Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 15

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 15
að pað verði ekki þú sem reynir það. Adrienne virti fyrir sér mynstr- ið i teppinu, fylgdi með augun- um ofnum gullþræði sem lá í gegnum alla myndina. Það mátti líkia hugsunum hennar við þenn- an þráð sem lá sitt á hvað og stundum í hring. Hún fann að handtak Julie varð fastara. — Fyrirgefðu, Adrienne. Ég hef gert mig seka um þá höfuðsynd að gefa ráð, þegar þess er ekki ósk- að, ég ætlaði ekki að prédika yf- ir þér, en jafnvel blindur maður gæti séð hvað þér þykir orðið vænt um þennan litla strák. -— Láttu nú ekki þessa væntum- þykju svipta þig þinni meðfæddu, heilbrigðu skynsemi. Adrienne rykkti til höfðinu. — Þegar maður hugsar um öll þau hjón hér í heimi sem óska sér barns og geta ekki eignazt það, og svo barn eins og Jamie sem .... Hún þagnaði og varð hörð á svipinn. — Óréttlæli gerir mig alltaf æsta og Jamie er að vissu leyti sá sem verður að láta í minni pokann. Hann ræður ekk- ert við fullorðinn mann eins og Westbury. Julie kastaði höfðinu aftur á bak og hló. —- Ó, elskan, mér þykir vænt um þig, en þú færð stur.dum siórkostlegar hugmynd- ir. Við skulum fara að tala um eitthvað annað, áður en við hringsnúumst svo, að okkur fer að svima. Ég lofaði að senda þér Paddy í eina viku í lok næsta mánaðar og ef hún lætur í ljósi ákveðna skoðun um annan hvorn af herrunum í Westburyfjölskyld- unni, geturðu gengið út frá því vísu að það er bezta og sannasta myndin sem þú getur fengið. •— Barn getur látið í Ijósi álit sitt með slíkri hreinskilni og tillits- semi að fullorðinn mann setur hljóðan og þau geta oft og tíðum verið ótrúlega glöggskyggn. Julie lyfti vísifingrinum sem viðvör- un. En reyndu nú ekki að þrýsta á, bíddu þangað til það kemur af sjálfu sér. Þú getur verið alveg viss um að það kem- ur fyrr eða síðar. 7. Föstudagurinn kom. Það var einn af þessum marzdögum, þeg- ar sól, vindur og regn berst hvað við annað og eru sigurvegarar til skiptis. Að lokum fékk sólin yfirhöndina og baðaði allt í gullnum Ijóma og lokkaði fram fegurstu fuglaraddir. Adrienne átti von á Jamie klukkan fjögur. Hann kom hálf fjögur í sínum fínuslu fötum, gráum kambgarnsfötum, blárri skyrtu með rautt bindi og hárið kembt niður af höfðinu, glans- andi af hárfeiti. Hann hafði aldr- ei áður, svo hún vissi til, skeytt nokkru um útlit sitt, svo hún skildi hve mikilvægur dagur þetta var, samkvæmt hans daga- tali. Litla andlitið, rjótt og glamp- andi eftir rækilegan þvott, sýnd- ist óvenju hreint og glatt. undir klesstu hárinu, en augun lýstu af illa dulinni. Hann barðist við að halda sínu venjulega kæru- leysi, en átti ofurlítið í erfiðleik- um með röddina, þegar hann tók undir kveðju hennar, en báðar hendur voru djúpt í buxnavösun- um, þegar hann lagði að sér að, líta þannig út sem hann kæmi með til þess eins að hjálpa Adri- enne. — Við eigum að vera í Wild- stone um hálf fimm-leytið, sagði hún og bauð honum te og kex. Það á ekki að taka meira en hálf- tíma að aka þangað. Jamie afþakkaði góðgerðirnar. Þær hefðu bókstaflega kæft hann. — Það er töluvert langt og við verðum að ætla okkur góð- an tíma, ef það skyldi springa hjá þér eða bíllinn bili, eða eitt- hvað svoleiðis, sagði