Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 31

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 31
Lét stjórnast af spenningi Framhald af bls. 24. blöðum bæjarins. Innilegust var kveSian fró vini hans og starfsbróð- ur, Haraldi Á. Sigurðssyni: „Til eru þær stundir í lífi hvers manns, að hann skortir orð til að lýsa tilfinningum sínum ó viðeig- andi hátt. Þess vegna verð ég að láta mér það næg|a að votta þér að lokum mitt innilegasta þakk- læti fyrir hverja þá stund, sem ég fékk að njóta návistar þinnar. Það, að hafa átt því láni að fagna að eiga þig fyrir vin, mega umgang- ast þig og starfa með þér, tel ég verulegan hluta af þeirri hamingju, sem manni getur hlotnazt hér í þessu Kfi." ☆ Alvara og gaman leiklistarinnar Framhald af bls. 19. ríkjamanna, Breta, Frakka, Rússa og Þjóðverja. En vanrækja ekki ís- lenzku leikhúsin að kynna norræn- ar nýjungar? Þær eiga öllu frem- ur erindi við okkur íslendinga en leikritagerð þjóða, sem eru hugs- unarhætti okkar og skilningi fram- andlegar. Ég minnist þess ekki að hafa séð á sviði hér leikrit eftir Helge Krog, H C. Branner, Soya eða Vilhelm Moberg. List þeirra mun þó alveg eins eiga rétt á sér og þoðskapur þýzkra spakvitringa eða amerískra blökkumanna. Og hvað veldur því, að (slendingar kynnast ekki neinum finnskum leik- bókmenntum? Sú þjóð hefur þó lengi verið fræg af skáldskap. 9. Ósanngjarnt væri að minnast ekki á starfskilyrði þeirra (slenzkra leik- ara, sem fram úr skara. Þau munu næsta erfið. Aðalhlutverk eru löng- um falin sömu leikurum. Þannig er ágætum hæfileikum spillt með hneykslanlegum þrældómi. Hitt er þó kannski enn lakara, að vegna þessa fá ekki aðrir leikarar nauð- syn'eg tækifæri að sanna getu s(na og vaxa af verkefnum. Ekkert mun gáfuðum og stórhuga listamanni hvimleiðara en vera „efnilegur" langan og merkan starfsaldur án þess að eiga þess kost að taka af öll Ivímæli um kunnáttu og hæfi- leika. Leikara er þetta fyrirbæri samt konar og efnilegum söngvara væri það hlutskipti að fá aldrei að láta ! sér heyra nema ( kór. Sú meðferð hlýtur að vera anzi hvim- leið. Fyrir kemur, að leikarar flytjast milli leikhúsanna ( Reykjavfk af þv( að þeir ál(ta hlut sinn gerðan of Ktinn. Þá ber iðulega svo við, að hlutaðeigandi rekur af sér slyðru- orðið og vinnur frábær afrek. Helgi Skúlason undi sér ekki ( þjóðleik- VIPARKLffiDNINGAR i LOFT H VEGGI Höfum fyrirliggjandi ýmsar tegundir s. s.: FURU OREGON PINE LERKI EIK ÁLM ASK CHERRY CAVIANA GULL-ÁLM TEAK HNOTU HARÐVIÐARSALAN S. F. Þórsgötu 13 — Símar 11931 & 13670 húsinu, þó að hann þætti þar lið- tækur. Hann réðst til leikfélagsins og hefur gerzt þar mikilhæfur og óumdeilanlegur listamaður. Nú mun Jóni Sigurbjörnssyni svipað ( hug. En framtakssemi Helga og Jóns er ekki öllum hent. Leikhúsin verða að muna einstaklinginn öðru vísi en þræla honum út að fenginni ótv(- ræðri viðurkenningu. Gaman væri að leika Hamlet, Pétur-Gaut og Galdra-Loft, en ekki vildi ég vera Gunnar Eyjólfsson. Þó líður hon- um sennilega miklu betur en sum- um samleikurum hans, sem fá aðal- hlutverk sjaldan