Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 2

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 2
í FULLRI HLVÖRU BARA HREYFA EINN HNAPP og ÞVOTTAVÉUN FER SIGURFÖR UM ALLA EVRÓPU. - HAKA GERIR ÞVOTTADAGINN AUÐVELDARI EN ÁÐUR ÞEKKTIST. I-|X%I4/%FULUVIATIC SJÁLFVIRKA ÞVOTTAVÉLIN ÞVÆR, SÝÐUR, SKOLAR OG VINDUR ÞVOTTINN. SiÁLFSTÆÐ ÞVOTTAKERFI 1. SuSuþvottur 100° 2. Heitþvottur 90° 3. Bleijuþvottur 100° 4. Mislitur þvottur 60° 5. Viðkvæmur þvottur 60° 6. ViSkvæmur þvottur 40° 7. Stífþvottur/Þeytivinda 8. Ullarþvottur 9. Forþvottur 10. Non-lron 90* 11. Nylon Non-lron 60* 12. Gluggatjöld 40* HÞ%I4^FULLMATIC ^SEINS My%B^/%FULLMATIC er svona auðveld í NOTKUN. snúið EINUM SNERLI OG HAKA SÉR ALGERLEGA UM ÞVOTTINN OG SKILAR HONUM ÞEYTIUNDNUM. — SJÁLFVIRKT HITASTIG OG VATNSMAGN, SEM HÆFIR HVERJU ÞVOTTAKERFI. - SJÁLFVIRKAR SKOLANIR. — TÆM- ING OG ÞEYTIVINDUÞURRKUN. - MEÐ 2 KERFUM AF 12 ER HÆGT AÐ SJÓÐA ÞVOTTINN SVO VÉU IN SKILAR JAFNVEL ÓHREINASTA ÞVOTTI TANDURHREINUM. - ÞVOTTURINN KEMUR AÐEINS VIÐ GLANSSLÍPAÐ, SEGULVARIÐ, RYÐFRÍTT STÁL. ábyrgð KOMIÐ - SKOÐIÐ - SANNFÆRIST UPPMÆLING OG GÆÐAMAT Uppmæling er-eini rétti mátinn til að láta vinna verk eftir og til að vinna eftir, hefur verið viðkvæðið undanfarið. Og vel má vera, að það gæti verið satt, ef uppmælngunni fylgdi gæða- mat. Iðnaðarmenn hafa fengið margt ljótt orð í eyra um dag- ana, og þess vegna er furða að þeir skuli ekki grípa á kýlinu þar sem grefur mest: Vanda svo sína vinnu og frágang að ekki sé ástæða til að kvarta. Víst eru þeir iðnaðarmenn margir til, sem gera það, en það þarf ekki marga gikki til að setja Ijótan blett á alla hina, hvað þá þegar svo virðist sem gikkirnir séu fleiri en hinir. Maður, sem kemur í hús sitt, þegar múrarar hafa verið að verki, svo dæmi sé nefnt, gleðst ekki yfir því að sjá alla glugga- karma útbíaða í múrlögun og stundum svo fast á kastað að hann ætlar varla að hafa það að ná sandkornunum upp úr viðn- um. Ég tala nú ekki um, ef hann hefur verið svo bjartsýnn að hafa góðvið í körmunum og ætl- ar ekki að mála þá. Honum er ekki létt í sinni þegar hann þarf að eyða til þess klukkustundum ef ekki dögum að brjóta múr af miðstöðvarofnum og hreinsa ryð- ið undan klessunum. Og ef þetta hefur verið alger fákunnandi um íslenzka iðnaðarmenn, og þar af leiðandi svo skammsýnn, að láta tvöfalda glerið í áður en farið var að múra, ei hætt við að hon- um hnykki við, þegar hann sér að það er ónýtt af múrklessum sem má heita ógerningur að ná af rúðunum. Hér er ekki ætlunin að vega fremur ' að múrurum en öðrum stéttum; en rúmsins vegna verð- ur rlæmið um þá að duga. Þetta á við um menn í öllum stéttum, meira að segja úr stétt rafvirkja, sem að öðru jöfnu eru þó líklega mestu snyrtimennin. Þessu ættu iðnaðarmannafélög- in sjálf að breyta. Þau ættu ekki að bíða eftir því, að hið opinbera neyðist til að setja ströng ákvæði um gæðamat, sem óhjákvæmi- lega verður, ef svo fer fram sem horfir. Hið opinbera getur ekki horft á það aðgerðarlaust til ei- lífð&rnóns, að menn, sem hlotið hafa sérréttindi njóti aðeins þeirra en hafi engar skyldur á móti Nú hafa verið miklar um- ræður um byggingarkostnað og Framhald á bls. 38.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.