Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 17

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 17
Sú liljómsveit í Bandaríkjunum, sem einna mesta eftirtekt hefur vakið að undanförnu nefnist „Jefferson Airplane“ eða Flugvél Jeffersons. Þessi hljóm- sveit, er frá San Francisco, er ein af mörgum, sem hafa miklar mætur á svo- kallaðri „psycodelic“ músik, en frá bví fyrirbrigöi höfum við áður greint hér á síðunum. Hljómsveitir á þessari bylgjulengd virðast vera á hverju strái í San Francisco, en þessi borg virðist nú hafa leyst Liverpool af hólmi sem Mekka pop-unnenda. Þp.ð er margt óvenjulegt við Flugvél Jeffersons. Þegar hljómsveitin kemur fram, er sýnd kvikmynd á risastóru tialdi bak við hana. Einnig er ljóskösturum í öllum regnbogans litum óspart beitt. Liðsmenn þess- arar hljómsveitar eru sex, þar af er ein stúlka. Stúlkan gegnir fyrst og fremst því hlutverki að vera punt á hljómsveitarpallinum, en af og til tekur hún þó lagið og raular með. Sjálfir segja félagar hennar í hljómsveitinni, að hún sé flugfreyja „Flugvélarinnar“ og benda á, aö engin stór flugvél geti án flug- freyju verið — og víst mun það hverju orði sannara! fílóma- bíll lessi glæsilegi íarkostur, sem er af gerðinni Rolls Royce, er í eigu John Lennon. Ekki eru allir á einu máli um, hvort blómamunstrið hafi orðið til að auka á fegurð bílsins. John sendi bílinn fyrir skömmu á fegurðarsamkeppni bíla (!), sem haldin var í Battersea Park í London, og var bað einróma álit dómaranna, að ljótari bíll hefði ekki sézt á götum Lundúnaborgar! John gerði sjálfur fyrstu teikningar að blómadúllunum, en fékk síðan hollenzka listamenn til að útfæra þær. RoMs Royce hefur löngum þótt virðulegastur allra bíla, og þess vegna eru aðrir Rolls Royce eigendur óhressir og sárir yfir þessu uppátæki Jóns. Jón lætur hins vegar allt slíkt nöldur sem vind um eyru þjóta og unir glaður í blómabílnum sínum. Eitt ai' mörgum fallegum lögum, sem heyrzt hafa undanfarna mánuði er ,,A whiter shade of pale“, flutt af Procul Harum. Hljómsveitin var allsendis óþekkt, þegar lagið tók að heyrast, en það leið ekki á löngu, þar til hún varð meðal hinna eftirsóttu í Bretlandi. Fór svo að lokum, að þrír liðsmanna gátu ekki u lað við allt umstangið og sögðu sig úr hljóm- sveitinni. Nýjir menn komu í staðinn, og enn er Procul Harum í fullu fjöri, þótt önnur metsöluplata hafi ekki komið frá þeim. Hver veit nema svo verði, áður en langt um líður. Lagið „A whiter shade of pale“ sömdu Gary Brokker, sem er aðalsöngvari og píanó- leikari hljómsveitarinnar og Keith Reid, en meginþráðurinn í laginu er fenginn úr svítu númer þrjú í d-dúr eftir Back, en þetta tónverk er kannski betur þekkt undir heilinu „Air on a G-slring“. | Ástralska hljómsveitin The Bee Gees sendi frá sér nokkuð sérstæða hæggenga hljómplötu. Sjálfir hafa þeir samið öil lögin á plötunni, sem nefnist einfaldlega „The Bee Gees lst“. Eins og við höfum raunar áður greint frá, hefur þessum náungum verið legið á hálsi, að þeir stældu Bítlana, og ekki þagnaði sá söngur, þegar umrædd plata kom á markaðinn. Hljómsveitin hefur til skamms tíma dvalið í Brettandi, en um miðjan september rann út atvinnuleyfi tveggja liðsmanna, og fengust yfirvöldin ekki til að framlengja það. Þá hélt hljómsveitin til Þýzkalands, og þar hyggjast þeir félagarnir hafa höfuðbækistöðvar í nán- ustu framtíð. Nýjasta lag þessarar ágælu hljómsveitar nefnist „Massashusetts". 43. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.