Vikan


Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 21

Vikan - 18.01.1968, Blaðsíða 21
r Til gamans höfum við leitað til nokkurra manna og fengið að líta á, hvernig þeir pára á blað, á meðan þeir eru að tala í síma eða bíða eftir einhverju. Menn pára með mjög margvíslegu móti, svo að það getur verið býsna erfitt að sálgreina þá eftir forskriftinni, sem birt er á síð- unni hér á móti. Við skulum samt gera tilraun til þess og sjá hvernig gengur: Björnsson er þekktastur fyrir þátttöku sína í Savannahtríóinu, en starfar sem leikmyndasmiður sjónvarpsins. Hann párar ævin- lega 1 líkingu við það sem myndin er af. Þær eru auðvitað alltaf í laginu eins og sjónvarps- skermur. Hann kemst næst fjórða flokknum hér að framan. Hann er tilfinninganæmur og viðkvæmur fagurkeri, og ekki alltaf raunsær. r "\ Guðmundur Guðjónsson söngvari, teiknaði fyrir okkur hús innan í andliti. Hann kveðst mjög oft rissa eitthvað í þessa áttina. I>að er erfitt að heim- færa pár hans undir neinn af flokkunum sjö. En það bendir til þess, að hann hafi frjótt ímyndunarafl. Ef til vill táknar þessi samsetningur húss og manns, að hið veraldlega og andlega, kannski listin og brauðstritið, heyi harða baráttu innra með honum. Rolf Johansen forstjóri, teiknar ævinlega litla hringi og tengir þá saman með strikum. Pár af þessu tagi má sjá hvarvetna á minnisblöðum á skrifborði hans. Hann kemst að okkar dómi næst þriðja flokknum. Hann er raunsær og býr yfir miklum dugnaði og áræði. Hann er metnaðargjarn, gerir áætlanir fram í timann og hefur ekkert á móti því að taka á sig ofurlitla áhættu. Jónas Kristjánsson ritstjóri Vísis, teiknar alltaf litla ferninga og fléttar þá saman skáhallt hvern niður af öðrum. Það er merki þess, að hann hafi yndi af því að stjórna og skipuleggja og gera áætlanir langt fram í tímann. Hann flan- ar aldrei að neinu, vill hafa jörð til að ganga á og teflir ekki í tvísýnu nema brýna nauðsyn beri til. V V J V. r v j Klemens Jónsson leikari og leikstjóri, teiknar gjarnan þríhyrninga og strik, en einnig párar hann oft tölur og orð og orð á stangli, ef hann talar í síma. Þetta bendir til reglusemi og skapfestu og til- hneigingu til að vanda sérhvert verk eins vel og mögulegt er, hvort sem það er stórt eða smátt. v________________________y ritstjóri, teiknar lausa ferninga og strik og gerir gjarnan ramma í kringum íerningana. Hann er því mitt á milli þriðja og fimmta flokksins. Hann er raunsæismaður og segir gjarn- an meiningu sína hreinskilnis- lega. Hann hefur megna andúð á allra yfirborðsmennsku og falsi. Hann girnist ekki þau verðmæti, sem mölur og ryð fá grandað. Hann er í stöðugri leit að nýjum sannindum. V________________________________/ Sigvaldi Hjálmarson Andrés Indriðason sjónvarpsmaður. teiknar saman- tengda ferninga, líkt og Jónas Kristjánsson. Hann kemst því næst þriðja flokknum. Hann hugsar rökrétt og skipulega og gerir áætlanir fram í tímann. Röð ferninganna er hins vegar ekki eins regluleg og hjá Jón- asi. Það bendir til þess, að hann sé gæddur ríku hugmyndaflugi, sé hrifnæmur og talsvert list- hneigður. V________________________________/ / \ Kristján Bersi Ölafsson ritstjóri, párar strik, sem sker- ast þvers og kruss, og gjarnan tvær hliðar af þríhyrningi, en vantar þá þriðju. Þetta bendir til skipulagsgáfu, sem hann hef- ur tileinkað sér, en er í raun- inni ekki mjög rík i eðli hans. Hann er viljasterkur og fast- heldinn; myndar sér ákveðnar skoðanir á mönnum og málefn- um og hvikar ógjarnan frá þeim, nema hann neyðist til þess. V____________________________________/ s. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.