Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 45

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 45
t Fallegt... Fallegra... Fallegast? Hver getur gert upp á milli? Þær nota allar EVETTE hárlakk og lagningarvökva. EVETTE hárvörurnar gefa hárinu gljáa og næringu, — hár yðar verður aldrei of stíft en helzt þó í skorðum, og lagningin endist lengur. HANDHÆGT. Evette hárlakk fæst í hentugum smástaukum til að hafa í veski. Kaupið Evette hárlakk strax í dag þér munið ekki sjá eftir því. iVnbrrg svo rétt og eðlilegt að henni fannst næstum glæpur að neita þeim um tækifæri til að finna og skynja þennan fullkomna fé- lagsskap. Þa«ð gat ekkli verdð neinn sem gæti fundið upp á því að hafa á móti svo saklausri gleði? Hún var ekki alveg eins viss um svarið, þegar hún næsta kvöld kom niður stigann og varð vitni að því, þegar Martin Westbury kom inn í forsalinn og varð fyrir leiftursókn af Bracken, sem flýtti sér að taka á móti honum. 8. kafli. Hánn lyfti spriklandi hnoðran- um og hélt honum armslengd frá sér og horfði í snör, brún augun. Þaðan sem Adrienne stóð heyrði hún ekki hvað hann sagði, en viðbrögð Brackens voru tákn- ræn. Hann lét manninn ljúka við prédikun sína, vatt sér til, veif- aði rófunni og nartaði í ávítandi vísifingurinn. Westbury bölvaði og sló hvolp- inn hressilega á bossann. Særð- ari á tilfinningunum en líkam- lega vældi hann aumlega og trítl- aði til Adrienne til að leita vernd- ar. Án þess að segja nokkuð rétti Westbury fram vísifingurinn og Adrienne varð að gæta sín að brosa ekki, þegar hún sá förin eftir agnarlitlar, beittar tennur. Þar sem hann stóð þarna glæsi- lega klæddur í vel sniðnum, klæð- skerasaumuðum smóking, snjó- hvítri skyrtu með lakkskó, slétt- greitt hár og æstan, móðgaðan svip, var Martin Westbury svo líkur syni sínum, að hún varð að halda aftur af sér til að klappa honum ekki á kollinn og bjóða honum upp á súkkulaði- kex. Þess í stað bauð hún hon- um drykk. — Mér þykir þetta leitt, sagði hún, þegar hún hellti gini í glas handa honum — En þetta er bara hvolpur og hefur ekki lært að hafa stjórn á sér ennþá. — En hann getur þakkað sín- um sæla fyrir að ég hef lært það Martin tók á móti glasinu og settist. Hann tók meira að segja Bracken upp á hnéð og tók um silkimjúk eyrun. — Er þetta einn af hvolpunum sem Bill Timpson talaði um, um dag- inn? — Mmm. Lízt yður á hann? Hann horfði á hana með undr- unarsvip og svo færðist varúð í grá augun. — Skiptir það nokkru máli? — Flestir karlmenn eru fyrir hunda. Aftur urðu augu hans vökul. Hann lyfti hvolpinum upp og virti hann rannsakandi fyrir sér. — Ég geri engar kröfur til að vita nokkuð um smáatriðin, en í mínum augum títur út fyrir að vera allt í lagi með hann. — Sama segi ég, en hann hef- ur töluvert ákveðinn vilja og sínar skoðanir á hlutunum. Martin setti hundinn á gólfið og lyfti glasinu. — Þetta minnir mig á son minn. Jamie er tíður gestur hér, að mér skilst. Hvemig semur yður við hann? Nú var röðin komin að Adri- enne að vera á verði. — Mér lík- ar prýðilega við Jamie, honum þykir gott að vera hér og hér er nóg athafnasvæði. Á Dmm- beal er rúm fyrir heila herdeild af börnum, ef með þyrfti. Ég vona að þér hafið ekkert á móti því að Jamie komi hingað og leiki sér. Það var meiri ögrun í orðun- um, en hún hafði ætlað sér. Hann sneri glasinu milli þumals og vísifingurs og hvíldi olnbogana á hnjánum. — Jamie er undar- legur, lítill karl og stundum á ég erfitt með að skilja hann. Mig langar töluvert til að vita hvað er á seyði í kollinum á honum, en hann trúir mér sjaldan fyrir því. Adrienne starði á vangasvip hans. — Ef ég á að vera algjör- Framhald á bls. 48. — Ég veit þú trúir ekki að ég er búinn að vera hálfa nóttina að elta 25 Ijósrauða fíla í hallargarðinum. 43. tbi- VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.