Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 29

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 29
iChocki PLASTSKÚFFUR !">chock1 til innréttinga, sterkar, breyta sér ekki, draga ekki á sig rýk og unifram allt mjög fallegar og ódýrar. Renna hljóðlaust og létt á plastrennilistum. Flestar stærri innréttinga og húsgagnaverksmiðjur í Evrópu nota orðið þessar fallegu drif-hvítu skúffur frá Vestur-þýzku skúffu- prófíla verksmiðjunni Schock & Co. Uppfynning er vakið hefur mikla athygli. Schock skúffurnar eru mjög sterkar. Schock skúffumar eru af- greiddar fullsmíðaðar hvert á land sem er. Skúffugerðin s.f. Grensásvegi 3. simi 23115. Schock skúffurnar eru fáan- legar í öllum stærðum. Schock skúffurnar draga ekki í sig ryk. Einkaumboð: Víðir Finnbogason, heildverzlun, ^ Grensásvegi 3. þoka. Ef ekki með góðu, þá með illu. AÐ ER EKKI að efa að Arabar telji tilveru ísraels svívirðingu við sig, smánarblett sem þeir hafa staðráðið að þvo af skildi sínum. Varla þarf að spyrja hverskonar þvottaefni þeir telja eðlisbezt til þeirrar hreingerningar. Það er ekkert nýmæli að blóð sé haft í uppvask þegar annars vegar er sú skítsæla skepna sem sæmd heitir. „Þessir blettir ættu að nást af með blóði,“ sagði Rómverjinn, þegar Tarentumenn slettu drullu á skikkju hans. Séra Hallgrímu'r ráðleggur „iðr- unartár og Jesú blóð,“ hjartanu til hreinsunar. Hætt er við að flestir nútímamenn séu vantrú- aðir á gildi þess resepts, þótt kristnir kallist. En Hallgrímur bætir við: Lát af illu, en elska gott, Allan varastu hræsnisþvott. Þetta er heilræði sem ætti að vera jafngilt á öllum öldum og með öllum manntegundum, þar á meðal báðum þeim þjóðum er Palestínu vilja eiga og hafa rammflækzt í þeirri þverstæðu að vera Semítar og andsemítar í senn. Tækju þær það til greina, sem þær auðvitað hafa ekki vit á að gera, gæti hugsast að þeim hugkvæmdist að hætta að vaska lúkur sínar í blóði hverrar ann- arrar. Það hefur stundum viljað brenna við að þessháttar þvottur reyndist hálfgerður kisuþvottur eða jafnvel hræsnisþvottur. Flestir eru orðnir það von- lausir um lausn þessarar þrautar sem annarra álíkra, svo sem þeirrar er kennd er við Víetnam, að árvekni þeirra gagnvart voð- anum, sem í þeim felst, er löng- um sljó. Enda yrði úrgreiðslan á þessum flækjum sjálfsagt engu minni Sísýfosarþraut en það mundi að fá Spanjóla og ítali til að viðurkenna Leif sem finn- anda Ameríku eða innræta sams- konar smekk þeim er vilja láta turninn mikla skyggja sem ræki- legast á kirkju Hallgríms og hinum, sem ekki eru frá því að þessi þjóð, sem alltaf er verið að segja að lifi um efni fram, hafi í raun og sannleika ekki efni á að reisa fálækt anda síns svo óbrotgjarnan minnisvarða. dþ. Frá völdum til einangrunar Framhald af bls. 23 ins í gönguferðir, og hann hlustar ó lítið transitor-útvarpstæki, sem hann hefur í bandi yfir öxl sér. Og til þess að hafa eitthvað sérstakt fyrir stafni, liósmyndar hann í gríð og erg. Barnabörnin, hundurinn og smófuglar eru vinsælustu fyrirsæt- ur hans. Og það kemur fyrir að hann beini myndavél sinni að lít- illi, hvítmólaðri kirkju, sem stendur hinum megin við fljót, er rennur rétt hjó búgarðinum. Oðru hvoru gengur hann út fyr- ir landareign sína og gefur sig ó tal við fólk sem býr í þorpinu Petro- vodalnije, sem er þarna skammt fró. íbúar þess veiða mikið, og Krúsjoff hittir þó gjarnan einhvers staðar þarna með veiðistöngina. Siólfum leiðist honum fiskveiðar, og hann fer heldur ekki lengur á fugla- veiðar, eins og hann átti gjarnan til í gamla daga. Tryggasti föru- nautur á þessum ferðum hans er hundurinn Arbat, en hann heitir eftir götu í Moskvu. Það hafði mikil áhrif á hann, þegar hann missti embættið árið 1964. í rúmt ár fór hann ekki út fyrir hússins dyr, gekk aðeins um inni við og braut heilann. Hann léttist um 16 kíló, og gamansemin, sem hann áður hafði verið þekktur fyrir, hvarf alveg. Osigurinn gekk honum nærri, og kona hans leyfir aldrei að á það sé minnzt við hann. HANN LIFIR f FORTÍÐINNI. Eins og eldra fólki er gjarnt, á Krúsjoff það til að vilja tala um liðna daga. Hann talar um barn- æsku sína og baráttuárin í flokkn- um og hvernig hann fikraði sig upp valdastigann. Nú á hann fimm barnabörn og þau eru honum til mikillar gleði. Oft safnast fjölskyld- an saman á sunnudagseftirmiðdög- um, en þó er það helzt Lena, dóttir þeirra, sem heimsækir þau. Og elztu barnabörnin, Nikita, sem er 15 ára, og Alexej, sem er 12 ára, finnst skemmtilegra að fá hann til þess að tefla við sig, heldur en að hlusta á hann segja sögur frá sín- um yngri árum. Strákarnir vinna hann líka alltaf f skákinni. Krúsioff talar oft um allar hinar glæsilegu gjafir, sem honum áskotn- aðist, meðan hann var við völd, af útvarpstækinu sem Nasser gaf honum, og styttunni af Taj Mahal, sem Nerú gaf honum. Hann hefur einnig gaman af keramíkinu, sem hann fékk frá McMillan, að ekki sé talað um veiðiáhöldin, sem hann fékk frá Þýzkalandi og Póllandi. En bó er hann hrifnastur af glym- skrattanum sjálfspilandi (jukebox), sem Tékkarnir gáfu honum. Hann stendur á góðum stað í stofunni. Sá Bandaríkjamaður, sem Krús- joff metur mest, er vissulega hinn látni forseti John F. Kennedy. Það segir hann hverjum sem heyra vill. En sá Bandaríkjamaður, sem hann fyrirlítur mest, er Norris Poulson, sem á sínum tfma var borgarstjóri í Los Angeles. — Hann var ger- sneyddur öllum skemmtilegheitum, er hann vanur að segja. Og þegar hann segir frá því, hvernig Poul- san tók á móti honum á flugvell- inum í Los Angeles árið 1959, og gerði gys af honum í veizlunni á eftir, kemur á hann reiðisvipur og hann verður rauður í kinnum. Krúsjoff lítur á Kúbu-deiluna, sem sitt mesta afrek. Þótt það væri í sjáifu sér auðmýking að láta Banda- ríkjamenn skipa Rússum að fara með sprengjurnar frá Kúbu, fékk hann Kennedy til þess að sjá um, 3- *M. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.