Vikan


Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 12

Vikan - 26.10.1967, Blaðsíða 12
Dalurinn hét ókveðnu nafni, ég gat auðveld- lega fundið það á landabréfinu, en fyrir mér verður hann alltaf dalurinn hennar. Hann er nú í eyði, og villigróðurinn hefur fyrir löngu gleypt þorpið, bví að dalurinn er við merkja- línuna, sem dregin var við vopnahléið, og skiptir landinu í Suður- og Norður-Kóreu. Það býr enginn á þessu bannsvæði nú, fólki er ekki einu sinni leyft að koma þangað til að líta eftir leiðum látinna ættingja, eða að leita minninga frá liðnum dögum. Það getur vel ver- ið að hún sé ennþá á lífi, hún getur alveg eins verið hinum megin við þetta bannsvæði, eins og hérna megin, þar sem ég gæti hitt hana og bor- ið fram þakklæti mitt, ef ég vissi nafn hennar og heimilisfang. En allt sem ég veit um hana, er minningin um vordaginn, þegar hún færði mér aftur þá trú, sem ég hélt að ég hefði að eilífu glatað. Það var í apríl, eftir mjög erfiðan vetur. Orrusta hafði gelsað í litla dalnum, en víglínan hafði færzt norður á bóginn, og þegar við kom- um þangað, var askan orðin köld, og dalur- inn hennar farinn að grænka aftur, með vor- inu. Þarna höfðu tveir herir háð blóðuga bar- daga, brennt hús, eyðilagt vatnsleiðslur og ræsi, sprengt gígi og holur í rísakrana í hlíðunum; merki stríðsins voru augljós. Kínverjarnir höfðu hörfað norður á bóginn, tekið með sér alla unga menn úr þorpunum, en krotað hótanir og áróður á húsveggi og dyr, þeirra húsa, sem ennþá stóðu uppi. Hersveitir okkar höfðu yfirgefið þessi lands- svæði, um leið og þær höfðu rekið óvinina á flótta; þær létu líka eftir sig dósir og matar- umbúðir, ásamt öðru drasli, sem hermennirnir höfðu ekki hirt um að grafa niður. Aveitu- skurðirnir voru þurrir, og það var ekkert vatn á rísökrunum, en miskunnsamt regnið hafði vökvað hinum veiku sprotum, svo að ennþá var hægt að bjarga rísuppskerunni við, ef einhver var þá uppistandandi til að sinna því. Og svo, fjórum dögum eftir lokaorrustuna, kom einmanalegur herbíll veltcndi eftir hjólför- unum, öslaði fram og aftur yfir mórauða ána, sem víða flæddi yfir bakka sína; árniðurinn var eina hljóðið, sem rauf þessa ógnvekjandi þögn. Aftan í bílnum sátu tveir hljóðlátir hermenn. Þeir störðu á rúsrirnar meðfram veginum, leyfar af kolbrunnum r.tráþökum, sem héngu í hálf- föllnum leirveggjum, og í húsagörðunum voru brotin og brennd húsgögn og annað dót. Her- mennirnir tveir höfðu ekki sagt eitt einasta orð, í meira en heila klukkustund. Þarna í dalnum var ekkert á hreyfingu, nema bíllinn. Loksins rauf annar þeirra þögnina: — Hér væri ekki notalegt að bera beinin, sagði ég. Það kom ekkert svar frá liðþjálfanum, sem sat andspænis mér. Eitt hjólið rakst utan í stein, svo við þeyttumst upp úr sætunum og skullum svo harkalega niður aftur. — Það sem ég á við . . . byrjaði ég, en varð svo að halda niðri í mér andanum, meðan við ókum eftir grjótharðri ríssillu. — Það sem ég á við er það hvílíkur staður þetta er til að deyja fyrir, — berjast fyrir .... — Hvað? sagði liðþjálfinn. — Hvað veizt þú um bardaga? Jæja, svo hann hafði þá heyrt það. Eg var aðeins búinn að vera fjóra klukkutíma með þessari sveit, þegar allir vissu allt um mig. Eg sneri mér undan, festi augun á rísplöntu á sill- unni, sem við ókum hjá, horfði á