Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 16
svo ég gat keypt sáðkorn, til að sá í auðan ak-
urinn. Það var einmitt tímabært að sá maís,
vegna þess að regntíminn fór í hönd eftir nokkr-
ar vikur.
Gegnum þessa tvo nemendur fékk ég fimm í
viðbót. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu fengu
nokkrir þorpsbúar óstöðvandi löngun til að læra
ensku. Þeir komu allir reglulega og borguðu
skilvíslega fyrir kennsluna, og það var gagn-
kvæm ánægja milli okkar. Ég skeytti því engu,
hvort þessir nemendur mínir voru stigamenn eða
ekki. Þeir létu mig óáreittan og ég skipti mér
ekkert af þeirra högum. Það gat ekki verið betra
samkomulag.
En ef einhver af (búunum í sveitahéruðum lýð-
veldisins ber að dyrum hjá þér um miðnætti, þá
er eins gott að láta ekki á sér bera, það er bezt
að þegja og halda niðri í sér andanum, eins
lengi og mögulegt er, því að það er eins líklegt
að [ stað þess að taka á móti skeyti eða kannski
kærkominni símaávísun, þá fengir þú nokkrar
byssukúlur í kroppinn, eða yrðir yfirunninn á
allt annað en vingjarnlegan hátt.
Það er til fólk, sem heldur því fram að hug-
rekki sé mikil dyggð, t. d. á vtgvöllum, en hug-
rekki á vissum stöðum, vissum tímum og undir
vissum kringumstæðum í þessu lýðveldi, getur
ekki táknað neitt annað en meðfædda ólækn-
andi heimsku. Ég tók því þann kostinn að hafa
eins hægt um mig, og ég væri dauður og
grafinn. Ég man ekki lengur hvort ég skalf eða
svitnaði, ég held þó ekki, enda er lítið gagn að
því, þegar barið er æ fastar utan húsið. Hvað
fyrir þig kemur, hvað svo sem það er, hefur
verið ákveðið fyrirfram, svo það þýðir lítið að
svitna af hræðslu.
Eftir að ég var búinn að hlusta á barsmíðina
um stund, heyrði ég raddir. Það voru að minnsta
kosti þrfr menn, það heyrði ég á röddunum.
Raddirnar báru með sér miskunnarleysi þeirra
manna, sem vita upp á hár hvað þeir ætla að
gera. Þá heyrði óg þá læðast upp að dyrunum.
Ég gat greint það á fótatakinu að tveir þeirra
16 VIKAN 3- tbI-
Það var eitt kvöld að barið var harkalega á
Ijósan viðarvegginn á veðurbarða skúrnum, sem
ég bjó í. Ég hafði enga klukku, en af stöðu
tunglsins sá ég að það var nálægt miðnætti.
Þetta skeði í þorpi þar sem íbúarnir voru fá-
tækir bændur af Indíánaættum. Þefta þorp var
þekkt í héraðinu sem nido de bandoleros, eða
eins og við myndum kalla það, stigamanna-
hreiður.
Þetta voru uppreisnartfmar; smá hópar af
nokkurs konar hermönnum, sem höfðu misst
sambandið við herdeildir sinar, og lika glatað
því litla, sem þeir áttu af jarðnesku góssi, —
reyndu með einhverju móti að sjá sér og sínum
farborða.
En það er staðreynd, og ég ætti að vita það
manna bezt, að það er hægt að búa ( sveita-
héruðum lýðveldisins, innan um hina svokölluðu
stigamenn, ef maður er hvorki Indfáni eða kyn-
blendingur af Indfána og hvftum manni, og
skiptir sér ekki af því sem þeir gera eða af
hveru þeir hafa afkomu sína. Þessutan var ég
búinn að læra það af reynslunni, að það var
auðvelt að búa f friði og ró í slíku umhverfi, ef
nábúarnir hafa vitneskju um að maður ætti að-
eins eina götótta skó, nokkrar slitnar skyrtur, og
buxur, sem varla hefðu dugað til að bæta með
aðra buxnagarma. Það var Ifka óhætt að eiga
nokkur pesos, bækur og ritvélargarm, sem var
að því komin að hrynja í sundur.
Fólkið í þorpinu, sem ég bjó f, stigamenn eða
ekki stigamenn, myndu aldrei láta mig svelta.
Þegar bómullaruppskeran brást hjá mér vegna
kornmaðksins, og níu mánaða erfiði mitt var
til oinskis, þá var ég að því kominn að láta
hugfallast. Ég var varla búinn að leggja þá
spurningu fyrir sjálfan mig, hvað ég ætti að
leggja mér til munns, þegar tveir þorpsbúar
komu til mín og létu f Ijós ósk sína um það að
læra ensku, og spurðu hve miklð ég vildi hafa
fyrir tímann. Ég sagði þeim að tuttugu centavos
væri hæfilegt fyrir hverja kennslustund. Þeir
borguðu mér fyrirfram fyrir tíu kennslgstundir,
voru í stígvélum, en einn í ilskóm, og mér var
Ijóst að líf mitt styttist um hvert skref, sem þeir
færðust nær dyrunum.
Ég fór auðvitað að hugsa um einhverja und-
ankomuleið. Það var aðeins eitt herbergi ( skúrn-
um, eins og öllum slíkum skúrum, en það voru
tvennar dyr, sitt hvorum megin. En ég hafði
hlaðið fyrir þær, og ef ég færi að hrófla eitt-
hvað við því, þá var útilokað annað en að það
heyrðist, og þá mátti ég búast við, að þeir sem
úti voru, myndu strax brjóta hurðina.
Ég hafði enga byssu, en byssa hefði heldur
ekki bjargað mér. Ég gæti auðvitað verið það
heppinn að skjóta alla þrjá mennina, en það
yrði ekki auðvelt að komast út úr þorpinu, eftir
að hafa skotið þrá af íbúum þess, og sérstak-
lega var það vonlaust að komast ómeiddur út
úr þessu stigamannahreiðri. [ raun og veru var
ég heppinn að hafa enga byssu. Svo losaði það
mig líka undan þvf að látast vera hugrakkur.
Hugrekki er aldrei metið. Það eru oftast rag-
geiturnar sem lifa af og vinna stríðin. Hetjurnar
falla á vígvellinum, en hinir, sem koma heim,
eru hálfkæfðir af fagnaðarlátum fólksins.
Nú voru mennirnir komnir alveg að dyrunum.
Vegna hins árvissa rigningatímabils, var húsið
byggt á staurum, svo að nokkur þrep iágu upp
að dyrunum. Ég heyrði mennina þramma upp,
en þrepin voru þröng, svo það gat aðeins einn
verið við dyrnar í einu, hinir hlutu að vera f
þrepunum fyrir neðan.
Maðurinn við dyrnar barði á hurðina, með
einhverju, sem vel gat verið byssuskepti. Þegar
barsmíðin ekki bar neinn árangur, þá kallaði
hann: — Opnaðu, maður, góði flýttu þér, við
þurfum nauðsynlega að tala við þig!
Þetta sýndi að þeir vissu að ég var inni, ann-
ars hefðu þeir ekki kallað. Svo héldu þeir áfram
að berja og kalla.
En ég opnaði ekki munninn, — þó er það ekki
alls kostar rétt, þvf að varir mínar skulfu svo,
að auðvitað stóð munnurinn galopinn annað
slagið. Hver getur láð mér það?