Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 5

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 5
h r ykkur tvö ár í röð. Þetta voru myndarlegar gjaíir í bæði skiptin, og ég skila hér með kæru þakklæti til ykkar frá þeim. Þessi get- raun sýnir hug ykkar til yngstu lesenda blaðsins. Að svo mæltu óska ég þér, Vika sæl, gleðilegs árs og þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Sigurlaug. ÁST OG EFNAHAGUR. Kæri Póstur minn! Nú er ég orðinn einn af þeim sem er í vanda stadd- ur og skrifa þér í von um að þú ráðleggir mér eins og svo mörgum öðrum. Ég er 17 ára strákur og er al- inn upp á ósköp venjulegu heimili. Foreldrar mínir hafa alltaf haft nóg að bíta og brenna, en þau hafa svo sannarlega aldrei verið rík. Við höfum til dæmis aldrei átt neinn bíl og búum í gömlu húsi, sem afi og amma áttu. Nú er þannig mál með vexti, að ég er skotinn í stelpu, sem er á sama aldri og ég. Við höfum verið saman talsvert lengi. Við förum oft saman í bíó og stundum á böll. Pabbi hennar er þekktur maður og vel efnaður. Það er fjarskalega fínt heima hjá henni, miklu fínna en hjá mér. En ég get ekki séð að það geri neitt til. Ekki er það mér að kenna, þótt allt sé fínna hjá henni en mér. Nú hefur pabbi frétt, að ég sé farinn að vera með þessari stelpu. Hann minnt- ist á það við mig um dag- inn og var heldur betur þungur á brúnina. Hann getur stundum verið svo- lítið ruddalegur. Hann sagði meðal annars, að ef ég þyrfti endilega að vera með kvenfólki, gæti ég val- ið mér ósköp venjulega stúlku, en ekki dekurbarn af ríkisbubbaheimili. Mér fannst hann svo ósanngjarn að mig langaði til að lemja hann, en stillti mig þó. Hann hefur alltaf verið húsbóndi á sínu heimili og því verður víst ekki breytt. Mamma hefur reynt að miðla málum og sagt við pabba, að hann sé gamal- dags. Nú á dögum séu allir jafnir og stúlkur séu jafn góðar, hvort sem þær séu frá ríku eða fátæku heim- En pabbi situr við sinn keip og er hinn versti. Þeg- ar stelpan hringir til mín og hann svarar, segir hann að ég sé ekki heima, þótt ég standi við hliðina á hon- um! Mér finnst þetta alveg óþolandi. Ég er farinn að halda, að honum sé eitt- hvað persónulega illa við pabba stelpunnar. Kærí póstur! Hvað finnst þér að ég ætti að gera? Á ég að hætta við stelpuna, sem ég er skotinn í, til þess að losna við þessi leiðindi eða halda baráttunni áfram. Á ég kannski að segja pabba meiningu mína í eitt skipti fyrir öll og fara síð- an að heiman? Ég er í standandi vandræðum og vona þú getir eitthvað hjálpað mér. Þetta er mjög óvenjulegt bréf. Satt að segja héldum við, að hér á landi ríkti engin stéttaskipting og von- andi er saga þín undan- tekning. Þú skalt halda baráttu þinni áfram ótrauð- ur, en reyna samt að var- ast alvarlega árekstra. Við trúum ekki öðru, en sá gamli sjái að sér, ef tím- inn leiðir í ljós, að ykkur þyki vænt hvoru um annað og full alvara með sam- bandi ykkar. Ætli hann verði ekki, ef til þess kem- ur, svolítið hreykinn af því Lnnst iimi; að þú skulir kvænast stúlku af svona „fínu“ fólki? KYS Baller, HRÆRIVÉL Hún hjálpar mér við að HRÆRA — ÞEYTA — HNOÐA — HAKKA — SKILJA SKRÆLA — RÍFA — PRESSA — MALA — BLANDA MÓTA — BORA — BÓNA — BURSTA — SKERPA stærðir Ballerup HAND- hrærlvél Fæst með standl og skál. Mörg aukatxkl *FALLEGAR *VANDAÐAR *FJÖLHÆFAR MILLI- STÆRÐ Fæst í 5 lltum. Fjöldl tækja. D Pi Ballina r NÝ kl r af H Lný BRAGI RÆRIVI AFBRAi ÐS ! !l oÐS l L TÆKNI J VtV-Vrrrt ••v.wXvJ STÓR-hr«rlvél 6S0 W. Fyrlr mötuneytl, sklp og stór hélmlll. ÁBYRGÐ OG TRAUST VIÐGERÐAR- ÞJÓNUSTA * Elektrónisk hraðastilling * Sama afl á ollum hröð- um * Sjálfvirkur tímarofi * Stálskál * Hulin raf- magnssnúra: dregst inn í vélina * Mjög öftugur 400 W mótor * Yfirálagsöryggi * Beinar tengingar allra aukatœkja * Tvöfalt hringdrif. SÍMI 24420 - SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVÍK. VI Sendið undirrit. mynd af Ballerup hrærivél með nánari upplýsingum, m.a. um verð og greiðduskilmála NAFN..................................... HEIMILI.................................. TIL Fönix s.f. pósthólf 1421, Reykjavík s. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.