hann. — Það er ekki vert að koma of seint, því annars getur maður- inn haldið að við höfum misst áhugann og þá selur hann öðrum hvolpinn. Hugsunin um þá yfir- vofandi hættu gerðu augu hans dökk um hríð. — Það held ég ekki, en við getum farið af stað um leið og við erum búin með teið. J&mie hafði ekki augun af borgundarhólmsklukkunni. Hann var nýbúinn að læra á klukku og var afar stollur af þeirri kunn- áttu sinni. — Klukkan er fimm mínútur yfir hálf fjögur, tilkynnti hann válega. — Ég þarf ekki langan tíma til að gera mig í stand, sagði Adrienne róandi. Hún tók vel eftir taugaóstyrkri drengsrödd- inni, sem strauk yfir gluggakist- una. — Ég lagði kortið mitt á borðið í bókasafninu. Kannske þú lítir á það meðan þú biður. — Þá það. Hann skauzt inn í bókasafnið og var kominn aftur innan fárra sekúndna. Það var töluvert afrek, því hann sýndist vera fullkomlega eðlilegur og slangranði kæruleysislega lil Adrienne, sem sat í hægindastól við eldstæðið. Samkvæmt tillögu hennar breiddi hann kortið á gólfið, settist á hækjur sínar og fylgdi svörtu, hlykkjóttu strikinu eftir með fingrinum. •—Við verðum fyrst að fara til Ford og því næst til Stow-on- the-Wold. Þá er ekki mjög langt eftir Hann leit upp. ... Ég fór einu sinni til Burlon-on-the-Wat- er með pabba það er á sem ligg- ur meðfram allri götunni. Það er fallegt þar, en það má ekki sigla á báti á þessari á, ekki róa held ur, ekkert. Svo hélt hann áfram að virða fyrir sér kortið. - Við sáum lika módelþorpið, það er bara úr steini. Það er allt í lagi með það. Fingurinn nam staðar. — Þarna er Wildstone Park, ná- kvæmlega þarna. Þarna, sérðu það? Nafnið stendur þarna. Hann mætti aðdáunaraugum Adrienne og kafroðnaði. — Við eigum svona kort heima líka. Frú Gar- stone sýndi mér staðinn á því — okkar korti, og ég lærði utan að hvar það var. Ég gat ekki lesið það alveg einn. Það var greinilegt að hann taldi það myndi borga sig að vera full- komlega heiðarlegur. Það gat haft hættulegar afleiðingar ef hann skrökvaði, þótt það væri ekki nema lítið, svo sem að láta líta út sem hann gæti lesið einn á kort. Hlutirnir höfðu einstakt lag á því að fara þversum, sér- staklega þegar eitthvað mikil- vægt var annarsvegar, og þessi dagur var alll of miklvægur til að e'ga neitt á hættu með hann. í gærkvöldi hafði næstum verið eins og aðfangadagskvöld. Hann hafði lekið fram beztu fötin sín og án þess að skeyta um ertni frú Garston hafði hann beðið um hreina skyrtu og svo hafði hann sjálfur burstað skóna sína. Þegar pabbi hans kom heim frá The Lame Duck, hafði hann látið at- hugasemd falla um það, hvað skórnir voru vel burstaðir, en hann hafði ekkert haft að alhuga við stefnumót hans við ungfrú Blair. Að sjálfsöeðu hafði hann ekki sagl að þau æiluðu að fara að I;aupa hund. Það gat beðið, þangað til það yrði spurt um hvað þau hefðu gert. Hann ætl- aði aldrei að geta sofnað, eftir að hann var kominn í bólið og þegar Jamie um síðir heyrði til pabba síns í stiganum á leið upp að bátta, var hann enn að hugsa um allskonar hunda. En það var ekki bara hundurinn sem lék lausum hala i höfðinu á honum. Bíltúr með kvenhetju sinni var ævintýri út af fyrir sig. Honum féll betur við Adrienne Blair en nokkra aðra manneskju að pabb- anum undanteknum. Hún var