hana, þangað til hún hvarf, innan um hinar plönturnar, fölar og veiklulegar, dæmdar til dauða á uppþornuð- um akri. Aldrei yrði ég fær um að blandast þannig í fjöldann, hugsaði ég, meðan bíllinn bar okkur áfram eftir yfirgefnum dalnum. Eg hafði bjargað lífi mínu á flótta, og þetta var það verð sem ég varð að greiða, og þannig myndi það ávallt verða. Ég iðraðist þess ekki að hafa valið þennan kostinn. Af þeim fjórtán mönnum, sem höfðu flúið í æði, var ég sá eini, sem neitaði að hverfa aftur til vígstöðvanna. Ég yrði leiddur fyrir herrétt eftir nokkra daga, og mér var Ijóst að ég fengi refsingu eftir dómi. En ég vissi líka, að þegar ég hafði afplánað sekt mína, beið mín venjulegt, daglegt líf. Ég átti eftir að njóta þess að fara í heitt bað og hrein föt, drekka þurran Martini undan mat, horfa á fótboltakappleiki, njóta ástarinnar í hreinu umhverfi, og lesa sunnudagsblöðin við murrið í garðsláttuvél nábúans. Aldrei framar, það var sama hvað þeir gerðu við mig, skildi ég þurfa að hnipra mig saman við þung höggin frá hinum banvænu sprengjum, eða að þola angistarsvitann í gryfjunum, meðan beðið var eftir áhlaupi. Ég var hugsandi út af einmanaleik mínum, en nokkuð ánægður með það öryggi sem mér fannst ég hafa hlotið, og hafði ekki hugmynd um hvert skröltandi bíllinn var að fara með okkur. Ég starði á sillurnar á rísakrinum, sem voru eins og stigaþrep upp alla hlíðina, þar til skógurinn tók við. Eftir því sem við komum hærra, urðu sillurnar þrengri, f jallsveggirnir komu nær, hvolfdust yfir okkur og kæfðu allt hljóð, samþjöppuðu svo sjónmálinu, að þegar við komum að 'hrundu húsi eða brunarústum, virtist allt miklu stærra og hryllilegra. Ofar, nálægt miðju dalsins, námum við staðar, við nokkur uppistandandi stráþök. Undirforinginn, sem ók, drap á véli.nni, og í þögninni hljómuðu síðustu stunur vélarinnar í eyrum okkar, lengi á eftir. Svo heyrðum við vætlið í ánni, annað ekki. Það virtist ekki vera neitt líf í þorpinu, og engin merki um dauða. Það eina sem minnti á stríðið voru orðin sem Kínverjarnir höfðu smurt á veggina, á flóttan- um: „Amerísku hermenn, verið viðbúnir .dauða ykkar! Allt í einu heyrðum við kvein, eins og frá barni í sárri kvöl, það var eins og við hefðum verið stungnir með nál, svo varð það að hvískri, — andvarpi, og hvarf alveg. Liðþjálfinn og ég stukkum út um bakdyr bílsins. Það skrölti i vatnskútnum og rifflunurr, þegar við réttum úr fótleggjunum. Undirforinginn og kóreanski lækn- irinn, sem sat við hlið hans, klöngruðust út úr bílnum, og gengu upp að fyrsta húsinu. Andar- tak staðnæmdist undirforinginn á stígnum, og benti okkur að fylgja sér. Án þess að segja eitt einasta orð, rétti liðþjálfinn mér málmhylki, með handfangi á öðrum endanum, líkast hjólhesta- pumpu. Hann tók aðra sjálfur, upp úr kassa í bílnum, og hélt á eftir undirforingjanum. Ég fylgdi líka eftir þeim, án þess að gera mér grein fyrir hvers vegna, eða að hugsa um nokk- urn hlut eða nokkuð í þessu nafnlausa þorpi við enda víglínunnar. Við gengum fyrir hornið á húsinu, og svo í gæsagang inn í sóðalegan húsagarð, og allt í einu varð mér Ijóst hvert erindi okkar var í þennan auða dal, með birgð- ir af hrísgrjónum, lyfjum og skordýraeitri. í fyrstu var óþefurinn svo magnaður að mér fannst ég sjá hann, eins og þoku. Daunill rotn- unarlykt