eða aldrei. Og mig grunar, að þjóðleikhúsið tapi drjúgum fjármunum á því að van- rækja suma starfskrafta sína. Mik- ið held ég, að Leikfélag Reykja- víkur græddi, ef það hefði ( þjón- ustu sinni aðra eins gamanleikara og Árna Tryggvason og Bessa Bjarnason til að starfa með Brynj- ólfi Jóhannessyni og Haraldi Björns- syni og taka við af þeim á sínum tfma. 10. Þessar hugleiðingar um (slenzka leiklist virðast ef til vill nöldurs- kenndar, en þær stafa þó af því, að ég met mikils alvöru hennar og gaman. Fátt er skemmtilegra en sjá og heyra leikara okkar, þegar þeim tekst bezt að túlka góðan skáld- skap eða gerast snjaUastir ( list- rænni k(mni. Þær stundir gleymir maður veruleikanum, sem var og verður, en gistir óskaheim og draumaslóðir. Bæði reykvlsku leik- húsin eiga vissulega skilið þá frá- bæru lýðhylli, sem þeim hefur hlotnazt. Þau eru menningarstofn- anir, sem engum viti bornum ís- lendingi dettur ( hug, að þjóð okkar geti án verið. Einmitt þess vegna á að ræða hlutverk þeirra djarft og opinskátt. Eg er ekki til þess fær, en samt ber að meta viðleitn- ina. Hún er alltaf nokkurs virði. Svo hlakka ég til þess að kæt- ast í Iðnó og þjóðleikhúsinu oft ( vetur, þó að sjálfsagt fari ég stund- um vonsvikinn heim og í úfnu skapi. Helgi Sæmundsson. Tígristönn Framhald af bls. 21. hverjum meira að þér en fjörutíu þúsund dollurum. Hún var hissa en lét ekki sjá nein merki þess. Hún yppti öxlum og sagði: — Hvað gerist nú? — Þegar ég fæ skilaboð skaltu fá að vita hvað gerist. Kannske á morgun, kannske daginn eftir. Hann gaf Ugo bendingu. Hann hafði sett handtöskuna og innthald hennar á borðið, handsnyrtisettið ofurlítið frá afganginum. — Engin vopn, sagði Ugo á ít- ölsku. — Bara naglaþjölin og skæri. Gerace setti sígarettukveikjarann ofan á handsnyrtisettið. — Viltu kannske að hún kveiki (? spurði hann. Hann gramsaði í hinu dótinu og hrúgaði því síðan kæruleysislega ofan ( strandtösk- una, ásamt skyrtunni hennar og stuttbuxunum. — Allt ( lagi. Hann tók upp spilin sín. Emilio tók um annan handlegg- inn á henni og þrýsti byssunni að síðu hennar. Forli rétti henni strand- töskuna, greip í hinn handlegginn og horfði taugaóstyrkur á hana. Samon fóru þeir með hana fram ( forsal að stiga sem lá upp á loft- ið. Ugo fylgdi á eftir. Þegar dyrnar höfðu lokazt á eft- ir þeim, leit Gerace á manninn í drapplitu fötunum og sagði: — Bene? Hann kinkaði kolli: — Bene. Nú bíðurðu og við sjáum hvort þau komast út. Er allt reiðubúið? - Já. — Gefðu þeim fjörutíu og átta klukkustundir. — Og eftir það? — Starfinu lokið. Þú getur sleppt þeim eða drepið þau, hvort heldur þú vilt. Gerace neri hökuna með þumalfingrinum: — Hún á peninga, mikla pen- inga. — Ekki lengur. Hún hefur hagað sér heimskulega ( spilum. Einn hinna mannanna tók til máls. Hann var að stokka spilin. — Betra að drepa þau. Sparar okkur ómakið seinna. Gerace sleikti út um. — Konan hefur f(nan Kkama og er enginn ræfill, sagði hann hugsi. — Við getum notað hana fyrst. .*• _»• •># 4 > ^-- ríi-ia- 43- VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.