svo örugg og honum gazt vel að því hvernig þykkt hárið vafðist upp í endana, að dimmbláum augun- um, djúpum og glitrandi, eins og stöðuvatninu á almanaksmynd- inni yfir rúminu hans. Bezt af öllu féll honum hvernig hún tal- aði við hann. Hún meðhöndlaði hann sem jafningja. Og svo bros- ið hennar! Það var alveg sér- stakt bros. Það var eins og fá gott mjúkt, þykkt, hlýtt teppi utan um sig. Um leið var hún aldrei velluleg. Hún reyndi aldrei að kyssa hann eða fitla við hár- ið á honum, eins og ungfrú Ran- kin gerði. Það var nóg til að koma út á honum köldum svit- anum. Hann hallaði sér aftur á bak og dró paappírsörk upp úr vas- anum. — Ég hugsaði upp nokkur nöfn í gær, en ég er hrifnastur að því síðasta. Adrienne las það sem þarna slóð skrifað með furðu háum stöf- um. Stafsetningin var nákvæm- ega eftir framburði, en nöfnin voru allt frá „riddari" niður í upplalningu af nöfnum á ám í Englandi. — Ég týndi mikið af þessu upp úr skólaatlasnum mínum, sagði hann. — Ég þekkti mann einu sinni sem átti kelturakka sem hét Tyne. Adrienne las síðasta nafnið upphátt. — Bracken. Hún endur- tók þetta nokkrum sinnum. — Já, mér líkar vel við það. Ég var búin að hugsa mér kannski Don, en Bracken er miklu skemmtilegra og fallegra. Það verður Bracken ef okkur lízt á þenr.an hvolp. Jamie brosti breitt. Þetta var eitt af þeim stórkostlegu andar- tökum sem hann hafði dreymt um. Hún brosti núna og ham- ingjan ólgaði í honum, á svip- aðan hátt og gos, ef maður drekk- ur það of hratt. -—- Nú vantar klukkuna næstum kortér í fjög- ur. Rétt eins og karlmaður sem væntir þess á hverju andartaki að verða faðir, trítlaði hann úr einum stað i annan, alveg þang- að til þau voru sezt inn í bílinn. Ég ætla að kaupa stationbíl um leið og ég er búinn að læra að aka, tilkynnti hann. — Það er það bezta. þegar maður á hund. Hann dró djúpl andann. -Hundurinn minn á að vera með mér hvar sem er. Hvar sem hann vill í öllum heiminum meira að segja í baði með mér, ef hann vill. Ef hann vill ekki fara eitt- hvað, vil ég ekki fara heldur. — Það er eitt af því sem mað- ur verður að minnast, ef maður ætlar að eiga hund Það er meira en bara hafa hann við hendina, þegar maður er í skapi td að fara með hann út að ganga. Það er auðvitað ekki alltaf sem það er -’iðeigandi að taka hann með, en þegar þannig slendur á, má maður aldrei láta sér finnast að það sé of mikið á sig iagt að taka tillit til hans tilfinninga lika. -— Minn á að minnsta kosti að gera nákvæmlega það sama og ég nélt Jamie ákveðinn áfram. — Ég hleypi engum inn í baðið þegar ég er þar, en það er nokkuð anneð með hund. Hann kann ekki að tala. Það breiddist bros yfir andlit Jamies. — Pabbi var reiður í gær, þegar hann ætlaði inn að raka sig og ég var að lesa í bókinni, sem þú lánaðir mér. Hann hefði ekkert fengið að vita um það hefði ég ekki gleymt henni á baðkarinu. Hann sagði að ef hann stæði mig að því að sitja þar og lesa oftar skyldi hann ekki gefa mér neina vasapeninga í heilan mánuð. — Það er þá bezt að þú sért varkár. Adrienne beygði til vinstri fyrir utan Stonway og ók í suðaustur. — Það skiptir ekki máli, ég fæ enga vasapeninga hvort sem er. Jamie starði út um hliðar- Framhald á bls. 45. 43. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.