hékk þarna yfir öllu, og virtist hafa verið þannig í marga daga, — sogaðist inn og út um stráþakið, — viðbjóðslegt sambland af fúlum hvítlauk og rotnuðu kjöti, óþefur af lík- ömum, sem voru of þjáðir til að hreyfa sig, — lykt af svita og allskonar úrgangi. I einu horni garðsins lá lík. Það hafði ekki verið breitt yfir það, og það var svo undarlega rýrt; svart- ur munnurinn var galopinn og minnti einna helzt á ginið á sjakala, glottandi gin. Innan úr myrkr- inu heyrðum við lágar stunur, sem við höfðum ekki heyrt út að götunni. Þetta hljóð hækkaði MLURINN HNNAR Srnásaga efftip Rafael Steinberg Rafael Steinberg er frétta- ritari og greinahöfundur, búsettur í Tokyo. Hann var stríðsfréttaritari í Kóreu, órið 1951, og í þessari smásögu segir hann frá atburðum, sem hann var þátttakandi i: Dalurinn var til, — og þorpið, — stúlkan Ifka. Hún var svo fögur og hrein, fegurri en svo að stríðið gæti grandað henni. 12 VIKAN 43 tbl ög Iækkaði, líkast því að ósýnilegt, sært dýr væri að reyna að hreyfa sig, til að komast undan. Ég hélt vasaklút fyrir vftin og gekk inn. Fyrst sá ég ekkert nema undirforingjann, sem stóð næst mér og skrifaði í vasabók Svo hækk- uðu stunurnar og við heyrðum lækninn tala kóreönsku, sem mér heyrðist ekki vera annað en hviss og smellir; svo talaði hann á eins- konar ensku við okkur, stuttar, ákveðnar setn- ingar: — Engan mat, — fjóra daga . . . Þessi kona fimmtíu ára, inflúensu viku; — þessi maður, fimmtíu og fimm, inflúensa tvær vikur — þessi fnaður þrjátíu og fimm, taugaveiki . . . þau segja hann veikur sex daga . Hann sterkur, hann koma sig. Hér þarf DDT. . . . Ég sá móa fyrir einhverju, sem líktist líköm- um. Læknirinn beygði sig að lítilli hrúgu, sem lá í horninu, þreyfaði eftir púlsi á mjóum hand- legg. Hann smeýgði sér milli vesalinganna, skoðaði inn í hræðsluleg augu, með mjóu vasa- Ijósi, gerði að sárum og úthlutaði hvítum töflum. — Þetta barn gæti verið fimm ára, á föður með taugaveiki, er sjálft með bólusótt. Bötnuð bólusótt, nú taugaveiki líka .... Uppþornuð, gömul kona, sat upp við vegg. Horaður, brúnn líkaminn var nakinn niður að mitti og hún hélt á ungbarni, í teppisgarmi, sem huldi fótleggi hennar. Barnið reyndi árang- urslaust að grípa um innþornaðar geirvörtur hennar. Gamla konan tuldraði eitthvað við lækninn og benti út í garðinn, þar sem líkið lá. Um tylft af fólki lá á víð og dreif um gólfið. Læknirinn skoðaði hvern og einn, og kom svo út að dyrunum til okkar og þá sá ég að hann var mjög ungur. — Þau segja líklegast allt þorpið svona. Enginn kemur, enginn fer, eng- inn getur hreyft sig. Kannski margir dánir, enginn grafinn, mikil taugaveiki. Svo beygði hann sig og gekk fram hjá mér, út í garðinn og flýtti sér yfir að næsta húsi, — í bláum buxum og svörtum gljáskóm. Þybbnar, hvítar hendur hans hurfu næstum upp ( ermarnar á hermannajakkanum, sem var allt of stór á hann, og hann bar hlustunartækið, eins og heiðursmerki á brjóstinu. Hann gekk fram hjá dánu konunni, leit á hana og hélt svo áfram. — Við gröfum þessa konu síðar, sagði undir- foringinn, — þegar við höfum séð hve mörg líkin eru. Úðið alla vel, — ég á við alla! Skyndilega virtist hann muna eftir því að ég var nýr í hópnum. Hann benti á mig og sagði Framhald á bls. 34

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.