboð: Einar Farestveit & Co. hf. Vesturgötu 2. VERZLUNIN BÚSLÓÐ v/ Nóatún. BALDUR JÓNSSON SF. Hverfisgötu 37. 43. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.